Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 43

Vikan - 20.01.1995, Page 43
eigum að þekkja vel skilin á milli þess sem við eigum að taka og þess sem við eigum ekki að koma nálægt. Við tökum ekki undir neinum kringumstæðum við fólki sem er kannski ennþá undir læknishendi. Við viljum að læknirinn gefi því leyfi til að fara í ákveðnar sýrumeð- ferðir. Að því leyti mættu snyrtifræðingar og húðsjúk- dómalæknar vinna betur saman en þeir hafa gert hingað til. Læknarnir nota sömu efni og við, en sterkari sýrur, og þegar fólk er komið með húðsjúkdóm, þannig að öll starfsemi er úr skorðum gengin, gefur það augaleið að 40% sýra bítur ekki á það.“ OFNÆMI Talið er að 3% af þeim, sem nota snyrtivörur, sjampó, hárnæringu og húð- krem, fái ofnæmi. Linda seg- ir að það sé ekki meira um að fólk fái ofnæmi af krem- um, sem innihalda ávaxta- sýrur, en af öðrum snyrtivör- um. „Ég hef verið með fólk í meðferð sem er með slæmt ofnæmi og ávaxtasýrurnar hafa reynst betur en ofnæm- iskrem sem ég hef haft. Margir, sem þola engin krem, þola sýrurnar.“ Linda ráðleggur konum sem eru með áblástur að koma ekki í sýrumeðferð. „Ég hef heyrt að ef notuð sé sterk sýra á konu sem er með frunsu af völdum herp- es-veiru, en flestir fá þær vegna þeirrar veiru, gæti frunsan breiðst út um andlit- ið. Ég, fyrir mitt leyti, mundi ekki einu sinni taka við konu sem væri með frunsu." Linda segir að talið sé að það taki mjög langan tíma að mynda ofnæmi fyrir AHA- sýrum. „Það kemur einstaka sinnum fyrir að kona verður strax rauð eftir að hafa borið á sig krem sem inniheldur AHA-sýru. Fyrir þær, sem eru hræddar við að fá of- næmi, er besta ráðið að bera krem á lítinn blett á handleggnum til að athuga hver viðbrögðin verða. Það er það lítið um ofnæmi með- al þeirra kvenna sem nota merkið sem ég er með, M D Formulation, að framleið- endurnir endurgreiða vöruna ef konan þolir ekki kremið." □ ÞÓRDÍS BACHMANN SKRIFAR TÆKNIN í ÞÁGU UTLITSINS GETUR TRIMFORM BÆTT ÖLL OKKAR MEIN? Þau okkar sem þjást af leti eða agaskorti hrökkva upp við vondan draum einn góðan veðurdag, sem sé þann að endurnýja þarf allt í fataskápnum, ekki af því að fötin séu slitin, nei, af því að maður kemur þeim ekki að sér lengur. Þegar við agaleysið bætast kyrrsetur, ónóg útivera, kaffi- drykkja og reykingar er ekki von á góðu. Þetta ástand er nefnilega ekki komið til af því að fólk hafi skyndilega bætt svo miklu við sig í mat eða drykk. Skýringin er sáraeinföld: Á vissu stigi ræður líkam- inn ekki lengur við að skola út öllum þeim eiturefnum sem hafa safnast upp í gegnum árin. Þá er eins og hann gefi út yfirlýsingu um að hann geti ekki meira og blæs þess í stað út. Hver eru þá þessi „eiturefni"? Við þekkjum mörg þeirra; efst á blaði eru fita, sykur, kaffi, gosdrykkir, áfengi, og unninn matur, t.d. áleggskjöt sem er úttr- oðið af natríumi. Undir „eitraða" fæðu flokkast öll fæða sem búiö er að „eyðileggja“ með reykingu eða salti, svo sem hangikjöt og skinka. Allir vita að nikótín er líka ofarlega á eiturefnablað- inu en það sem kemur á óvart er að fæða á við brauðost skuli vera hættuleg, en natríummagnið í FYRIR EFTIR þeim osti er allt of hátt. Hvernig er svo hægt að nota tæknina sér til hjálpar? Þar kemur Trimform til sögunnar, en Trimform- tækjunum má beita til fitubrennslu, vöðvaþjálfunar, grenningar og styrkingar, til að laga vöðvabólgur og appelsínuhúð, þvagleka, halda niðri brjósklosi, lækna tognun og slæmt mar og bólgur, gigt og klemmdar taugar. Þegar þar við bætist að Trimform má nota til húðstrekkingar í andliti og ekki síst á hálsi er Ijóst að hér er um að ræða sannkallað undratæki. Stóra spurningin hlýtur vitanlega að vera: Skilar það árangri? Svar- ið er játandi, eftir nokkra tíma á bekknum sá blaðamaður Vikunnar töluverðan mun á umfangi sínu og vöðvabólgurnar höfðu rénað. Svið- inn í öxlunum minnkaði að mun strax eftir fyrsta tímann en ég var orðin hrædd um að ekki yrði aftur snúið hvað vöðvabólguna varðaði. Með sogæðanuddi er hægt að losa bjúg og hluti af galdrinum er að drekka tvo lítra af vatni daglega á meðan fólk er í meðferðinni. Trimform getur líka hjálpað sykursjúkum en blóðstreymi til útlima verður lé- legt hjá þessum sjúklingum. Sinaskeiðabólgu er hægt að lækna með handabaði og með Trimformi er hægt að koma lifi í sár sem komið er drep í þannig að þau gróa á nokkrum mínútum! Hjá Trimformi Berglindar við Grensásveg er einnig boðið upp á vatnsnuddbekk, sem losar um allar bólgur og vöðvaverki á undraskömmum tíma. Tíminn hjá Trimformi Berglindar kostar 700 krónur. Hjá Trimformi Berglindar er aðallega verið að fást við fitubrennslu og vöðvabólgu. Þar er hægt að láta Trimformið hamast á hnútunum í bakinu og fá rassinum lyft í leiðinni. Sem bónus er svo endorfínstöð í mjóbaki örvuð svo orkan eykst að mun sólarhringinn sem tíminn er tekinn. Sannkölluð lífsnauðsyn í skammdeginu. Trimform hefur verið notað á dönskum sjúkrahúsum í tuttugu ár, m. a. til þess að viðhalda lömuðum vöðvum sjúklinga í dái og eyða bólgum. □ Arangur sem náöist viö notkun Trimforms hjá Berglindi viö Grens- ásveg. Þar er aöallega fengist viö fitubrennslu og vöóvabólgu. l.TBL. 1995 VIKAN 43 LÍKAMINN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.