Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 54
VOVSIAl/
FRH.AF BLS.51
FYRRI
HEIMSSTYRJÖLDIN
BRESTURÁ
Sumarið 1914 tók Mata
Hari upp samband við þýsk-
an lögregluforingja og komst
samband þeirra á síður slúð-
urblaðanna. Þetta sumar
skall Fyrri heimsstyrjöldin á
og varð Mata Hari innlyksa í
Berlín. Þá varð hún fyrst vör
við tortryggnina sem ríkti í
garð útlendinga og var hún
nokkrum sinnum handtekin
og sökuð um að vera rússn-
eskur njósnari. ímyndin sem
hún hafði skapað sér sem
austurlensk og erótísk dans-
mey tók að vinna gegn
henni. Óttinn við njósnara
hafði gripið um sig í Evrópu
og skyndilega trúðu allir öll-
um til að vera njósnarar.
Ári síðar tókst Mata Hari
að komast til heimalands
síns, Hollands. Þar beið
hennar nýr elskhugi, barón-
inn Edouard van der Capel-
len, sem sá henni fyrir íbúð
og rausnarlegum vasapen-
ingum.
Holland átti þó ekki við
konu sem vön var sviðsljós-
inu og fljótlega var hún aftur
komin til Þarísar. Þartók hún
til við að selja húsgögnin sín
og hestana fjóra. Sú saga
flaug um borgina að í stað
þess að selja uppáhalds
reiðhestinn sinn hefði hún
stungið gullnum rýtingin í
gegnum hjarta hans. Af
þessari sögu er hægt að sjá
hvað borgarbúar voru enn
uppteknir af dularfullri ímynd
hennar.
í skjölum, sem frönsk yfir-
völd gerðu opinber fyrir að-
eins tveimur árum, sést að
Mata Hari var yfirheyrð árið
1915 og beðin
um að greina frá
ástæðunni fyrir
ferð sinni aftur til
Frakklands. Leit-
að var í farangri
Mata Hari en
þótt ekkert grun-
samlegt fyndist
mæltu yfirvöld
svo fyrir að fylgst
yrði með henni.
Þegar hún bað
um vegabréfs-
áritun til að kom-
ast til Englands
næsta vor var
henni neitað. í
skjölum segir að
hún hafi einfald-
lega verið talin
óæskileg.
Ástæðurnar voru
líklega þær að
hún var frá hlut-
lausu landi, hún
hafði verið fylgi-
kona þýsks lög-
regluforingja í
Berlín þegar
stríðið braust út
og og haft ofan
af fyrir sér sem
nektardansmey
og hjákona.
Yfirmaður
njósnadeildar
frönsku lögregl-
unnar, Georges
Ladoux, lét ekki aðeins fylgj-
ast með ferðum Mata Hari
heldur einnig þeim bréfum
sem til hennar bárust, sím-
hringingum og heimsóknum.
Mata Hari varð nú alvar-
lega ástfangin og að þessu
sinni af manni langtum yngri
en hún sjálf. Hann hét Vla-
dimir de Masloff og var 21
árs kafteinn í rússneska
hernum. Hann var í leyfi í
Frakklandi þegar leiðir þeirra
lágu saman en var brátt
sendur til franska bæjarins
Mata Hari
daginn
sem hún
var
handtekín.
Vittel. Mata Hari vildi óð og
uppvæg fylgja honum en þar
sem bærinn var á hættu-
svæði var henni ekki leyft
það.
Ladoux var sannfærður
um að Mata Hari njósnaði
fyrir Þjóðverja strax frá upp-
hafi. Hann átti síðar eftir að
láta í Ijósi andstyggð sína á
henni á þennan hátt: „Hún
var ófríð, með þykkar varir
og dökk á hörund. Hún var
fæddur njósnari og það sást
glögglega."
Mata Hari gerði sér full-
komlega grein fyrir því að
með henni var fylgst og þeg-
ar hún var kölluð í yfirheyrslu
hjá Ladoux í fyrsta sinn
kvartaði hún yfir því. Ladoux
segir frá því í æviminningum
sínum:
„Gerðu mér nú þann
greiða að segja þessum
löggum sem fylgja mér eftir
eins og skugginn að fá sér
glas á næsta kaffihúsi og
skála fyrir mér,“ sagði hún.
Ég lét eins og ég vissi ekki
við hvað hún ætti.
„Ég er elt hvert sem ég fer.
Þeir nota tækifærið um leið
og ég bregð mér út af hótel-
inu og fara í gegnum farang-
urinn minn. Þegar ég kem
aftur er allt á rúi og stúi. Þú
veist að ég hef ekki efni á að
gefa herbergisdömunni auka-
þjórfé.“
Það var Ladoux sjálfur
sem fór fram á það við Mata
Hari að hún njósnaði fyrir
Frakkland. Hann bað hana
að „gera Frakklandi stóran
greiða" í skiptum fyrir að hún
fengi að fara til Vittel. Hún
samþykkti það og hélt til
fundar við elskhugann. Hún
vildi giftast honum en vant-
aði fé til að fjölskylda hans
gæfi hjónabandinu blessun
sína. Nú var svo komið fyrir
henni að henni buðust fá
tækifæri í leikhúsunum.
Þegar Mata Hari kom aftur
til Parísar fór Ladoux þess á
leit við hana að hún drægi
þýska herforingjann von
Bissing á tálar en hann var
yfir hernámsliðinu i Belgíu.
Mata Hari var send til Hol-
lands og fyrirskipað að bíða
þar eftir frekari fyrirmælum.
Á leiðinni þangað kom hún
við í Bretlandi og lenti í
höndunum á Scotland Yard.
Þar töldu menn að hún væri
þýski njósnarinn, Clara Ben-
edix. Mata Hari viðurkenndi
við yfirheyrslur að hún væri
njósnari en ekki fyrir Þjóð-
verja, eins og haldið var
fram, heldur Frakka.
Þegar Bretar spurðu La-
doux hvort það væri satt
svaraði hann ekki spurning-
unni heldur bað þá einungis
um að senda hana til Spán-
ar. Hann vonaðist til að þar
kæmi Mata Hari upp um sig.
Hætt var við áætlunina um
að tæla von Bissing og Mata
Hari hélt til Spánar. Þar ætl-
aði hún sér að komast í
kynni við þýska erindrekann,
Arnold Kalle, til að sanna
færni sína fyrir Ladoux.
Henni tókst að fá Kalle til að
trúa því að hún ynni fyrir
Þjóðverja og það sem meira
var, henni tókst að koma
honum í rúmið. Kalle lét
henni í té upplýsingar um að
nokkrir þýskir og tyrkneskir
herforingjar kæmu bráðum
til Marokkó sem þá var undir
Frökkum. Þegar hann sá
hana í fylgd með manni sem
hafði hafði yfirumsjón með
frönskum njósnurum í Madr-
id fór hann hins vegar að
gruna hana um að vera ekki
alveg eins saklaus og hún
vildi vera láta. Hann tók því
upp á því að veita henni
ýmsar upplýsingar, sannar
sem ósannar, til þess eins
að athuga hverjar þeirra
bærust til Frakka.
Þegar Mata Hari sneri aft-
ur til Parísar bjóst hún við að
sér yrði tekið fagnandi en
raunin varð önnur. Ladoux
hafði lítinn áhuga á þeim
upplýsingum sem hún hafði
aflað þar sem þær höfðu
einfaldlega þegar lekið út.
Mata Hari var niðurbrotin og
þjónustufólkið á hótelinu, þar
sem hún dvaldi, gat ekki
komist hjá því að sjá hana
gráta í matsalnum. Hún vildi
fara til Hollands en komst
ekki úr landi.
DAUÐADÓMURINN
13. febrúar 1917 lét La-
doux handtaka Mata Hari og
senda í Saint Lazare
kvennafangelsið. Deildin
sem Mata Hari dvaldist í var
kölluð dýragarðurinn því þar
hlupu rottur um ganga.
Fangelsið hafði verið byggt
á 19. öld sem fangelsis-
sjúkrahús fyrir gleðikonur.
Þegar Mata Hari dvaldist í
fangelsinu var það líka þétt-
skipað gleðikonum og fannst
henni sá félagsskapur langt
fyrir neðan virðingu sína.
Fangelsið var rekið af nunn-
um og færðu þær föngunum
54 VIKAN 1. TBL. 1995