Vikan


Vikan - 20.01.1995, Side 34

Vikan - 20.01.1995, Side 34
STJÓRNMÁL FORSETI ALÞINGIS - SALOME ÞORKELSDÓTTIR: ÉG ER KRAFTMEIRINÚ EN NOKKRU SINNIFYRR SEGIR HÚN OG GERIR LÍTIÐ ÚR EFRI ALDURSMÖRKUM Salome er ekki undr- andi á því að kveikjan að því, að Vikan óskar eftir því að hún veiti blaðinu viðtal, hafi m.a. verið hrak- farir hennar í nýliðnu próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. „Já, þá varð ég allt í einu fræg,“ segir hún en leynir ekki stríöni sinni. En hún leynir heldur ekki von- brigðunum með flokkssyst- kini sín sem höfnuðu henni vegna þess, að því er hún segir sjálf, að hún er 67 ára gömul kona. Samt sem áður þykir Salome sjálfri sem f henni hafi aldrei leynst eins mikill kraftur og einmitt núna. Salome Þorkelsdóttir er fædd í Reykjavík 3. júlí, 1927. „Ég er Krabbi og er með ýmsum þeim lyndiseinkunn- um sem sagðar eru ein- kenna fólk í því stjörnu- merki," segir Salome. Meðal annars mun Krabbanum tamt að draga sig inn í skel sína fremur en að trana sér fram með offorsi og látum þegar honum mislíkar eitt- hvað. Og þannig barn var Lóa iitla Þorkelsdóttir. „Ef mér líkaði eitthvað illa þá fór ég gjarnan út í horn og dró mig í hlé. Þá var oft sagt að nú væri Lóa í fýlu. Við það sárnaði mér ennþá meira; ég var ekkert í fýlu, ég var bara leið en vildi ekki gera neitt meira úr því.“ BARN AÐ ALDRI PJÖTTUÐ PÍSL Hún var í æsku fremur lágvaxin, kveif og lítil í sér, að því er heimiidarmenn mínir segja. En hvað segir Salome sjálf um bernskuárin? „Ég var óskap- leg písl, viðkvæm og frekar kjarklítil en pjöttuð í meira lagi. Sjálf hefði ég viljað vera prinsessa, klædd í hvítan silkikjól, hvíta silkisokka og hvíta skó,“ segir Salome. Og eins og alþjóð veit þá er Sa- lome ávallt vel tilhöfð. Það er stíll yfir henni. Hún segir að sér hafi alltaf þótt gaman að klæðast fallegum fötum og bera skart. „Ég man eftir því að eitt sumarið var ég að passa bróður minn og fékk að laun- um silfurhring með hrafn- tinnusteini. Það var í mínum huga stór gjöf og ég bar þennan hring með miklu stolti. Ég var þó heldur sein til þroska og var til dæmis minnst fermingarsystkina þegar ég fermdist. Fyrsta ár- ið í Kvennaskólanum var ég minnst í bekknum en að af- loknu fyrsta sumarleyfinu man ég að fröken Ragnheið- ur Jónsdóttir skólastjóri varð mjög undrandi þegar hún sá mig. Ég hafði hækkað um eina fimmtán sentímetra og því trúði hún varla, kallaði mig upp að töflunni svo hún gæti borið hæð mína saman við sína. Allt í einu var ég orðin með þeim hæstu, löng og mjó,“ segir Salome. Hins vegar jókst ekki sjálfstraustið að sama skapi um þessar mundir. „Ég þjáð- ist alltaf af minnimáttarkennd sem barn og unglingur, var bæði feimin og hlédræg. Sjálfsöryggið gerði ekki al- mennilega vart við sig fyrr en ég var orðin fullorðin og farin út í störf að félagsmálum. Þá sá ég að vitaskuld væri í lagi að hafa skoðanir á ýmsum málefnum og jafnvel að láta þær uppi." Rætur stjórn- málaþátttöku TEXTI: JÓHAN^ GUONI REYNISSON UOSM.: MAGNUS HJORLEIFSSON O.FL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.