Vikan


Vikan - 20.01.1995, Síða 49

Vikan - 20.01.1995, Síða 49
heilbrigðis- og tryggingamál, félagsmálaráðuneyti eða menntamálaráðuneyti." Nú er farið að grilla í næstu for- setakosningar og ég kem forseta Alþingis svo ræki- lega í opna skjöldu með næstu spurningu að Salome svelgist á kaffinu. Ætlar þú að gefa kost á þér? „Ja, nú fórstu alveg með það,“ svarar hún eins og steini lostin, „svona máttu ekki spyrja! Ætli ég sé nú ekki orðin of gömul í forseta- kjör fyrir nú utan allt annað.“ En gætirðu hugsað þér að gegna því embætti, burtséð frá öllu sem heitir kosning- ar? „Eflaust er embættið skemmtilegt að mörgu leyti en ég held að það sé af- skaplega bindandi." Hvað um Vigdísi Finnbogadóttur. Ætti hún að gefa kost á sór eitt kjörtímabil í viðbót? „Satt að segja sé ég engan ann- an, hvorki karl né konu, sem embættið bíður eftir í dag. Vigdís hefur reyndar gefið embætti forseta íslands nýtt svipmót með miklum ferða- lögum og hún hefur komið landinu á kortið þar sem það hefur ekki verið áður. Ég hef hitt marga fyrirmenn er- lendra þjóða sem hafa hitt Vigdísi og allir ræða þeir um hana af mikilli hlýju og virð- ingu.“ Sjálf hefur Salome ferðast í nafni þingsins og komið víða. Þar er Kýpur á meðal ríkja en þangað fór hún f júní árið 1993. Heimsóknin er henni minnisstæð, ekki síst fyrir þær sakir að hún stóð berskjölduð og óundirbúin frammi fyrir fjölmörgum áhrifamönnum sem allir spurðu að hinu sama. „Ég vissi ekki fyrirfram hvernig heimsóknin yrði ná- kvæmlega í framkvæmd. Og þarna sat ég heilan dag í sal og tók á móti hverjum mann- inum á fætur öðrum, forystu- mönnum flokka og samtaka ýmiskonar. Ég vissi varla mitt rjúkandi ráð því hver og einn vildi fyrst og fremst ræða við mig um samskipt- avandamál við Tyrki sem fyr- ir nokkrum árum námu á brott fjölda íbúa borgarinnar Famagusta en ekkert hefur spurst til þess fólks síðan. Þeir spurðu hvað ég gæti gert til að komast að því hver urðu afdrif fólksins og hvað ég gæti gert til þess að frelsa það ef það væri á lífi. Allir fjölmiðlamenn spurðu síðan hvort við hefðum rætt um Famagusta. Ég gat ekki gert annað en lýsa yfir sam- úð minni með þeim sem ættu um sárt að binda vegna þessa. Einnig svaraði ég því til að þetta mál snerti mig djúpt sem móður og ömmu. Hins vegar gæti ég ekki gert annað en lofa að reyna að ræða málið á þeim vettvangi mannréttindamála sem ís- lendingar ættu aðild að. Það gerðist síðan loksins síðastliðið sumar, eftir að ég hafði lengi íhugað hvernig ég gæti liðsinnt Kýpurbúum í þessu vandamáli þeirra, að ég sat fund með þeim þing- forsetum í heiminum sem eru konur. Við fórum m.a. í heimsókn á aðalskrifstofur Rauða krossins og ég greip tækifærið til að koma mál- efninu um Famagusta á framfæri. Þá var mér sagt að málið væri erfitt viðfangs vegna viðkvæmra samskipta Kýpur og Tyrklands en það væri í umræðunni. En ég gat engu að sfður skrifað út til Kýpur og látið vita að ég hefði látið rödd mína heyrast um mannshvörfin á Fama- gusta. Við það létti mér mjög.“ Það er ekki að heyra á Sal- ome að hún telji sig á neinni vonarvöl þótt hún snúi ekki til starfa á Alþingi eftir næstu kosningar. „Ég verð bundin við störf í þinghúsinu fram að kosningum en eftir það er aldrei að vita nema ég, sem fráfarandi þingmaður, fái gott embætti einhvers staðar. Annað eins hefur nú gerst. Einhver varð meira að segja seðlabankastjóri og annar sendiherra, það er eins og mig minni það,“ segir Sal- ome í glettnislegum strfðn- istóni. Alvörugefnari bætir hún við að nú geti hún loksins farið að sinna ýmsum hugð- arefnum og þá ekki síst fjöl- skyldu sinni. „Ég hef ekki getað sinnt heimilinu nema í hjáverkum og garðræktar og þess háttar hef ég ekki get- að notið. Síðan á ég eigin- mann en samneyti okkar hefur vægast sagt verið af skornum skammti undanfar- in ár,“ segir Salome Þorkels- dóttir sem samkvæmt þessu ætlar að fará að rækta garð- inn sinn, hvort tveggja f eig- inlegu sem óeiginlegu tilliti. □ ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR £ Þegar nokkrir dagar voru til jóla var ég bú- in að fá tvö jólakort. Mér fannst þetta með ein- dæmum fyndið og fór að hugsa um ástæðuna fyrir því að ég væri ekki vinsælli en þetta á tímamótum sem jólin virðast vera. Ég sagði mörg- um frá þessu og hló mikið en þegar fór að líða á vikuna fór ég að leita að ástæðu fyrir þessu kortaleysi mínu og varð ýmiss áskynja. Ég fór að skoða samskipti mín við vini mína og sá margt fallegt. Ég er í vináttusambandi við svo margt fólk og f þeim til- fellum eru engin jólakort látin duga. Margar konur, sem eru á mfnum aldri, gera sér mjög Ijóst að tíminn er það dýrmætasta, sem við eigum, og við verðum að nota hann vel. Hver dagur í desember var fullur af samskiptum, lífi og fjöri. Ég skiptist á gjöfum við vinkonur mínar og þá var gott að geta bakað ýmislegt annað en vandræði en ég baka stundum brauðskreyt- ingar, fléttaðar eða snúnar, til að láta standa á eldhús- borðinu. Síminn hringdi líka oftar í desember og dagarnir flugu hjá eins og óþreyjufullir fuglar. Auk þess datt mér í hug að framleiða jóla- og gjafakort með abstrakt myndum i skærum litum með gylltum ramma í kring sem ég og gerði. Fjölmargir vinir fengu upphringingu og í símanum var kortagerðar- konan að kynna og selja framleiðsluna. Einnig bank- aði ég upp á hjá þeim, sem ég treysti til að taka farand- salanum vel, og jólakortin skiptu um eigendur. Kortin, sem ég sendi sjálf, voru til útlanda og í sveitina mína en ég „á“ mína sveit þar sem ég get komið í rútunni og borð- að slátur eða svona mat, sem ég elda ekki, hjá bændafólki sem tekur þess- ari flökkukind af Ijúfmennsku þegar hún birtist með reglu- legu millibili. í þessari sveit hef ég heyrt guðsorð í draumi og fengið skrifuð skilaboð á rúðu, einnig í draumi. En ég gat því miður ekki lesið þau vegna þess að ég var í fastasvefni. En það gerði ekkert til. Ég veit að þau voru merkileg og eru þau vel geymd hjá mér. Og núna einnig hjá ykkur sem jS|| g| | 1 lesið þessar nýárshugleið- ingar, skrifaðar nokkrum dögum fyrir jól í ást og friði til að minna á tímann, tímann til að gera og tímann til að gefa. Þegar ég verð gömul ætla ég að fá mér lítinn kofa, bara ofurlítinn kofa, og ætla alltaf að vera í vaðstígvélum og með stóra húfu á höfðinu. „Þessi skrítna," segir fólkið en auðvitað verð ég ekkert skrítin, fólk bara heldur það og það er allt í lagi. En að sjálfsögðu fer ég úr stígvél- unum þegar ég fer að hátta og ef til vill fæ óg mörg jóla- kort í sveitina þegar þar að kemur. Hver veit? Vorljóð Skipt um veröld og ég kem inn í þína út við ysta haf og undrast að fegurð heimsins nái svona langt. Skipt um veröld og ég horfi á þig í gegnum vorkulið og undrast að sólskinið sé svona hlýtt og þú alltaf jafn fiskinn á vorin. 1 TBl. 1995 VIKAN 49 ÆVINTÝRI VERULEIKANS

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.