Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 36
Glassúr: Notið safann sem sí-
aðist frá rabbarbaranum. Setjið
4 matarlímsblöð í kalt vatn og
látið liggja í 5 mínútur og hitið
því næst í potti við vægan hita
þar til það hefur leyst upp.
Hellið út í safann og látið
standa þar til blandan byrjar að
stirðna. Hellið þá yfir kalda
kökuna. Hægt er að skreyta
með rabarbara sem hefur verið
soðinn í sykurvatni og þannig
látinn meirna aðeins. Berið
ostakökuna fram kalda.
Rabarbarajarðar-
berjakrap
500 g rabarbari
1 dl vatn
200 g sykur
250 g fersk jarðarber
1/2 dl sítrónusafi
1 eggjahvíta, þeytt
Skerið rabarbarann í u.þ.b. 1
sm bita. Leggið hann í grunna
bökunarskúffu, stráið sykrinum
yfir og hellið vatninu í skúffuna.
Bakið næstefst í ofninum við
200°C í u.þ.b. 15 mínútur.
Hrærið upp stöku sinnum. Tak-
ið skúffuna út og látið kólna að-
eins. Síið síðan safann frá
rabarbaranum. Maukið jarðar-
berin í matvinnsluvél og hellið
rabbarbarasafanum og
sítrónusafanum saman við.
Setjið í málmform, eða bara
pott, og látið í frysti. Látið
frjósa í 2 klst. en hrærið í með
jöfnu millibili. Þá er eggjahvít-
unni bætt útí. Blandan er höfð
áfram í frysti og í fyrstu er
hrært í af og til. Krapið er til-
valið sem milliréttur eða eftir-
réttur. Gott er að hella dálitlu
af freyðivíni yfir krapið rétt
áður en það er borið fram, gef-
ur gott bragð.
Rabarbara
greipmarmelaði
11/2 kg rabbarbari
800 g sykur
2 greipaldin
1 lítið bréfrautt
melatín og 1 msk.
sykur
Þvoið rabarbarann og brytjið
fremur smátt. Setjið í pott og
hellið sykrinum yfir. Skerið
greipaldinin í tvennt og kreistið
safann yfir rabarbarann.
Hreinsið aldinkjötið og það
mesta af því hvíta úr greipaldin-
unum (það er ekki notað).
Skerið börkinn í mjóa, stutta
strimla. Bætið þeim svo saman
við rabarbarann. Hitið varlega
upp að suðu. Sjóðið í 20 mínút-
ur og hrærið stöðugt í. Melatín-
ið er blandað vel með 1 msk. af
sykri og bætt varlega út í heitt
marmelaðið. Sjóðið vel í 2 mín-
útur. Skolið glerkrukkur vel
með vel sjóðandi heitu vatni og
hellið heitu marmelaðinu í heit-
ar krukkurnar (u.þ.b. 4-5 með-
alstórar krukkur).
Rabarbari í
rjómahrísgrjónum
u.þ.b. 1/2 kg vínra-
barbari
1 1/2 dl sykttr
salt á hnífsoddi
4 msk. appelsínusafi
4 msk. vatn
1 dl hrísgrjón
(River rice)
2 1/2 dl rjómi
Hreinsið rababarann og sker-
ið í litla bita. Látið hann
meirna við hita í u.þ.b. 1 dl af
vatni með 1/2 dl af sykri. Síið
vökvann frá rabarbaranum og
setjið hann í pott ásamt 4 msk.
af vatni, 4 msk. af appel-
sínusafa, salti á hnífsoddi og 1
dl sykri. Látið sjóða. Hellið
hrísgrjónunum út í og látið þau
sjóða vægt í 16-18 mínútur.
Takið helminginn af rabarbar-
anum og blandið saman við
hrísgrjónin. Setjið hrísgrjónin
með rabarbaranum í skál og
kælið. Skreytið með hinum
helmingnum af rabarbaranum.
Þeytið rjómann og berið fram
með rabarbara rjómahrísgrjón-
unum.
36 Vikan