Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 10
Texti: Róbert Róbertsson
Myndir: Hreinn Hreinsson
Þeir hittast alltaf á
þriðjudagskvöldum og
fara í gufubað saman í
gömlum skúr í Naut-
hólsvik. Þetta er hópur
um 15 karlmanna á
besta aldri, að því er
þeir segja sjálfir. Þeir
koma úr öllum stéttum
samfélagsins, leigubíl-
stjórar, verslunar-
menn, múrarar og
skemmtikraftar. Þeir
segjast vera elítan í
samfélaginu. Blaða-
maður og Ijósmyndari
Vikunnar litu við í
Nauthólsvík síðastliðið
þriðjudagskvöld en þá
hélt þessi virðulegi
karlaklúbbur Þorrablót
í gufubaðinu.
Pungsveittir! Það drýpur
sviti af köppuniiiii í gufu-
baðsklefanuni ng ekki skrít-
ið því hitinn er niikill í klef-
aniiin. Þeir sýna karl-
nieiinsku og gefast ekki
upp fyrr en þeir eru oðnrir
alveg pungsveittir.
Naniini nanini! Það var
tekið vel til inatarins og ef
niarka niá þcssa niynd þá
smakkaðist sviðakjaniniinn
greinilega vel.
Karlaklúbbur sem hittist alltaf í gufubaði í Nauthólsvik á p
PUNGSVEITTIR
GLEÐIMENN í GUFU
Kapparnir tínast inn í
gufubaðskúrinn
einn af öðrum.
„Einhverjir verða seinir í
kvöld en þeir mæta flestir
fyrst það er matur og vín á
boðstólnum,“ segir Þórar-
inn Björnsson bifvélavirki
og gufubaðsstjóri en þá
nafnbót hefur hann fengið
hjá hinum strákunum. Þetta
er í fyrsta skipti sem klúbb-
urinn heldur Þorrablót en
Þórarinn upplýsir blaða-
mann að stærstur hluti
hópsins hafi hist þarna í
gufunni í tæp tvö ár. Þeir
sem eru komnir skreppa inn
í heitt gufubaðið. Það drýp-
ur sviti af hverjum manni en
þarna er karlmennskan í
fyrirrúmi og menn gefast
ekki upp fyrr en þeir eru
orðnir alveg pungsveittir. Þá
er haldið í hrútspungana og
öll herlegheitin sem bíða
frammi í ytri stofunni.
„Þetta er hópur gleði-
manna. Það má segja að við
séum helgir gleðimenn,“
segir André Bachmann,
þekktur tónlistarmaður og
gleðigjafi, við blaðamann og
bætir við: „Við tölum um
þjóðfélagsmálin, konur og
allt sem okkur dettur í
hug.“ Þórarinn segir: „Okk-
ur datt í hug að lífga aðeins
upp á hversdagsleikann.
Nokkrir okkar keyrðu
leigubíla hjá Steindóri í
gamla daga og það er kjarn-
inn sem byrjaði að fara í
gufubað hérna. Síðan hafa
nokkrir bæst í hópinn.
Menn hittast hérna, segja
sögur, gera að gamni sínu
og skilja áhyggjurnar eftir
heima. Það fljúga margar
skemmtilegar sögur hérna.“
Þar er Þórarinn ekki að
ýkja. Ein sagan fýkur í loft-
ið um kunningja þeirra sem
er að selja fiskimjöl. „Hann
hitti Kínverja sem vildi
kaupa fiskimjöl og kunning-
inn var mjög feginn. Þar til
hann heyrði pöntunina sem
hljóðaði upp á 230 þúsund
tonn af fiskimjöli. Hann
hefur ekki reynt að selja
síðan.“ Þeir hlæja að sög-
unni og gantast með það
hve markaðurinn er lítill á
íslandi.
Náttúruhamfarir í
svefnherginu
En strákarnir bíða greini-
lega spenntir eftir Helga
Aöalsteinssyni vörubílstjóri
sem þeir segja þeirra besta
sögumann. „Ég var að frét-
ta að Helgi er bensínlaus
suður í Hafnarfirði,“ segir
einn þeirra og þeir hlægja
allir hressilega að því. Það
er talað um húsnæðisverð
og náttúruhamfarir.
„Talandi um náttúruham-
farir. Um daginn var allt í
einu sprunga í einum glugg-
anum á svefnherberginu.
Nágrannakonan tók eftir
því og spurði mig hvort
þetta væri eftir náttúruham-
farir. Ég varð auðvitað mjög
stoltur yfir því að ég gæti
ennþá framkallað svona
hluti í svefnherberginu,"
segir Páll Steinarsson sölu-
maður og fær góð viðbrögð
frá félögum sínum. Þorra-
maturinn bragðast vel og
menn fá sér í staupinu,
svona rétt til að halda á sér
hita eftir að komið er út úr
gufunni. Helgi er kominn í
hús og það hýrnar yfir
mönnum. Reyndar hefur
fjölgað nokkuð í hópnum
sem telur nú 14 menn auk
gestanna tveggja frá Vik-
unni. „Þetta er sennilega
metmæting,“ segir gufu-
baðsstjórinn og fær sér sopa
af bjór til að skola niður há-
karlsbita.
Helgi og viðhaldið
Helgi segist hafa lent í ótrú-
legu atviki um daginn:
„Þetta var föstudagur og ég
ætlaði að fara í fertugsaf-
mæli um kvöldið með við-
haldinu. Ég ákvað að láta
klippa mig og dreif mig til
rakara í Hafnarfirði. Ég
mætti rétt fyrir klukkan sex.
Það er mikil gleði hjá karlaklúbbnum sem hitt-
ist vikulega í gufubaði í Nauthólsvík. Þarna
koma kapparnir saman til að segja sögur, gera
að gamni sínu og hlæja. Þeir skilja áhyggjurnar
eftir heima. Svona eiga karlakvöld að vera,
skemmtilegt grobb og gamansögur í bland við
hákarl og guðaveigar.
10