Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 36

Vikan - 20.01.1995, Page 36
STJORNMAL Salome liggja í fööurgarði hennar. Faðir hennar, Þork- ell Sigurðsson, tók virkan þátt í stjórnmálum þótt ekki bæri mikið á því opinberlega og aldrei færi hann í fram- boð. Má ugglaust rekja það til þess að hann var vélstjóri á togurum og því oft og iðu- lega úti á sjó. Því mæddi uppeldi Salome og systkina hennar þriggja mest á móð- ur þeirra, Önnu Þ. Sigurðar- dóttur. Anna lét hins vegar stjórnmálin að mestu liggja milli hluta. Þegar Þorkell var í landi fór Salome vítt og breitt um bæinn með honum og fylgdist með því hvernig hann breiddi út áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig má segja að ég sé fædd inn í Sjálfstæðis- flokkinn og við það hef ég verið mjög sátt. Ég stóð allt- af dyggilega með pabba hvar sem hann ræddi um pólitík. Á þann hátt drakk ég f mig pólitíkina, enda hef ég verið mikil sjálfstæðiskona síðan ég man eftir mér. Til dæmis sárnaði mér alltaf þegar pabbi var á kafi í kosningaundirbúningi og mamma var að stríða hon- um með því að segjast ekki ætla að kjósa. En auðvitað kaus hún alltaf." MÁTTI EKKI TAKA ÞÁTT í ÁSTANDINU Hvernig var að eiga pabba sem var alltaf úti á sjó? „Það var oft erfitt og einkum leið okkur illa meðan á stríðinu stóð. Hann var á skipi, sem sigldi iðulega með aflann til Bretlands, og við fengum aldrei að vita af afdrifum áhafnarinnar fyrr en búið var að selja fiskinn. Þær voru því ófáar andvökunæturnar Þegar dró að kosn- okkf. ■ngum komst ég að aynnaog þvi að ég væri eig- mömmu inlega ekki á rétl- og við um lista, að ég væri vorum þarna í framboði ðiarnan með kommúnistum! hennj á nóttunni, pabbamegin í rúm- inu. En pabbi komst heilu og höldnu gegnum stríðið þrátt fyrir að hann tæki sér eigin- lega aldrei frí. Einu skiptin, sem það gerðist, voru þegar við vorum fermdar systurn- ar.“ Hvað er þér minnisstæð- ast hvað sjálfa þig varðar frá stríðsárunum? „Þá var hið svokallaða ástand í al- gleymi. Hermenn, bæði breskir og bandarískir, fluttu með sér nýja strauma sem ungar stúlkur voru, margar hverjar, viðkvæmar fyrir. En það þótti ekki gott að fara í ástandið. Hermenn í búning- um, prýddir gylltum hnöpp- um, flautandi á eftir stelpum. Þetta kitlaði vissulega vissar taugar í okkur. En ég fékk aldrei leyfi for- eldra minna til þess að um- Mér finnst ég miklu kraftmeiri nú en nokkru sinni fyrr og þess albúin að bæta við mig fjórum úrum. gangast hermennina," segir Salome og þess má geta að framangreind fröken Ragn- heiður, skólastjóri Kvenna- skólans, sem þar hélt uppi ströngum aga, lagði enn- fremur blátt bann við því að nemendur skólans ættu nokkur samskipti við her- mennina. „Það næsta, sem ég komst ástandinu," segir Salome, „var þegar banda- rískur kvikmyndagerðarmað- ur bauð mér og frænkum mínum á stórviðburð þann þegar Marléne Dietrich kom fram á skemmtun fyrir her- mennina hér í Reykjavík. Það atvikaðist þannig að ég var við heyskap á býli föð- ursystur minnar sem hún rak í Laugabrekku þar sem nú er Suðurlandsbraut hér [ Reykjavík. Við vorum úti á túni að raka, þar sem List- hús í Laugardal stendur núna, þegar amerískir kvik- myndatökumenn komu að okkur. Þeir tóku meðal ann- ars myndir af mér þar sem ég var við raksturinn og sú mynd hefur verið sýnd hér í sjónvarpi nokkrum sinnum." SÁ MARLÉNE DIETRICH í MÚLAKAMPI „Kvikmyndagerðarmaðurinn vildi síðar sýna okkur mynd- ina, þeir voru jú dálítið klókir sumir. Það endaði með því að föðursystir mín, sem var ekki eins harðlega and- snúinn hermönnum og for- eldrar mínir voru, bauð kvik- myndagerðarmanninum heim til þess að sýna okkur myndina. Það leiddi síðan til þess að hann bauð okkur frænk- unum inn í Múlakamp á skemmtun hjá Marléne Dietrich. Og það gat enginn neitað okkur um, ekki einu sinni mamma og pabbi sem þó voru alls ekki hrifin og hringdu mörg símtöl til þess að kynna sér málavöxtu. Mér fannst stórkostlegt að sjá þarna þessa frægu kvik- myndastjörnu og þótti hún ógurlega flott, bæði í klæða- burði og líkamsvexti. Það var líka deginum Ijósara að hinn bandaríski kvikmynda- gerðarmaður þóttist ekki lítill karl þegar hann kom til skemmtunarinnar með þrjár íslenskar dömur upp á arm- inn!“ segir Salome og hlær hljóðlega með sjálfri sér. Um sumarið, að loknu námi í Kvennaskólanum árið 1945, gerðist Salome sel- skapsdama og barnapía hjá Aðalheiði Þorkelsdóttur, eig- inkonu Guðmundar Ólafs- sonar bakarameistara. „Ég var hjá Aðalheiði í sumarbú- stað í Mosfellsbæ þetta sumar og það var á marga lund eins og að vera í hús- mæðraskóla. Við sumarbú- staðinn var ennfremur falleg- ur garður og í honum sund- laug þannig að ég lifði lúxuslífi í vistinni. Og þarna í Mosfellssveit- inni kynntist ég ungum manni. Vinkona mín bjó í sveitinni og ég fór með henni á íþróttamót ungmennafé- lagsins seint um sumarið. Við fórum á dansleik og þar bauð mér upp ungur og myndarlegur maður og við hann hef ég dansað síðan," segir Salome sem fæst raunar ekki til að viðurkenna að þar hafi verið komin fyrsta ástin, en jú, með þeim fyrstu. Hann heitir Jóel Krist- inn Jóelsson. FYRSTA BARNIÐ FÆDDI HÚN í FJÓSI Jóel var garðyrkjumaður á Stóra-Fljóti í Biskupstungum þegar þau giftu sig. Við það hátíðlega tækifæri gekk Sal- ome með fyrsta barn þeirra hjóna. Þegar þau fluttu sam- an að Stóra-Fljóti var innrétt- uð fyrir þau íbúð í gömlu fjósi sem reyndar hafði lengi stað- ið ónotað. „Þannig að ég ól fyrsta barnið mitt árið 1947 í fjósi,“ segir Salome sposk. Hvað þótti reykvískri pjatt- rófu um það að vera komið fyrir í fjósi uppi ( sveit? „Það var ekkert mál, enda hef ég alltaf verið fljót að laga mig að breyttum aðstæðum og er alls ekki snobbuð. Mestu viðbrigðin hafa sennilega verið þau að þarna var ekk- ert rafmagn. Eg þurfti því að notast við olíuvél við elda- mennskuna og sem betur fer voru fá vitni að frumraunum mínum á því sviði búskapar- ins. Ég er líka svo heppin að eiga umburðarlyndan mann svo þetta fór allt saman vel. Þarna vorum við í eitt ár eða þangað til við fluttum á heimaslóðir Jóels [ Mosfells- sveitina." Salome vill ekki orða það svo að fyrstu búskaparárin hafi þau búið fátæklega þótt þau hafi byrjað smátt og jafnvel smærra en margir aðrir. Hún tamdi sér nýtni, enda varð svo að vera þar sem fjármagn, til dæmis til fatakaupa, var naumt skammtað. „Ég saumaði allt og prjónaði, bæði á sjálfa mig og börnin, í raun og veru allar götur þar til ég var kos- in á þing. Eg saumaði gjarn- an á börnin upp úr gömlum Þingið á, að mínu mati, ekki að vera vettvangur fyrir stúdentapólitík. fötum af mér og gjarnan „venti“ ég sem kallað er og felst í því að saumum er sprett upp, efninu snúið við og síðan er flíkin saumuð saman aftur. Ég hafði alltaf mínar eigin hugmyndir um útlit og hannaði margt sjálf og það geri ég enn þann dag í dag. Að vísu hef ég lítið saumað á sjálfa mig upp á síðkastið en það gæti nú far- ið að breytast. í starfi þing- forseta safnast manni mikið af fötum og hver veit nema ég geti notað eitthvað af þeim til þess að sauma nýtt! Síðan hef ég haft gaman af því að spá og spekúlera í föt með tengdadóttur minni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur - Diddú, en í hennar starfi er klæðaburður veigamikið at- riði.“ Fær hún þá að skoða í fataskápinn þinn? „Það hef- ur komið fyrir, já, já,“ svarar Salome og lítið bros laumast yfir varir hennar. Við laumumst hins vegar aftur í fortíðina. Langaði þig ekki á sínum tíma til að halda áfram í námi? „Það var ekki á dagskránni. Kvennaskólanám var þess eðlis að að því loknu kom 3Ó VIKAN 1. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.