Vikan


Vikan - 20.01.1995, Side 55

Vikan - 20.01.1995, Side 55
brauð og soðið grænmeti tvisvar á dag. Allan liðlangan daginn voru fangarnir látnir vinna við að sauma póst- burðarpoka. Mata Hari fannst sá að- búnaður sem henni var boð- inn ekki hæfa stöðu sinni og sendi hvert kvörtunarbréfið á eftir öðru til fangelsisyfir- valda Saint Lazare. í einu þeirra skrifaði hún: „Þið verðið að skilja að ég er ólík þeim konum sem dveljast hér en samt fæ ég sömu meðferð og þær. Af hverju þarf ég að þjást svona? Þið getið yfirheyrt mig eins og þið viljið en ég verð samt sem áður alltaf kona,“ skrifaði hún full sjálfs- vorkunnar og hroka. Yfirheyrslunar yfir Mata Hari stóðu lengi yfir enda skorti nægar sannanir til að geta kært hana. Það var ekki fyrr en hún sagði frá því að þýski konsúllinn í Hollandi hefði beðið hana um að njósna fyrir Þjóðverja. Henni fannst sú upphæð sem henni var boðin of lág og sagðist ætla að íhuga málið. Hún tók þó við peningunum og var kennt að nota ósýni- legt blek og annað sem njósnarar þurftu að kunna skil á. Hún lét þó Þjóðverjum aldrei neinar upplýsingar í té. Mata Hari hélt að játning- in myndi styrkja málstað hennar en það var öðru nær. „Hún var glæsilega klædd í dökkblárri kápu sem féll fal- lega yfir skyrtuna. Göngu- lagið bar það með sér að hér var dansmey á ferð. Hún hélt höfðinu hátt og um var- irnar lék bros, síðasta brosið sem hún sendi síðasta áhorfendahópnum sínum." Þannig lýsti blaðamaður Le Gaulois Mata Hari þegar hún gekk inni í dómshúsið til að vera við réttarhöldin yfir sér. Nokkru síðar var dómur fallinn og Mata Hari fundin sek um að hafa látið Þjóð- verjum í té upplýsingar sem hvorki höfðu pólitískt né hernaðarlegt mikilvægi. Ekki tókst að sanna að hún hefði fengið upplýsingar frá frönskum, belgískum, hol- lenskum eða enskum elsk- hugum sínum til að láta óvin- inum í té. Fyrirframgreiðslan frá þýska konsúlnum kom henni líka í koll. Refsingin var dauðadómur. Síðar átti saksóknarinn í máli hennar eftir að viðurkenna að ásakanarnir gegn henni hefðu ekki nægt til að flengja kött. „Þetta getur ekki verið satt,“ tautaði Mata Hari hvað eftir annað fyrir munni sér þegar hún heyrði dóminn felldan. „AFBRÝÐISEMI OG HEFND BITNA Á KONU EINS OG MÉR. . ." Mata Hari var nú flutt í klefa 12 í fangelsinu þar sem dauðadæmdar konur voru látnar dveljast. Meðal þeirra sem þar höfðu beðið aftöku sinnar var fyrrverandi for- sætisráðherrafrúin, Madame Henriette Caillaux, sem skotið hafði ritstjóra Le Fig- aro til bana þar sem hún var búin að fá nóg af árásum hans á eiginmann sinn. Mata Hari naut eilítið betri aðbúnaðar en hún hafði áð- ur átt að venjast. Hún fékk vín með matnum og var leyft að reykja og lesa. Sögu- sagnir herma að hún hafi fengið súkkulaði og blóm- vendi senda á hverjum degi en fangelsistjórinn bar þær sögur til baka. Nú var orðið hættulegt að vera bendlaður við Mata Hari og aðeins lög- fræðingur hennar kom í heimsókn til hennar. Mata Hari gerði sér grein fyrir því að atvinna hennar sem dansari hefði komið henni ( þá stöðu sem hún var nú (. Hún skrifaði í bréfi: „Afbrýðisemi og hefnd eru meðal þess sem látið er bitna á konu eins og mér um leið og fólk gerir sér Ijóst að ég er komin í erfiða að- stöðu.“ Fréttir af handtökunni höfðu borist til heimalands hennar og þaðan barst henni bréf frá manni sem vildi endilega gefa út ævi- minningar hennar sem hann hafði heyrt að hún væri að skrifa. Engar heimildir eru til um að hún hafi fengist við slíkt, því síður að hún hafi leyft að saga sín yrði gefin út. Hollenski utanríkisráð- herrann gerði allt það sem í hans valdi stóð til að fá Mata Hari leysta úr haldi en allt kom fyrir ekki. Lögfræðingur hennar reyndi að bera því við að hún gengi með barn og samkvæmt lögum mætti ekki lífláta konur sem svo var ástatt um. Hann sagðist sjálfur hafa barnað hana enda eini karlmaðurinn sem kom inn í klefann hennar. Mata Hari neitaði hins vegar að láta lækni ganga úr skugga um að það væri rétt. 15. október 1917 var Mata Hari leidd til aftöku. Hún neitaði að láta binda fyrir augu sér og ekki vildi hún heldur láta binda sig við af- tökustaurinn. Hún þakkaði herforingjanum, sem leiddi aftökusveitina, fyrir á meðan sveitin hóf upp rifflana. Áður en skothvellirnir gullu við sendi Mata Hari hermönnun- um fingurkoss. Þar sem enginn þorði að gera tilkall til jarðneskra leifa hennar af ótta við að vera sakaður um samstarf voru þær fluttar til háskólasjúkra- hússins. Þegar menn kom- ust að því að gröf hennar var tóm fóru sögusagnirnar enn og aftur á kreik. Mata Hari átti að hafa verið bjargað af elskhuga sínum á elleftu stundu. Það var ekki fyrr en árið 1921 sem yfirvöld sögðu frá því hvað orðið hefði um líkið. Fyrrverandi eiginmaður Mata Hari, Rudolph Mac- Leod, lét skyndilega á sér kræla og óskaði eftir dánar- vottorði frá frönskum yfir- völdum. Dóttir þeirra, Non sem var orðin 21 árs, varð að hafa slíkt undir höndum ef hún vildi gifta sig. Non lést aftur á móti skömmu síðar og þurfti því ekki aldrei á vottorðinu að halda. HÆTTULEGA ÍMYNDIN Lengi var haldið lífi í ímynd hinnar fölsku dans- meyjar, sem sefur hjá hátt- settum mönnum til að kom- ast yfir mikilvægar upplýs- ingar. Því fékk bandaríska dansmærin Josephine Baker meðal annars að finna fyrir þegar hún vildi fá að starfa með frönsku andspyrnu- hreyfingunni í Seinni heims- styrjöldinni. Þar sem menn tengdu hana við Mata Hari áttu þeir erfitt með að treysta henni. Margar bækur og kvik- myndir hafa verið byggðar á ævi Mata Hari og er þá oft farið frjálslega með stað- reyndir. Bræður hennar tóku upp hanskann fyrir systur sína þega gerð var kvik- mynd byggð á sögu hennar með Gretu Garbo í aðalhlut- verki. Þeim fannst heldur langt gengið þegar hún var Bresk plaköt, frá Seinni heimsstyrjöld, þar sem konur eru varaöir viö laus- mælgi. Mata Hari var mönnum enn í fersku minni. látin myrða rússneskan her- foringja og mótmæltu þvi. Það hafði þó ekki meiri áhrif en málsbætur Mata Hari í réttarsalnum. Henni urðu nefnilega á þau slæmu mis- tök að skrifa sitt eigið hlut- verk og ætlast til þess að heimurinn léki með henni. □ Heimildir: Julie Wheelwright: The Fatal Lover. Mata Hari and the Myth of Women in Espionage. Collins and Brown. London 1992. 1. TBL. 1995 VIKAN 55 VOVSIA^V

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.