Vikan


Vikan - 20.12.1998, Qupperneq 44

Vikan - 20.12.1998, Qupperneq 44
Hvers vegna ekki að leggja höfuðið í bleyti og gefa öðruvísi jólagjafir í ár? Taka frá nokkur kvöld, kveikja á kertum, narta í smákökurnar og búa sjálf til jólagjafirnar. Með því móti komumst við hjá því að hlaupa milli verslana á Þorláksmessu með streituglampann í aug- unum og heimatilbúnar jólagjafir fara betur með budduna. Fyrir utan það að jólagjafirnar verða allt öðru vísi en þær sem við erum vön að gefa, því hver kannast ekki við að gjafirnar verða oft ansi keimlíkar frá ári til árs, bók fyr- ir mömmu og pabba, geisladiskar fyrir tán- inginn, skyrta og bindi fyrir eiginmanninn o.s.frv. Þannig að nú er bara að hefjast handa. ÓVENJULEGAR JÓLAGJAFIR Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson BÚÐU TIL ÞÍWAR EIGIN JQLABÆKUR Því ekki að bæta eigin bókafram- leiðslu í jólabókaflóruna? Setjast niður við tölvuna, eða með blað og marglita penna, láta hugann reika, rifja upp ýmsa atburði sem gerst hafa í gegnum tíðina og koma þeim niður á blað. Hér koma nokkrar hugmyndir um efni og bókartitla. BRQT ÚR ÞVÍ BESTA Flest börn gera mikið af því að skrifa sögur og vísur og skreyta með myndum í sterkum og fallegum litum. Margar mömmur hafa geymt þessar litlu hug- smíðar eins og sjáaldur auga síns til minningar um listræna hæfileika dóttur- innar/sonarins. Væri nú ekki aldeilis frábær jólagjöf að safna þessum verkum saman, líma þau á blöð og binda inn á einfaldan hátt? Það má svo lesa upphátt úr bókinni fyrir gesti í jólaboðinu! PERLUR BÓKHTAHA Ein skemmtilegasta jólagjöf sem ég hef séð er bók nokkur sem fátækur námsmaður í Bandaríkjunum gaf vin- konu sinni á Islandi. Hann blaðaði í öll- um uppáhaldsbókunum sínum, skáld- sögum og ljóðabókum, tók úr bókunum fallegustu ljóðin og setningar. Hann prentaði þetta úr tölvunni á fallegan pappír, keypi stífan pappa og notaði fyrir bókarkápu og skreytti fallega. Við- takandinn lítur á þessa bók sem falleg- ustu og dýrmætustu jólagjöfina sem hún hefur nokkru sinni fengið. ÞETTA SÖGÐU GÓÐIR MEIUN 06 K0l\IUR Á GÓÐRI STUIUD: Safnaðu saman öllum gullkornum sem hafa hrokkið upp úr viðtakandanum, vinum hans og fjölskyldumeðlimum. Ymsir vinahópar og fjölskyldur eiga sínar tilvitnanir og orðatiltæki sem hafa orðið til við skondnar kringumstæður og ganga eins og rauður þráður í gegn- um allar viðræður. Það er ekkert að því að eiga slíkar tilvitnanir saman konar á einum stað og hlæja að þeim saman. BESTU BRANDARARIUIR Tíndu saman alla uppáhaldsbrandara þína og vina þinna. Þú getur skrifað mjög fræðilegan formála og gjarnan skipt bröndurunum upp í kafla, t.d. Ijóskubrandarar, tvíræðir brandarar o.s.frv. Þessar gjafir kosta litla peninga, eini kostnaðurinn er pappírin og umbúðirn- 44

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.