Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 24
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Förðun: Erla Björk og Sigga hjá Face %S Ekki passa allir hattar. Síðustu ár hafa íslensk- ar konur lítið gengið með hatta. Þegar amma var ung voru hattar hins vegar svo nauðsynlegur hluti af daglegum klæðnaði að kona þótti nánast nakin færi hún út án þess að bera hatt eða annað höfuðfat. Höfuðfat var sjálfsagt að bera við jarðarfarir, annað var óvirðing við hinn látna. Allar konur áttu hversdag- hatta en þær efnaminni skreyttu þá gjarnan fjöðrum eða borðum til að gera þá sparilegri þegar á þurfti að halda. Sparihattur var reyndar svo nauðsynlegur að eiga að vinnukona ein í Reykjavík eyddi eitt sinn mánaðarlaunum sínum í að koma sér upp einum slík- um. Þá, eins og nú, reyndi á útsjónarsemi og handlægni kven- na í því að halda við gamla hattinn þegar á þurfti að halda. Hattagerð var virt iðn- grein og kennd í Iðnskólan- um. Um tíma voru reknar átta hattabúðir í Reykjavík og hattagerðarverkstæði í tengslum við þær allar. Úti um landið var einnig blóm- leg hattagerð. Verk- stæði var á Isafirði, austur á fjörðum og á Akureyri. Á Englandi er mikil hefð fyrir notkun hatta bæði meðal karla og kvenna. Konur á Bretlandi mæta sjaldan hattlausar í brúðkaup eins og sást vel í myndinni Fjög- ur brúðkaup og jarðarför sem margir muna eftir. Ascot veðreiðarnar eru þá ekki síður þekktur vett- vangur til að bera höfuðfat og helst eins stórt og of- skreytt og hægt er. Húfur, alls konar, eru hins vegar mikið notaðar á ís- landi og ekki þykir tiltöku- og endur- skapa Inga María: Sko, ég hefði átt að verða flugfreyja. Hvað var ég að spá í leiklist. Svona bátar hæfa mér alveg. Guðrún: Mér finnst þessar fjaðrir svo sætar. Ef maður er að þessu á annað borð því þá ekki að fara alla leið og fá sér fjaðrahatt. Svei mér þá, ég held það hafi bæst við nýr útgjaldaliður. Kristín Helga: Svona fjaðrir eru einmitt á jólahattinum mínum. 24 Vikan Inga María: Æðislegt, þetta er málið. Beðið eftir ellinni. Kristín Helga: Maður gæti beðið í marga klukkutíma eftir ellinni eða bara strætó því ekki yrði manni kalt á höfðinu. Guðrún: Já, jafnvel staðið á þjóðveginum og beðið eftir Norðurleiðarrútunni. Inga María: Maður getur mótað þetta að vild. Kristín Helga: Já og getur alveg hætt að greiða sér ef mað' ur hefur svona húfu. Guðrún: Flottur þessi kósakkastfil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.