Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 39

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 39
Hugmyndir o g uppskriftir Fermingin er ein af stóru stundunum í lífi margra og halda því flestir veislu af því til- efni. Tími ferminganna nálgast óðfluga og er því ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvað gera skal. Hér á eftir kemur hugmynd að uppsetningu fermingarhlaðborðs og veitingum. í þessu tilfelli er fermingarbarnið hjólabrettastrákur, og þótti því við hæfi að nýta brettið í skreytinguna til að minna á hver væri í aðalhlutverki á þessum merka degi, þ.e.a.s. fermingarbarnið sjálft. Skemmtilegt getur verið að búa til spjöld með nöfnum gestanna og t.d. einhverjum málshætti eða spakmæli aftan á eða inni í. Þetta má t.d. hengja á glösin (sjá myndir bls. 40 og 42). Munnþurrkurnar má brjóta á margvíslegan hátt og í þessu tilviki er notað brot sem hefur þann eiginleika að hægt er að leggja hnífapörin inn í eins og vasa. Séu notaðar bréfmunnþurrkur eru Dunilin frá Duni afar hentugar og fást þær í mörgum mynstrum og litum, m.a. í Nýkaup í Kringlunni. Lagt var upp með það að leiðarljósi að hafa allt mjög einfalt, gott og skemmtilegt. Veitingarnar eru því eitthvað sem allir geta gert án mikillar fyrirhafnar. Umsjón: Marentza Poulsen Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Frísklegur forréttur rœkjur ¥ w gul melóna salatblöð sítrónumelissa til skrauts Sósa: 1 dós sýrður rjómi (18%) 1 lítil krukka rauður kavíar Hrærið varlega saman. Aðferð: Búið til kúlur úr melónunni með þar til gerðu kúlujárni sem fæst m.a. í Húsasmiðjunni. Setj- ið salatblað í hverja skál Ú ásamt rækjum og melónu- I % kúlum. Setjið eina skeið af sósu í miðjuna. Skreytið með sítrónumelissu og smá- vegis af rauðum kavíar. Berið fram með ristuðu brauði og limesneiðum (eða sítrónusneiðum). Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.