Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 23

Vikan - 20.01.1995, Page 23
Nú sér fyrir endann á Smugudeilunni og Norö- menn viðurkenna meö sem- ingi aö þeir geti ekki staðið á veiöibanni ( Smugunni. Erfiðleikar veröa í norsku konungsfjölskyldunni, hugs- anlega veröur um veikindi að ræöa. í mars sýnist völvunni aö Finnar losi sig viö hægri stjórnina sem landsmenn telja bera sök á dýpstu kreppu undanfarinna sex áratuga. Skammtímavextir hækka en hagvöxtur Finna eykst um nokkur prósentu- stig á árinu. Alvarlegt flugslys verður í Evrópu á árinu og enginn af farþegum eöa áhöfn lifir þaö af. Stór flugvélaverksmiðja neyöist til aö taka tæknideild sína til endurskoðunar í kjöl- farið þar eð grunur um galla er nú oröinn að vissu. Hjá hollensku hirðinni er stigvaxandi spenna og meö- al landsmanna liggur viö borgarastyrjöld langþreyttra Hollendinga sem neita að borga níðþungt félagsmála- kerfi fyrir útlendinga frá öll- um heimshornum. Kynþátta- hatur fer vaxandi í Hollandi vegna gremju innfæddra í garö innflytjenda og stjórnar- farslegra afglapa og tilheyr- andi erfiöleika. Völvan segir sig hafa margdreymt fyrir öðru erfiöu ári hjá bresku konungsfjöl- skyldunni en tveir meðlimir hennar falla frá á árinu, ann- ar ungur, hinn gamall. Þar klingja þó einnig kirkjuklukk- ur til brúökaups. Díana prinsessa af Wales mun finna ástina á árinu. 1995 og ’97 veröa hennar ár og ólík undanförnum árum undir smásjá pressunnar. Díana fær lögskilnaö frá Karli Bretaprins fyrir árið 1997 og verður á faraldsfæti meö syni sína. Díönu verður þó settur stóllinn fyrir dyrnar hvaö þaö varðar aö flytja með prinsana til Bandaríkj- anna. Öllu verra er útlitið hjá Karli erfðaprins. Hann er berskjaldaöur fyrir áhrifum afhjúpunar hneykslismála og miklar breytingar og óróleiki einkenna einkalíf hans út ár- ið. Karl einangrast í lífi og starfi; tilvonandi þegnar hans telja hann uppstoppaö- an, ómarktækan snobbara. Silva, forsætisráðherra Portúgals, þarf að fara mjög

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.