Vikan


Vikan - 20.12.1998, Side 6

Vikan - 20.12.1998, Side 6
Umsjón: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinssón JÓLABARNIÐ KEMURINN í ALLAR AÐSTÆÐUR Senn hringja kirkjuklukkurnar inn jólin. Margra daga, jafnvel margra vikna undirbúningi er lokið, prúðbúið fólk flykkist í kirkj- ur landsins til þess að hlýða á jólaboðskapinn. Öll erum við í jólaskapi og öllum líður okkur vel. En er það svo? Við fengum Önnu Sigríði Pálsdóttur, prest í Grafarvogskirkju, til þess að íhuga með okkur jólaboðskapinn, jólaundirbúninginn, jólakvíðann og sitthvað fleira sem tengist jólum. „Jólin, fæðingarhátíð frelsar- ans, eru ein af stórhátíðum kristinnar kirkju. Við hlustum á jólaboðskapinn sem hefur mismunandi merkingu fyrir hvern og einn. í mínum huga minnir jólaboðskapurinn á að Kristur er alltaf nýr. Fyrsti sunnudagur í aðvenlu markar upphaf að nýju kirkjuári. Að- venta er dregið af latneska orðinu adventus og þýðir koma (eða tilkoma), eins og við segjum þegar við förum með Faðir vorið: Tilkomi þitt ríki. Orðið felur í sér eftir- væntingu." BERNSKUJÓL „Nú eru liðin um það bil níu ár síðan ég í hjarta mínu gerði mér fulla grein fyrir því hvaða merkingu þetta nýja upphaf hefur fyrir mig. Eg á margs kyns minningar frá jólum. Eg hef alltaf verið jólabarn, hef alltaf hlakkað mikið til jól- anna. Eg er alin upp við mikið jólastúss, það var búið til góð- gæti og húsið skreytt og prýtt. Móðir mín var mjög vinnu- söm kona. Eg man ekki eftir Þorláksmessukvöldi öðruvísi en svo að hún sæti við sauma- vélina langt fram yfir mið- nætti. Eg sofnaði við það að hún var að klára að sauma kjólana á okkur systurnar. Bernskujól mín voru sérstök að því leyti að pabbi, sem var organisti í Dómkirkjunni, var alltaf að vinna á jólunum. Ég fór með honum í messu á að- fangadagskvöld. Mamma fór ekki með okkur, hún var yfir- leitt að ryksuga og undirbúa jólin heima. Þegar við komum heim voru jólin svona nokkurn veginn tilbúin. Það var afskaplega skemmtilegt í húsinu okkar á jólum, þau voru yndisleg. Systir mömmu og fjölskylda hennar bjuggu í sama húsi og við og venjan var sú að heimsækja þau þeg- ar við vorum búin að opna jólapakkana. Við klæddum okkur í allar jólagjafirnar, þ.e.a.s. allan fatnaðinn, og hengdum annað utan á okk- ur.“ NÝ UPPLIFUN „Eftir að ég kynntist mann- inum mínum breyttist jóla- haldið. Hann var vanur því frá sínu heimili að sest væri að borðum á aðfangadag á mín- útunni sex. Ég gerði mikið úr þessum hefðum hans og mamma hafði mikið gaman af hvernig ég baksaði í kringum þetta. Fyrsta árið bjuggum við hjá foreldrum mínum og elsti sonur okkar fæddist á þriðja í jólum. Næstu jól vorum við flutt á okkar eigið heimili og mótuðum strax okkar eigin jólasiði. Við héldum fast í þær reglur, höfðum matinn tilbú- inn klukkan sex og hlustuðum á messu í útvarpinu. Þegar allt var komið í ró seinna um kvöldið áttum við hjónin sam- an rólega stund. Á einhverju tímabili á full- orðinsárum mínum fór ég að verða viðkvæm á jólunum, það settist í mig jólakvíði. Ég hef alltaf talið mig kristna og hef játað kristna trú alla tíð, en hafði aldrei hugleitt inni- hald trúarinnar af neinni al- vöru. Eftir að hafa gengið í gegnum tímabil mikillar van- líðunar fór ég að hugsa dýpra, líta upp úr eigin vandamálum og fór að hugleiða hefðir og merkingu jólanna. Þegar kvíðinn sest að er mikilvægt að horfa burt frá honum og skoða hvað það er sem gefur manni styrk. Ég íhugaði boð- skap jólanna með opnum huga og af einlægni. Smám saman settist helgin að í hjart- anu og undur jólanna urðu mikilvægari öllu öðru. Um leið vék allur kvíði. Þannig upplifði ég jólahátíðina sífellt sterkar. Ég fór aftur að fara í kirkju á jólum, en það hafði ég ekki gert síðan ég fór sem barn með föður mínum, og fór ég í miðnæturmessur á jólanótt. Ég tók virkan þátt í messuhaldinu, söng jólasálm- ana og textar þeirra öðluðust merkingu. Og smátt og smátt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.