Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 62
FATAHONNUN
■ slensk fatahönnun er í sókn. Paö sést vel á
I þeim vinsældum sem íslenskir hönnuöir njóta
®meöal yngri kynslóöarinnar. Verslunin Frikki
og dýriö hefur íslenska fatahönnuöi á sínum
snærum og fékk
Vikan tvo þeirra til
aö gefa hér sýnis-
horn af hönnun
sinni.
SKEMMTUN OG
SKÆRIR LITIR
Alda Björg Guö-
jónsdóttir byrjaði
aö hanna á sig föt
fimm ára aö aldri,
enda alin upp á
saumastofu hjá
ömmu sinni.
„Ég er sjálflærð
en þegar eitthvað
kemur upp á get ég
alltaf leitaö til
ömmu minnar eftir
hjálp,“ segir hún.
Alda hefur hug á aö
læra fatahönnun í
Danmörku síöar
meir en óttast þó
að námiö drepi
sköpunarkraftinn.
„Ég reyni aö hafa
fötin, sem ég
hanna, sem allra
skemmtilegust og
hef þau gjarnan í
diskólínunni. Skær-
ir litir eru alls ráö-
andi og eru fötin
frekar ætluð sem
skemmtanafatnaö-
ur. Síö pils meö A-
sniöi, sem eru
bundin utan um lík-
amann, eru mjög vinsæl núna sem og bolir meö
alls kyns myndurn.11
Alda hefur líka veriö aö sauma jakka úr gervi-
pelsefni en segir aö því miður sé ekki heiglum
hent aö nálgast þannig efni hér á landi.
„Paö erfiöasta viö fatahönnunina er aö fá efni
sem henta í flíkurnar. Markaðurinn er nefnilega
meira fyrir eldri konur en yngra fólk. Ég verö því
aö kaupa efni erlendis frá eins og til dæmis frá
Thailandi og New York. Þaö getur líka veriö dálít-
iö erfitt aö átta sig á því í hverju fólk vill ganga.
Stundum gengur ein
tíska aöeins í einn
mánuö og þá er
strax komin upp ný.“
PEYSURNAR
VINSÆLAR
Margrét Einars-
dóttir er annar eig-
andi Frikka og dýrs-
ins og hannar jafn-
framt föt fyrir
verslunina. Hún
saumar mest pils og
kjóla en einnig
prjónar hún peysur
sem notiö hafa mik-
illa vinsælda.
„Ég tek líka aö
mér aö sérsauma á
þá sem ekki finna
þá flík sem þeir
vilja. Fólk er þá aö-
allega aö biöja um
fatnað til aö nota
spari.“
Margrét leikur sér
með allar stefnur í
hönnun sinni og er
ekki föst í neinum
ákveðnum litum.
„Paö er misjafnt
hvernig hugmynd-
irnar aö fötunum
koma til mín. Stund-
um þarf ég ekki ann-
aö en aö handfjatla
efni og þá sé ég
hvaöa kjóli gæti
orðið úr því. Svo get
ég þurft aö sauma fjölmargar prufur í sumum til-
vikum áöur en rétta kjólnum er náö.“
Um þessar mundir er Margrét aö leita sér aö
skóla í Bretlandi sem kennir fatahönnun.
„Seinna langar mig svo til aö bæta viö mig
búningahönnun því ég hef áhuga á aö starfa í
leikhúsi." □
Fatahönnuöirnir, Alda Björg og Margrét Einarsdóttir, eiga heiöurinn af þeim
fatnaöi sem sjá má á þrem næstu síðum. Þær eiga sína flíkina hvor á síö-
unni hér viö hliðina en Alda hannaöi þaö sem viö sjáum á vinstri síöu næstu
opnu og Margrét þaö sem er á hægri síðunni. Fyrirsæturnar heita Elrna Lísa
og María Pétursdóttir. Stílistar: Erla Björg og Karl Bentsen. Karl sá einnig
um föröun og hárgreiöslu. Fatnaöurinn er fáanlegur í versluninni Frikki og
dýriö.
62 VIKAN 1. TBL. 1995