Vikan


Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 55
1 leiiiiilisfaiij>i() er: Mkan Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. ég væri ekki nálæg. Þetta allt varð til þess að ég brotnaði oft niður á fæðingardeild- inni og eitt sinn varð að gefa mér róandi lyf til að stilla grátinn. Hann hafði enga fasta vinnu, gerði bara við bíla fyrir vini og kunningja og eins og nærri má geta hafði hann litlar og óstöðugar tekjur af þessu. Ég sá fyrir heimilinu með minni vinnu og sá honum fyrir öllu, jafn- vel sígarettum. Hann bað mig stöðugt um peninga. Alltaf átti hann von á aurum fljótlega og þá fengi ég end- urgreitt en aurarnir komu aldrei. Eins og nærri má geta var ég orðin stór- skuldug af því að reyna að halda öllu í horfinu og reka heimilið. Ég hélt þó ávallt áfram að vera eins góð við hann og ég gat því ég trúði að þolinmæði mín og um- hyggja myndu á endanum skila sér í því að hann lærði að meta mig og myndi snúa blaðinu við. Kvöld nokkurt þegar barnið okkar var sex vikna sagði hann mér að hann ætl- aði að skjótast að- eins út með félögun- um. Eitthvað sagði mér strax að það væru ekki vinirnir sem hann ætlaði að skemmta sér með og ég sá að ein af fyrr- verandi kærustum hans kom að sækja hann. Ég vildi samt ekki vantreysta hon- um og fór róleg í rúmið um kvöldið. Klukkan fimm um morguninn hrökk ég upp og sá að hann er ókominn. Þá greip mig einhver fítons- andi og ég klæddi mig og barnið upp úr rúminu. Ég vissi að stúlkan sem hafði sótt hann bjó í Neðra-Breiðholti en ég vissi ekki ná- kvæmlega hvar. Sambýlismaður minn hafði hins veg- ar tekið hundinn sinn með sér og ég fór að þeim blokk- um þar sem ég taldi að hún byggi og kall- aði á tíkina. Hún svaraði mér fljótlega með gelti og ég hringdi hjá nágranna sem hleypti mér inn. Ég fór að dyrum hjákon- unnar og bankaði upp á en þau svöruðu ekki. Ná- grannakona hennar kom fram og spurði hvað gengi á en ég sagði að ég teldi að maðurinn minn væri inni hjá þessari konu. Hún leit þá á litla barnið okkar í barna- stólnum og sagði: „Og á hann þetta litla barn?" Ég játaði því og þá sagði hún: „Bankaðu bara áfrarn, vina mín,". Svo fór hún inn til sín og lokaði. Þau heyrðu þetta skötuhjúin og skildu að eng- an stuðning var að fá frá ná- grönnunum svo þau opnuðu dyrnar. Ég tilkynnti mannin- um að hann skyldi koma sér heim strax og hirða sitt haf- urtask því ég væri búin að fá alveg nóg. Ég snerist síðan á hæli og fór heim. Þar tók ég saman fötin hans og eigur og fleygði því út á götu. Þegar hann birtist stuttu seinna byrjaði hann að reyna að af- saka sig. „Elskan mín, láttu ekki svona. Ekkert gerðist." En vald hans yfir mér var einhvern veginn að engu orðið þessa nótt og ég hlust- aði ekki á hann heldur hélt bara áfram að fleygja hlut- unum hans á dyr. Að lokum sá hann sitt óvænna, tíndi saman eigur sínar og hunskaðist burtu. Hann hefur lítið samband við barnið sitt og ég vor- kenni honum vegna þess. Barnið sem við eigum sam- an er yndislegt og hann veit ekki af hverju hann er að missa. í dag mæti ég honum stundum á götu og hann á það til ýmist að reyna að sýna mér góðu hliðina eða þá slæmu. Augljóslega fer í taugarnar á honum að vald hans yfir mér skuli vera brostið. Hann hreytir ein- hverju í mig eins og „þú ert enn jafn feit" en ég hlæ bara að honum og svara: „Já, og mér líður vel." - „LiTsri'vnslusajía**, Seljavej»ur 2, 101 Keykjavík, Netl'anj>: vikan@('rodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.