Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 7
Erlendu konurnar sainun konmar í stofunni. Frá vinstri:
Karen frá Kanada, Sonja frá Þýskalandi, Vicky frá
Kanada, Nadia.dóttir Vickyar, Margo, Ruth frá Þýska-
landi og Sara frá Englandi.
gott að geta talað saman um þessi
mál.
Það eru vissir hlutir sem þær
hafa greinilega þurft að ræða sín á
milli og þessi þættir eru ofarlega í
huga þeirra. Skólamál og agi er
eitt þeirra. Það er greinilegt að
agaleysið í skólakerfinu fer í taug-
arnar á þeim og þær eiga erfitt
með að kyngja því. Það sama má
segja um óstundvísi íslendinga,
hún fer líka í taugarnar á þeim.
Þetta er nokkuð sem allar kon-
urnar segjast illa geta sætt sig við.
Og svo eru það drykkjusiðirnir;
„Eg skil þetta ekki, hér drekka
menn bara til að verða fullir. Ég
kann alls ekki við að fara og fá
mér einn bjór eða eitt hvítvínsglas
um miðjan daginn eins og ég gerði
stundum þegar ég var heima,"
segir ein þeirra. „ Mér fyndist ég
vera fyllibytta og ég er viss um að
allir aðrir héldu það líka."
„Ég sakna þess líka," segir önn-
ur. „Ég vildi geta farið og sest nið-
ur á pöbbinum öðru hverju og að
öllum fynist það sjálfsagt."
Umhverfismálin eru einn af
þeim þáttum sem þær ræða sín á
milli. „Ég varð mjög hissa á því
hvað lítill áhugi er á náttúruvernd
og umhverfismálum hér. Mér
fannst ég hafa farið afturábak f
tíma þegar ég kom hingað. Það
eru mjög fáir sem láta sig um-
hverfið varða og fólki finnst sjálf-
sagt að ganga eins um landið og
þvf sýnist. Þetta er mér mjög
framandi og mér finnst þetta
hættulegur hugsunarháttur," segir
önnur.
Umferðarmenningin vekur líka
umræður meðal kvennanna. „Ég
varð alveg gáttuð á öllum þessum
bílum hér. Þeir eru svo ofboðslega
margir miðað við mannfjölda og
menn keyra bæði mikið og hratt.
Svo var annað sem stakk mig; er-
lendis fer fólk út í náttúruna þeg-
ar gott er veður og kemur sér fyrir
þar og nýtur dagsins, en hér fara
menn út að keyra. Menn þeysast
langar vegalengdir í bílum og
horfa út um gluggana í
stað þess að vera úti.
Veðrið er líka rætt mik-
ið og konurnar hafa allar
skoðun á því. Sumum
finnst kalt og öðrum ekki,
en allar eru þær sammála
um eitt, - rokið og rign-
inguna. Því er erfitt að
kyngja á stundum.,, Ég
get orðið rosalega leið á því. ís-
lendingar taka þessu öllu með
jafnaðargeði og það lærist von-
andi með tímanum. Hér lifa menn
fyrir daginn og það ríkir þess hátt-
ar hugarfar hér Vandamálin eru
yfirleitt afgreidd á mjög einfaldan
hátt á íslandi: „Þetta lagast allt!”
„Gildismatið hér er gjörólíkt
því sem við flestar þekkjum. Ég
varð alveg hissa þegar ég kom til
Islands. Hér voru allir eins og
klipptir út úr tískublaði. Allir svo
flottir og fínir. í svona fámenni vill
fólk ekki skera sig úr fjöldanum
og allir vilja vera eins." Þettaer
ein af þeim staðreyndum sem er-
lendu konurnar standa frammi
fyrir sem mæður á fslandi. Nadia,
dóttir Vickiar, segist oft hafa
fundið fyrir því að vera alin upp
„öðruvísi". „Jú, jú, stundum hef
ég fundið fyrir því að mamma er
ekki eins og hinar mömmurnar.
Mér fannst verst þegar hún var að
rífast í símann við kennarann og
talaði svo vitlaust! segir Nadia og
brosir. Hún hefur samt greinilega
komist klakklaust í gengum upp-
eldið, og segir að það hafi li'ka
stundum verið gott að hafa fengið
að sjá lífið frá víðara sjónarhorni.
Andri, sonur Margo, tekur undir
þá skoðun.
Ég spyr konurnar hvers þær
sakni mest að heiman og svörun-
um rignir yfir mig. Það eru trén,
íkornarnir og hin litlu smádýrin í
bæjunum, ilmurinn af skóginum,
jafnvel pöbbarnir. Þær skemmta
sér konunglega yfir þessum um-
ræðum og hlæja mikið. Þrátt fyrir
ólík viðhorf hafa þær fullan skiln-
ing á íslenskum aðstæðum, enda
eru þær flestar fyrir löngu búnar
að aðlaga sig þeim.
Þótt þær hafi ýmislegt við siði
sinnar nýju þjóðar að athuga þá
eru þær mjög meðvitaðar um það
góða hér og það er margt sem þær
eru ánægðar með.
„ Mér finnst gott að vita til þess
að hér týnist rnaður ekki í fjöldan-
um. Fólk tekur eftir því þegar ég
fer héðan og þegar ég kem til
baka. Hér er maður eitthvað. Það
er líka auðvelt að fylgjast með
krökkunum, Maður veit hvar þau
eru og hvað þau eru að gera. Þau
geta ekki horfið í fjöldann heldur.
Samkenndin hér er líka mikil, það
er tiltölulega auðvelt að eignast
kunningja en það er erfiðara að
eignast vini hér.
Lundinn er ofarlega á vin-
sældalistanum og það sama má
segja um eldfjallið og náttúruna í
Eyjum og á íslandi almennt. Þær
elska náttúruna og hugsa mjög
Iíkt og innfæddir Islendingar.
Það er ekki hægt að sitja í stofu
í Vestmannaeyjum án þess að
Keikó komi til tals. Þær segjast lít-
ið frétta af honum nema úr fjöl-
miðlum og hafa allt annað viðhorf
til hans en þeir útlendingar sem
við venjulega heyrum tjá sig um
hvalinn.
„ Hann er bara gæludýr og
hann á að fá að lifa þannig. Nú er
verið að reyna að venja hann af
samskiptum við manninn. Það er
illa gert að taka af honum það
sem hann hefur alist upp við.
Hann getur ekki lifað sem villt
sjávardýr, það er löngu orðið of
seint. Ef maðurinn tekur villt dýr
úr sínu náttúrulega umhverfi veð-
ur hann að axla þá ábyrgð á heið-
arlegan hátt."
Konurnar sem eru staddar í
boðinu tala allar íslensku þótt þær
séu mislangt á veg komnar. Allar
kenna þær börnunum sínum
móðumál sitt þótt þau læri auðvit-
að íslensku í umhvefinu. Börnin
tala oft móðurmál sitt við þær og
sums staðar er það tungumál not-
að á heimilinu. Annars staðar er
töluð íslenska dags daglega á
heimilunum.
Vicky og Margo hafa verið hér
lengst og tala óaðfinnanlega fs-
lensku þótt þær noti enskuna jafn-
framt. „Ég tel á ensku, ég hef
heyrt að ef fólk viti ekki hvort
tungumálið er þvf nærtækara eigi
það að leiða hugann að því hvort
málið það notar við að telja. Það
tungumál sem maður notar við að
telja er móðurmálið."
„Það er auðvelt að læra að tala
við fólk en það er verra að læra að
lesa og fylgjast með útvarpi og
sjónvarpi. Það tók mig tuttugu ár
að læra að hlusta á útvarp án
áreynslu," segir Margo.
Margo og Vicky vinna báðar að
handverki og vinna í Gallerí
Heimalist. Af hverju skyldu svo
margar erlendar konur vinna að
íslensku handverki eins og raun
ber vitni?
„Það er ekkert skrýtið, segir
Vicky. „Ég rak mig mjög fljótt á
það að ég gat hvergi fengið neitt
til að senda vinum og ættingjum
heima. Það var einfaldlega ekkert
úrval af slíkum hlutum hér í þá
daga. Maður varð að gera þá sjálf-
ur og þannig byrjar þetta eflaust
hjá mörgum."
Vikan 7