Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 39

Vikan - 01.03.1999, Side 39
Hugmyndir o g uppskriftir Fermingin er ein af stóru stundunum í lífi margra og halda því flestir veislu af því til- efni. Tími ferminganna nálgast óðfluga og er því ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvað gera skal. Hér á eftir kemur hugmynd að uppsetningu fermingarhlaðborðs og veitingum. í þessu tilfelli er fermingarbarnið hjólabrettastrákur, og þótti því við hæfi að nýta brettið í skreytinguna til að minna á hver væri í aðalhlutverki á þessum merka degi, þ.e.a.s. fermingarbarnið sjálft. Skemmtilegt getur verið að búa til spjöld með nöfnum gestanna og t.d. einhverjum málshætti eða spakmæli aftan á eða inni í. Þetta má t.d. hengja á glösin (sjá myndir bls. 40 og 42). Munnþurrkurnar má brjóta á margvíslegan hátt og í þessu tilviki er notað brot sem hefur þann eiginleika að hægt er að leggja hnífapörin inn í eins og vasa. Séu notaðar bréfmunnþurrkur eru Dunilin frá Duni afar hentugar og fást þær í mörgum mynstrum og litum, m.a. í Nýkaup í Kringlunni. Lagt var upp með það að leiðarljósi að hafa allt mjög einfalt, gott og skemmtilegt. Veitingarnar eru því eitthvað sem allir geta gert án mikillar fyrirhafnar. Umsjón: Marentza Poulsen Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Frísklegur forréttur rœkjur ¥ w gul melóna salatblöð sítrónumelissa til skrauts Sósa: 1 dós sýrður rjómi (18%) 1 lítil krukka rauður kavíar Hrærið varlega saman. Aðferð: Búið til kúlur úr melónunni með þar til gerðu kúlujárni sem fæst m.a. í Húsasmiðjunni. Setj- ið salatblað í hverja skál Ú ásamt rækjum og melónu- I % kúlum. Setjið eina skeið af sósu í miðjuna. Skreytið með sítrónumelissu og smá- vegis af rauðum kavíar. Berið fram með ristuðu brauði og limesneiðum (eða sítrónusneiðum). Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.