Vikan


Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. Geturðu byrjað hér síðdegis á morgun? Allt í lagi. Hvar viltu að ég byrji? í leikherberginu. Hvenær heldur þú að það geti verið tilbúið? Eftir svona þrjár vikur, sagði hann hikandi. Það verður að vera tilbúið fyrr. Þá verð ég að ráða mér að- stoðarmann, sagði Rustý. Hún hristi höfuðið. Ég kæri mig ekki um ókunnugt fólk í húsinu. Geturðu ekki unnið eftirvinnu? Ég borga með glöðu geði allan aukakostn- að. Rusty horði á hana undr- andi. Hvað meinti hún með því að hún vildi ekki hafa ókunnugt fólk í húsinu? Hvar var hann sjálfur annað en ókunnugur maður? Fínt, sagði hann svo. Ef ég vinn yfirvinnu verður leikher- bergið tilbúið eftir tvær vik- ur. Er það í lagi? Fínt, sagði Viktoría. Viktoría náði í glasið með svefnpillunum. Læknirinn hafð hafði gefið henni lyf- seðil eftir aðgerðina. Hún hafði endurnýjað lyfseðilinn fjórum sinnum og aldrei tek- ið svo mikið sem eina pillu sjálf. Það hafði verið nóg að gefa Bobby þrjár pillur, tíu mínútum seinna var hann steinsofnaður. En Sam var stærri og sterkari. Hún tók fimm græn hylki úr glasinu. Hún stakk gati á þau með nál og hellti vökv- anum í bolla sem hún lagði á náttborðið. Því næst opnaði hún pappakassa sem var geymdur í fataskápnum og horði á byssuna sem pabbi hennar hafði notað þegar hann var í lögreglunni. Nei, líklega þurfti hún ekki á henni að halda. Ekki enn- þá. Hún lét byssuna eiga sig en tók upp handjárn og snæri. Gestur númer tvö var senn væntanlegur. Sam Regis lagði bílnum fyrri utan Valley Road númer sautján, gekk upp tröppunar og hringdi dyrabjöllunni. Hann mundi eftir húsinu og veislunni sem yminnst á. Guð minn góður, hugsaði hann, við höguðum okkur eins og drullusokkar. Aum- ingja stelpan! Dyrnar opnuðust og þar með fuku allar minningar um veisluna út í veður og vind. Konan sem stóð í dyr- unum var eins og gyðja, klædd engu nema næfur- þunnum náttkjól. Þú hlýtur að vera Sam Reg- is, rafvirkinn, sagði hún. Rustý hefði getað varað hann við! Já frú, svaraði hann og gat ekki slitið aug- un af henni. Komdu inn. Kallaðu mig bara Viktoríu. Eins og ég sagði þegar ég hringdi í morgun þá bað Rustý Erlich mig að ... Hún gekk á undan honum inn í eldhúsið. Ég ætlaði einmitt að fara að fá mér kaffi, má ekki bjóða þér bolla með mér? Ja, ég veit ekki.. Hún hló hljóðlega, hellti í bolla og rétti honum. Þú hlýtur að hafa tíma til þess að spjalla svolítið áður en þú hefst handa? Eitthvað í augnráðinu fékk hann til þess að hitna og kólna á víxl. Ég hefði ekkert á móti því, sagði hann. Við gætum kannski... Hún hallaði sér áfram og lagði fingur á varir hans. Það er sófi niðri en fyrst langar mig að kynnast þér aðeins betur. Smá bið gerir hlutina meira spennandi. Svei mér þá ef konan er ekki með brókarsótt, hugs- aði Sam. Hingað til hafði hann aðeins lesið um þannig konur! Hvílíkur dagur! Hann fékk sér stóran sopa af kaffinu. Eins og þú vilt, sagði hann rámri röddu. Um hvað eigum við að tala? Síminn hafði hringt lengi þegar Viktoría loksins svar- aði. Halló, sagði hún andstutt. Sæl, þetta er Elaine. Manstu eftir mér? Þú komst í búð- ina mína... Auðvitað man ég eftir þér, sagði Viktoría. Þú er lafmóð, er ég að trufla Þig? Nei, þetta er allt í lagi, ég var einmitt að enda við. Enda við hvað? Ekkert mikilvægt. Húsverk- in. Þar sem þú varst svo elsku- leg að bjóða mér í veisluna þína, datt mér í hug að bjóða þér upp á drykk. Það er það minnsta sem ég get gert. Viktoría hikaði. Já, sagði hún svo. Það er sætt af þér. Þér ákváðu hvar þær ætluðu að hittast og Viktoría skalf í hnjáliðunum þegar hún lagði á. Elaine hefði ekki getað fundið óheppilegri tíma til þess að hringja. Langaði hana að fara út með henni? Nú yrði hún að gera það hvort sem henni líkaði betur eða verr. Hún horfði blóðugar hendur sínar. Hún hafði ekki ætlað að slá Sam svona fast. Hún hafði orðið að grípa til ör- þrifaráða þegar svefnpill- urnar í kaffinu höfðu ekki virkað sem skyldi. Allt í einu, eins og ósjálfrátt, hafði hún gripið um lögreglukylf- una. Agnes Mills stóð við glugg- ann og sá Viktoríu setjast inn í vörubíl sem stóð fyrir utan húsið. Hún vissi að Viktoría átti ekki bílinn, hún hafði keypt bláa Hondu fyr- ir viku síðan. En hún hafði greinilega lykil að vörubíln- um. Þegar Viktoría var horfin úr augsýn fór Agnes út á göt- una og horfði döpur upp í gluggann á gamla herberg- inu sínu. Hún pírði augun. Nei, sjónin var ekki lengur sú sama. Það var sama hvernig hún reyndi. Hún gat ómögulega séð hvað það var sem sat í gluggakistunni. Viktoría fór í eldrautt vesti og horfði á brúðuna. Hugs- aðu þér Rósalía, við Elaine erum orðar vinkonur, sagði hún. Aldrei hefði ég trúað að sá dagur rynni upp. Hún mundi að áður fyrr hafði Elaine látið sem Rósalía væri ekki til. Eins og til dæmis þegar þau Rustý gengu hönd í hönd eftir skólaganginum. Rósalía stansaði og starði á Rustý og gerði sér ekki grein fyrir því að hún var fyrir þeim. Ekki fyrr en hann gekk beint á hana. Hún datt kylliflöt og missti bækurnar í gólfið. Fyrirgefðu, sagði hann. Elaine andvarpaði og sagði svo: Þetta var henni að kenna Rustý. Þessi klunni bauð upp á þetta. Rósalía var svo þurr í munn- inum að hún kom ekki upp einu orði en Rustý hjálpaði henni á fætur. Við erum að verða of sein í tíma, sagði Elaine óþolin- móð. Hún getur bjargað sér sjálf. En Rustý hjálpaði henni að tína upp bækurnar og því hafði Rósalía aldrei gleymt... Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.