Vikan


Vikan - 20.12.1998, Side 51

Vikan - 20.12.1998, Side 51
ar en slíkt gerist eingöngu þegar enginn er heima við. Hún segir ekkert við því að gera og ekki sé unnt að hafa kirkjuna opna þannig að ferðamenn komist þar inn án hennar vitundar. Góð umgengi um kirkjuna skipti miklu máli og ekki sé viðeigandi að ferða- menn á skítugum göngu- skóm fari þar inn rétt áður en leiða eigi brúði í hvít- um kjól upp að altarinu. Það virðist samræmast illa í hugum fólks að tala um kirkju og peninga í einu vetfangi. „Kirkjan á stöðugt að taka á sig meiri skyldur án þess að fá eins mikið inn og áður og það gengur ekki upp. Eg sá, ekki fyrir löngu síðan, tal- að um að hafa kirkjur meira opnar, og uppákom- ur í þeim, í sambandi við kristnitökuhátíðina árið 2000 en ég spyr hver á að borga það? Þegar eitthvað kemur við pyngjuna hjá fólki, eru hlutirnir aldrei hugsaðir til enda.“ Aðal- steina nefnir að ferðaskrif- stofur geri t.d. ekki ráð fyrir því í skipulögðum ferðum sínum, þar sem kirkjan er heimsótt, að borga þurfi ákveðið gjald svo að ferðamenn komist þar inn. Jafnvel þó að eig- endur kirkjunnar viti ekki af væntanlegum hópum og heimsóknin kosti þá tíma. í þessum tilfellum reki farastjórar upp stór augu, þó upphæðin sé ekki nema hundrað krónur á mann- inn, en þeir peningar fara t.a.m. í hreingerningar. „Mér þykir undarlegt að fólk geri verður út af hundrað krónum, sem það þarf að borga inn í fallega og merkilega kirkju sem það skoðar, þegar það sér ekki eftir peningunum inn á söfn sem það heimsækir. í mínum huga og margra annarra er Grundarkirkja ekki síður merkileg en hvert annað safn. Það er því eðlilegt að við þurfum að láta borga inn í kirkj- una til að eiga fyrir dag- legum rekstri hennar eins og gert er alls staðar ann- ars staðar.“ Lítið jólatrá hleypir jólunum inn Fegurð kirkjunnar gerir það að verkum að óþarfi er að skreyta hana sér- staklega fyrir jólin. Vaninn er þó að setja upp lítið jólatré til að hleypa jólun- um inn en þegar þau nálg- ast færist mikið líf í kirkj- una á Grund. Aðalsteina segir að fólk í sveitinni sé duglegt að mæta, og bekk- urinn sé þétt setinn í að- ventumessunni sem og í jólamessunum en það er séra Hannes Örn Blandon sem þjónar í kirkjunni og er Aðalsteina ánægð með þjónustu hans. „Það er óskaplega gaman að eiga kirkju og þá sérstaklega kirkju sem faðir minn á heiðurinn af. Kirkjan er líka óskaplega falleg og að sjálfsögðu þykir mér hún sú fallegasta á landinu.“ Framhald af bls. 25 Mugu áruni siðar < ‘ . ; sagði hún og hló. „Kitty tók þessa mynd og ég stal henni.“ Donald beygði sig yfir myndina: „Þetta er ekki ég“ „Víst ert þetta þú. Hún var tekin í Frontenac sumarið sem við....“ Hún hikaði. „ ...sem við stálumst stundum niður í hellinn." „Hellinn?" Hann reyndi að muna eftir hellinum og rýndi betur í myndina.,, Eg var bara þrjá daga í Frontenac. Þetta er ekki ég, þetta er Donald Bowers. Við vorum svolítið líkir sem krakkar“ Hún starði á hann með undrunarsvip og hallaði sér ögn frá hon- um í sófanum. „ En þú ert Donald Bowers, er það ekki?“ Röddin var klemmd og óróleg: „Nei, ég sé það núna, þú ert Donald Plant!" „ Já, ég kynnti mig í símanum“ Hún var staðin upp og það var skelfing í svipnum. „Plant, Bowers. Ég hlýt að vera orðin vitlaus! Kannski að ég ætti ekki að fá mér í glas svona ein að kvöldi. Hvaða vitleysu er ég búin að vera að rausa yfir þér.“ Hann reyndi að ná tökum á tilfinningum sínum. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hann og fletti áfram í albúminu. Myndirnar birtust fyr- ir augum hans, ein og ein. Frontenac, hellirinn, Donald Bowers og hún. Setningar kvöldsins endurómuðu í huga hans. „ Það varst þú sem vísaðir mér á bug en ekki öfugt.“ Nancy talaði við hann úr hinum enda stofunnar. „Ekki segja neinum frá þessu. Svona sögur breiðast út eins og eldur í sinu og það er engin leið að stoppa þær.“ „ Þetta er ekkert til frásagnar,“ sagði hann og hélt áfram að kljást við hugsanir sínar. Hún hafði þá ekki verið nein fyrirmyndar- stúlka. Allt í einu fylltist hann óskiljanlegri afbrýðisemi í garð Donald Bowers. Hann sem hafði vísað afbrýðisemi burt úr lífi sínu fyrir fullt og allt. Walter Gifford var ekki lengur til í huga hans. Hann gekk yfir gólfið í áttina að henni og tók utan um axlir hennar. „ Kysstu mig aftur Nancy.“ En hún sneri sér undan og dró djúpt andann. „Ertu ekki að missa af fluginu?“ „Flugið skiptir engu máli. Þú ert...“ „ Gerðu það fyrir mig að fara,“ sagði hún og röddin var köld og fráhrindandi. „Reyndu að setja þig í mín spor.“ „Þú lætur eins og þú þekkir mig ekki. Manstu ekki eftir mér Nancy?“ „Ég man vel eftir þér. Það er bara orðið svo langt síðan við þekktumst. Á ég að hringja á leigubíl fyrir þig?“ Rödd hennar var ákveðin og hörð. Á leiðinni út á flugvöllinn horfði Donald blindum augum út í náttmyrkrið. Hann var kominn til sjálfs sín, en hann myndi aldrei gleyma þessu atviki í lífi sínu. Vélin tókst á loft og farþegarnir, sem flestir voru á leið heim í jólaleyfi, hlaðnir pinklum, fylltust til- hlökkun og ró í hinum einangraða heimi háloftanna. Þar sem hann sat við gluggann gerði hann sér loks grein fyrir hvaða stefnu líf hans hafði tekið þessar klukkustundir sem hann stoppaði í gamla heimabænum sínum. Um stund hafði hann bæði verið lítill drengur og fullorðinn karlmaður, óskiljanleg blanda af saklausu barni og einmana manni í leit að ást. Donald fannst hann hafa týnt hluta af sjálfum sér í litla bænum. Lífið hafði kennt honum að stór hluti af tilverunni er að missa það sem maður hefur átt. Hann vissi að hann myndi jafna sig á þessu með tímanum, hann var á leiðinni heim og jólin voru að koma. Þýðing: Jóhanna Harðardóttir 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.