Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 26
Inga María: Ég verð með vín- rauðan hatt, þú getur þekkt mig af netinu á hattinum. Kristín Helga Gunnars- dóttir fréttakona og rithöf- undur, Guörún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar Háskólans og Inga María Valdi- marsdóttir leik- kona, sem leikur nú m.a. í Mýs og menn í Loft- kastalanum og Mávahlátri í Borgarleikhúsinu, eru engar sérstakar hattakonur, en þær voru til í að máta hatta fyrir Vikuna. Kristín Helga hefur haft áhuga á höttum í mörg ár þótt hún gangi ekki með þá hversdags. „Ég á jólahatt frá árinu 1940 sem ég erfði eftir ömmu mína,“ segir hún. „Hann er skreyttur strúts- fjöðrum en ég set hann bara upp á jólunum. Þess á milli er hann geymdur í kassa. Ég vek ævinlega mikla at- hygli í kirkjunni vegna hattsins. Maðurinn minn sem er ungur maður gengur hins vegar alltaf með hatt og hefur gert árum saman. Hann er meira að segja með hatt við skíðaúlpuna sína. Svona Indíana Jones hatt. Fólk á til að segja; „Jáhá! Enn með hattinn", þegar það rekst á hann á förnum vegi. Það er eins og það ætli aldrei að venjast þessu.“ „Manni finnst maður svo puntaður með hatt,“ segir Guðrún. „En ég kannast við þetta með föt sem að- eins eru notuð á jólunum. Mamma átti pils úr rauðu flaueli og svarta blússu sem hún var aðeins í á jólunum.“ „Ég var alltaf með hatt þegar ég var lftil,“ segir Inga María, „en hætti því alveg eftir að ég varð full- orðin.“ Það kom konunum öllum á óvart þegar þær stigu inn í Hattabúðina Höddu á Hverfisgötu hversu fallegir og vandaðir hattarnir þar eru. Ekki var það síður óvænt ánægja að uppgötva að hattarnir klæddu þær all- ar einstaklega vel og margir fóru vel við fötin þeirra. Kristín Helga hafði orð á því að í hattabúð væri ekki hægt að hlaupa inn í og strax út aftur. Þar yrði að gefa sér tíma til að máta, skoða og spekúlera, líkt og þegar myndlist er valin á veggi heimilisins. Guðrún skaut þá inn í að val á hatti væri jafnvel tímafrekara en að velja sér maka. Makan- um gæti maður skilað en erfiðara væri að losa sig við notaðan hatt. Kristín Helga: Þessi klæðir þig mjög vel Guðrún. Þetta er ekta hattur til að vera með við kon- unglegar jarðarfarir eins og þegar Díana prinsessa var jarðsett. Guðrún: Við verðum allar með hatta hér eftir. Inga María: Þetta er svona bleikur Inga María: Þetta er það brúðkaupshattur. sem koma skal. Langamma Kristín Helga: Ef þú mættir með þenn- var alltaf með svona túrban. an í brúðkaup og í síðum bleikum kjól myndirðu skyggja á sjálfa brúðina. Inga María: Éf einhver bæði mín setti ég þennan upp. Kristín Helga: Já, þetta er góður brúð- arhattur við svona rjómatertukjól. Kristín Helga: Ég er ofsalega hrifin af svona Ascot-höttum. Þessum barðastóru með allskonar skrauti allan hringinn. 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.