Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 40

Vikan - 20.01.1995, Síða 40
 o Ckí < z 'O Ö3 z _I < 00 á QC V oo Ckí < z 'O V Tið höfum svarað bréfum í gegnum ár- in sem tengjast sjálfssviptingum ungra ís- lendinga og ennþá safnast slfk bréf fyrir. Þar sem ekki er hægt að svara þeim öllum um hæl verðum við enn um sinn að láta alltof mörg þeirra bíða betri tíma. Sjálfs- víg eru eins og vandræðavá- gestur vegna þess að þau eru óútreiknanleg og meið- andi. Þessi vágestur stingur sér inn í líf fólks, eins og allir vita, fyrirvaralaust og á ótrú- legustu stöðum, enda óvæg- inn. HÖFNUN OG TÁLVONIR Við athugum að þessu sinni þréf frá móður sem kýs að kalla sig Sillu. „Það er liðinn þónokkur tími síðan dóttir mín sem ekki var orðin þrítug framdi sjálfs- morð vegna þess að henni var hafnað af manni sem hafði gefið henni tálvonir um framtíðina með sér og bókstaflega dregið hana á asnaeyrunum tímunum saman. Eftirlifandi börn hennar frá fyrri sambúð hennar eru hjá okkur for- eldrum hennar. Við erum fullorðnar manneskjur bæði tvö og sem bet- ur fer við góða líkam- lega heilsu. Aftur á móti erum við mjög brotin andlega. Mér persónulega er al- gjörlega lokið, satt best að segja.“ Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu °g látið fylgja fullt nafn °g kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin ; byggjast írinsæi Jónu Rúnu °g rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. I Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík HÚN BRÁST BÆÐI OKKUR OG BÖRNUNUM Silla segir frá því að dóttir hennar hafi átt framtíðina fyrir sér þrátt fyrir það að hún hafi átti tvö börn og hún hafi um árabil ver- ið einstæð. Hún var vel menntuð og henni gekk geysilega vel í starfi. „Mér er óskilj- anlegt hvernig hún gat gert okkur þetta. Eg skammast mín fyrir vanlíðan mína og reiði í hennar garð en ég ræð bara ekki við það, mér finnst hún hafa brugðist bæði okkur og börnum sínum og skilið eftir svo stór sár í lífi okkar allra að það getur raunverulega enginn bætt okkur það tjón upp sem hún hefur með framkvæmd sinni skapað okkur og saklaus- um börnunum sfnum,“ segir þessi óhamingjusama kona og lái henni hver sem er vonleysi hennar. HATUR OG ÁBYRGÐ KÆRASTANS Silla segir að dóttir hennar hafi orðið ástfangin um það bil tveim árum áður en þetta slys varð. Maðurinn lét hana halda að hann elskaði hana og var sífellt að særa hana með því að gera lítið úr til- finningum hennar og pers- ónu. Hann henti henni ýmist frá sér eða taldi henni trú um að hún væri væntanleg kona hans. „Mér er hræðilega illa við þennan mann og tel hann ábyrgan fyrir því hvernig fór. Ég hef aldrei fundið fyrir hatri áður til nokkurs manns en ég held að ég hati hann. Hann virt- ist taka fráfall hennar nærri sér en þó ekki meira en það að nokkrum vikum eftir að hún lést þá trýlof- aði hann sig og er í dag giftur maður og á von barni eftir því sem ég best veit. Dóttir mín skildi eftir dagbók þar sem hún lýsir ástæðum sjálfsvígsins og aðdraganda. Þar kemur fram á hverri síðu hversu mikið hún elskaði hann,“ segir Silla. NIÐURLÆGÐ OG REIÐ „Sýnilega hefur hann iátið hana standa í þeirri trú að hún væri sú sem hann elskaði. Hann hlýtur þó að hafa verið í sam- bandi við núverandi sam- býliskonu sína á sama tíma. Verst þykir mér að hafa látið hann taka þátt í öllu því sem fylgdi í kjölfar sjálfsvígsins og ég er mjög niðurlægð vegna þess að ég hafði ekki fundið dagbók dóttur minnar þá sem sagði mér hvað hann er sekur gagn- vart dóttur minni og börn- unum hennar", segir Silla. Augljóslega eru vonbrigði hennar gífurleg og ekkert undarlegt þó hún finni sig vanmáttuga og reiða. SANNLEIKURINN OG DAGBÓKIN „Hann var það falskur eftir á að hann hafði lengi vel samband við mig. Það var ekki fyrr en ég spurði hann um núverandi unn- ustu hans og sagði honum frá innihaldi dagbókarinn- ar að hann dró sig skyndi- lega í hlé,“ segir Silla. Auð- vitað er þessi reynsla erfið og augljóslega á Silla langt f land með það að meðtaka það sem gerst hefur. Henni finnst erfitt að kljást við alla þessa erfiðu þætti sorgarinn- ar, á sama tíma og hún verð- ur að standa sig gagnvart börnum dóttur sinnar og öðr- um. ÓVIDEIGANDI FRAMFERÐI OG LOGANDI SEKTARKENND Ekki alls fyrir löngu komst hún í það mikla geðshrær- ingu að hún rauk upp í kirkjugarð og lét móðinn mása yfir leiði dóttur sinnar. Þar braust innilokuð heift út og djúplæg reiðin þyrmdi svoleiðis yfir hana að hún fann sig knúna til að tala til dóttur sinnar og skamma hana eins og hún stæði við hlið hennar og gæti varið sig. Eftir á grét hún svo í þrjá daga nánast samfleytt og fann til hroðalegrar sektar- kenndar og vonbrigða með sjálfa sig. SVIK OG ÖMURLEGAR HUGSANIR „Hvað finnst þér kæra Jóna Rúna um manneskju eins og mig? Er ég ómennsk eða biluð? Hvernig get ég losnað við þessar ömurlegu hugsanir í garð mannsins og dóttur minnar? Mér finnst hann hafa svikið okkur öll og bera ábyrgð á dauða henn- ar. Mér finnst hún aftur á móti með sjálfsvíginu hafa svikið fjölskylduna sína. Er eðlilegt að þessar til- finningar opnist svona? Get ég gert hann ábyrgan fyrir dauða dóttur minn- ar?“ EFTIRLIFENDUR OG AFARKOSTIR Eðlilega er mikil vanlíðan því samfara fyrir eftirlifendur að þurfa að sjá á eftir ástvini sínum inn í eilífðina. Það hlýtur þó að vera mun erfiðar að sætta sig við slíka breyt- ingu í kjölfar þess að ein- hver, sem er okkur kær, reynist jafnframt vera sjálfs- sviptur okkur til undrunar. Sjálfssviptingar eru alltof al- gengar á Islandi og það hljóta að vera einhverjar al- varlegar ástæður fyrir þeirri uppgjöf og þeim lífsleiða sem kemur fram hjá þeim einstaklingum sem velja þann afarkost sem sjáfs- svipting alltaf er þegar eitt- hvað mótdrægt hendir þá. VIÐ LIFUM BÁÐUM MEGIN GRAFAR Þekking okkar á því, sem við tekur eftir líkamsdauð- ann, hlýtur líka að vera mjög takmörkuð og beinlínis röng ef við trúum því að það sé einhver lausn að deyja ef við verðum fyrir vonbrigðum eða erum beitt órétti af einhverj- um toga. Það að deyja þýðir ekki lausn eða létti í þeim til- vikum sem við fremjum sjálfssviptingu. Við lifum lík- amsdauðann og erum eftir sem áður með nákvæmlega sömu vandamál í sálinni og áður en við fórum af jörðinni eða þar til við ákveðum sjálf annað. Persónuleiki okkar og hugur er sá sami, fyrir og eftir líkamsdauðann. Við get- um ekki þurrkað persónur okkar út. Við erum nefnilega andlega séð eilíf og lifum þar af leiðandi jafn lifandi lífi báðum megin grafar. Okkur er áskapað að lifa báðum megin grafar hvort sem okk- ur líkar sú tilhugsun eða ekki. MARGT ÓUPPGERT OG ÓLÆRT Það segir sig því sjálft að það er óviturlegt að leysa vandamál sín með sjálfs- sviptingu, því þau mál, sem hrjá okkur í mannheimum, munu, þangað til við ákveð- um annað sjálf, hrjá okkur jafnframt í ríki Drottins. Guð hjálpar nefnilega þeim sem hjálpa sér sjálfir og við höf-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.