Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 42

Vikan - 20.12.1995, Page 42
JÓLARJÚM, OSTAKAKA SÆLKERANS MEÐ LÍKJÖR OG TOBELERONE Tertan nægir fyrir 12 manns og getur því verið fyr- ir fleiri en þá fjóra sem rjúp- urnar, skelfiskdúettinn og laxinn eru ætlaðir fyrir. af rjóma hálfþeyttur og blandað varlega saman við. Vikan fékk matreiðslumeistarann í Lækjarbrekku, As- björn Pálsson, til þess að velja fyrir okkur jólamatinn í ár. Honum til halds og trausts var franski matreiðslu- maðurinn Gerarld Leonard sem sá um eftirréttinn. Rjúpan varð fyrir valinu sem aðalréttur enda er hún með vinsælli rétt- um á jólaboröi flestra landsmanna. Á undan rjúpunni gæðum við okkur á laxi og einnig skelfiskdúett. í eftirrétt er dýrindis ostakaka sem án efa á eftir að freista margra þegar þeir eru búnir að horfa á myndirnar og lesa uppskriftina. En áður en þiö byrjið á matnum er rétt að kynnast mat- reiðslumeisturunum okkar lítillega. Ásbjörn Pálsson lærði í Lækjarbrekku en hvarf svo á braut um fjögurra og hálfs árs skeiö en kom þangað aftur í haust. í millitíöinni dvaldist hann í eitt ár í Suður-Frakklandi, nánar tiltekið í Nimes, þar sem hann kynntist einmit Gerald Leonard sem hér á landi gengur undir nafninu Leó. Eftir ársdvöl í Frakklandi var Ásbjörn um tíma á Fjörukránni i Hafnarfirði áður en hann kom aftur á Lækjarbrekku. í fyrra var Ásbjörn í íslenska landsliðinu sem tók þátt í heimsmeistarakeppni matreiðslumanna í Lúxem- borg. í sumar matreiddi hann dýrindis rétti fyrir þýska og bandaríska auðkýfinga sem sigldu um á ítalska skemmti- ferðaskipinu Silver Cloud í Karabíska hafinu. Um borð voru 300 farþegar og 30 matreiðslumenn og nýr sérréttamatseðill á hverjum degi. Leó lærði á Restaurant Alexander í Nimes þar sem leiðir þeirra Ásbjörns lágu saman. Hann er nú búinn að vera hér í þrjú ár og er ekki á leiö til Frakklands í bili, að eigin sögn. „Það var ekkert frí á veitingastaðnum í Nimes um jólin,“ segir Ásbjörn. „Við byrjuðum klukkan átta á aðfangadags- morgun að undirbúa 10-11 rétta máltíð kvöldsins og það var líka hátíðarmatseðill á jóladag." Leó segir okkur að í Frakklandi borði fólk gjarnan gæsalif- ur og síðan héra á jólunum. Hérinn er úrbeinaður, fylltur og soðinn í rauðvíni - mikið góðgæti að sögn Leós. Og á eftir fá allir sér sneið af hinum sígilda jólalurki, en við birtum einmitt uppskrift að einum slikum hér annars staðar í blaðinu. Jólalurkurinn er seldur í hverri verslun í Frakklandi en auðvitaö baka sumir hann líka sjálfir heima hjá sér. Á eftir gæða menn sér á þurrkuðum ávöxtum, til dæmis fíkj- um og apríkósum með hnetum og möndlum í ofanálag og eru skálar meö þessu heil- næma nasli á borðum í stað brjóstsykurs og JT súkkulaðis eins og ÉF hér gerist. Aðferð - botn 110 g smjör - brætt, og 1 pakki af Homeblest hafrakexi sett saman í matvinnsluvélina. Blandan er sett í smelliform og byrjað á því að þjappa botninn vel og síðan beðið eftir því að hann kólni. Þessu næst er ostakreminu hellt yfir og það látið taka sig í kæli. 170 g flórsykur 500 g rjómaostur 1 stk. Dajm, stórt 2 stk. Toblerone, lítil 5 blöð matarlím 6 cl Baileys 1/2 I rjómi Aðferö - súkkulaðikrem 60 g súkkulaði 1 eggjarauða 2 dl hálfþeyttur rjómi Aðferð - ostakrem Flórsykri og rjómaosti er hrært saman í hrærivél þar til þetta nær stofuhita. Eitt stk. Dajm og Toblerone mul- in saman í matvinnsluvél og sett út í. Fimm blöð af matar- lími eru leyst upp i Baileys og bætt út í. Þá er hálfur lítri Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, eggjarauðunni hrært saman við og síðan rjómanum. Þessu súkku- laðikremi er smurt ofan á tertuna og hún loks skreytt eftir smekk hvers og eins. Félagarnir Ásbjörn og Leó vió jólahlaó- borö Lækj- arbrekku þar sem boróin svígna und- an kræsing- um, sem eru íslensk- ar meó skandina- vísku ívafi, aö sögn Ás- björns. Jólahlaó- borðió er löngu búió aó vinna sér fastan sess á aó- ventumat- seóli Lækj- arbrekku. Ostakaka sælkerans. Umhverfis hana aó hálfu er listilega vel geró súkkulaöigiröing aó hætti Leós, hins franska. Súkkulaóigiróingin er búin til með því aó sprauta bráónu súkkulaói á blaó og sveigja blaóió síöan til aó vild áóur en súkkulaóiö er oróiö fullstorkió. Vió geró þessa súkku- laðiskrauts getur hver farió sínar leiöir aö sjálfsögóu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.