Vikan - 20.01.1995, Síða 51
skyldu hans. í bréfum, sem
hann skrifaði systur sinni,
kemur fram að hann var far-
inn að velta því fyrir sér að
„losa sig við hana“.
Mikið sorg dundi yfir
MacLeodfjölskylduna þegar
bæði börnin tóku heiftarlega
sótt. Stúlkunni tókst að
bjarga en drengurinn lést,
aðeins tveggja ára að aldri.
Nokkrum dögum siðar lést
ein barnfóstranna af völdum
kóleru og játaði hún á bana-
beði sinu að hermaður hefði
skipað henni að eitra mat
fjölskyldunnar. Sumir héldu
því aftur á móti fram að her-
maðurinn hefði verið unnusti
barnapíunnar og hefði hann
viljað hefna sín á Rudolph
fyrir að hafa reynt að fleka
hana.
Sorgin náði ekki að færa
MacLeodhjónin nær hvoru
öðru og tók Rudolph að beita
konu sína enn meira harð-
ræði en áður. Hann svívirti
hana jafnvel á opinberum
stöðum svo aðrir heyrðu til.
Árið 1901, þegar Margar-
etha var 25 ára, flutti fjöl-
skyldan loks aftur til Amster-
dam. Ekki batnaði hjóna-
bandið og einn ágústdag, ári
síðar, fór Rudolph út með
Non og sagðist þurfa að
pósta bréf. Hann kom aldrei
til baka.
Margaretha sá ekki eftir
eiginmanninum en tók það
mjög nærri sér að hann
skyldi hafa tekið dóttur
þeirra. Hún sótti um skilnað,
seldi eigur þeirra og flutti inn
á hótel.
Rudolph var dæmdur til
að greiða henni mánaðar-
lega upphæð en gerði það
aldrei. Þess í stað setti hann
auglýsingu í blöðin þar sem
hann varaði fólk við að selja
fyrrverandi eiginkonu sinni
vörur eða veita henni yfirhöf-
uð nokkra þjónustu. Auglýs-
ingin hjálpaði lítið til þegar
Margaretha fór að leita sér
að vinnu. Þegar það rann
upp fyrir henni að hún gæti
ekki séð fyrir sér hélt hún til
Parísar. Þegar hún var spurð
af blaðamanni löngu síðar af
hverju París hefði orðið fyrir
valinu svaraði hún: „Ég veit
það eiginlega ekki. Ég hélt
bara að allar konur sem
hlypust burt frá eiginmönn-
um sínum héldu til Parísar."
Hún reyndi fyrir sér sem
fyrirsæta hj@ listmálurum en
tókst ekki vel upp. Hún sneri
auralaus aftur til Hollands.
Tveimur árum síðar safnaði
hún aftur kjarki og fór til
Parísar. Að þessu sinni gekk
henni betur og fékk hún
vinnu í reiðskóla. Eigandi
skólans hafði gott auga fyrir
fegurð og benti Margarethu
á að kona, með jafn fallegan
líkama og hún, gæti auð-
veldlega orðið dansari. Hún
leitaði aðstoðar hjá frönsk-
um diplómat, sem hún hafði
kynnst í Holiandi og vissi að
hafði talsverð sambönd í
skemmtanaheimi borgarinn-
ar. Þetta leiddi til frama
hennar í leikhúsunum.
DULARFULLA
DANSMEYIN FRÁ
JÖVU
í upphafi aldarinnar var at-
vinna dansmeyja á mörkum
þess að vera talin til glæps
og góðra siða og fljótlega
var Margaretha orðin ein
þeirra kvenna. Hún hafði
engu að tapa þar sem hún
hafði hvort sem er brugðist
eiginmanni og barni svo illi-
lega að þau höfðu yfirgefið
hana.
Margaretha hóf feril sinn
undir nafninu Lady
MacLeod. Hún spann upp
þá sögu að hún hefði fæðst
á Jövu og gifst þar herfor-
ingjanum Sir George
MacLeod. Hlutverk hennar
var að kynna Parísarbúum
þá dansa sem voru dansaðir
í heimalandi hennar. Aðdá-
endur hennar voru sann-
færðir um að þetta væri allt
satt og rétt.
Mata Hari kom fram í
austurlenskum búningum,
með framandlegt höfuð-
skraut og platta fyrir brjóst-
unum. Um ökkla og úlnliði
bar hún armbönd og líkam-
ann huldu marglitar slæður
sem hún týndi af sér hverja
á fætur annarri. Hún dansaði
gjarnan í kringum styttu af
guðinum Siva. Dansinn þótti
mjög erótískur og ýtti hann
undir þá ímynd sem austur-
lenskar konur höfðu á þess-
um tíma. Menn lofuðu fagr-
an líkama þessarar heillandi,
indísku konu. Gagnrýnendur
spáðu þvf að nú mætti Isa-
dora Duncan fara að vara
sig en danssýningar hennar
voru þá á afar vinsælar. Eitt
dagblaðanna skrifaði meira
að segja: „Isadora Duncan
er dauð. Lengi lifi Mata
Hari!“
Meðal þeirra sem heilluð-
ust af Lady MacLeod var
maður að nafni Guimet sem
átti mikið safn austurlenskra
muna. Hann bað hana að
dansa í safninu undir nýju
nafni. Eftir nokkrar vanga-
veltur varð Mata Hari fyrir
valinu en það þýðir Auga
dagsins. Nafnið festist við
Margarethu Zelle.
Vinsældirnar jukust og ár-
ið 1905 kom Mata Hari þrjá-
tíu sinnum fram á frægustu
skemmtistöðunum í París,
sex sinnum í Trocadéro leik-
húsinu og á heimilum fólks á
borð við baróninn Henri de
Rothschild og hina frægu
leikkonu Comédie-Fran-
caise, Cécile Sorel.
Mata Hari spann sífellt
upp nýjar sögur til að mark-
aðssetja sig betur og ein var
á þá leið að hún hefði verið
alin upp af hofprestum sem
þjálfuðu hana í dansi og
helguðu sál hennar guðinum
Siva. Þrettán ára að aldri
hefði hún verið farin að
dansa nakin í hofi hans. Til
allrar hamingju varð enskur
herforingi ástfanginn af
henni og bjargaði hann
henni frá þessu auma lífi.
Sagan kveikti undir eró-
tískum fantasíum karlkyns
aðdáenda hennar og gerðu
hana meira spennandi.
Þessi uppdiktaða fortíð varð
einnig til þess að yfirvöld létu
nektardans hennar óafskipt-
an en skömmu áður en hún
kom fram á sjónarsviðið
hafði önnur dansmey verið
dæmd í fimmtán daga fang-
elsi fyrir að „ósiðlegan
dans“.
Þegar einn gagnrýnenda
líkti dansi Mata Hari við dans
Salóme, sem dansaði fyrir
Heródes og fékk að launum
höfuð Jóhannesar skírara,
fékk hún þá hugmynd að
semja dans þar sem hún
dansaði hlutverk hennar.
Hún hlaut mikið lof fyrir en ef
til vill átti þessi tenging henn-
ar við Salóme síðar eftir að
koma henni í koll.
Mata Hari gerðist hjákona
auðugs, þýsks landeiganda
sem gerði henni kleift að
koma sér upp heimili í Berlín
og bjó hún þar um tíma.
Ekkert var fundið að því þótt
menn ættu hjákonur á þess-
um tíma og gátu konur haft
nokkuð gott upp úr því. Mata
Hari var nú orðin þekkt víða í
Evrópu, enda hafði hún
dansað á sviði í París, Berl-
ín, Vín, Monte Carlo og Míl-
I anó. Hún var auðug kona og
gat meðal annars leyft sér
að ferðast til Egyptalands til
að sjá þá dansa sem þar
tíðkuðust.
Árið 1908 sneri hún aftur
til Parísar. Hún varð fyrir
vonbrigðum þegar hún sá að
á skemmtistöðunum, þar
sem hún hafði áður troðið
upp, komu nú fram dans-
meyjar sem voru lítið annað
en lélegar eftirlíkingar af
henni. Mata Hari hélt þó
áfram að vekja aðdáun og
varð hún brátt ástkona
fransks stjórnmálamanns
sem sá henni fyrir fjórum
hestum og einbýlishúsi búnu
dýrindis húsgögnum. Þegar
leiðir þeirra skildu var hann
rúinn inn að skinni.
Mata Hari í mars 1915.
Mata Hari var farin að
nálgast fertugsaldurinn en á
þeim aldri sáu margar dans-
meyjar sér ekki annað fært
en að draga sig úr sviðsljós-
inu. Hún átti þó nógu mikinn
kraft eftir og barðist hat-
rammlega fyrir því sem hún
öðlaðist - þar með talið karl-
mönnum.
Þegar Mata Hari varð ást-
fangin af franska hernaðar-
málaráðherranum, Adolphe-
Pierre Messimy, lét hún
rigna yfir hann heimboðum
og bréfum og dúkkaði jafn-
vel upp heima hjá honum til
að vingast við eiginkonu
hans. Hún fékk hann að lok-
um. Því meira sem stjarna
hennar á sviðinu hné því
merkari urðu elskhugar
hennar.
FRH.Á BLS.54
l. TBl. 1995 VIKAN 51
ÆVISAGA