Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 4
Kæri lesandi...
Veslings Keikó
„Mannúð okkar manna er mikil og dásamlig," segir í kvæðinu og það má
til sanns vegar færa. Ég var áferð í Vestmannaeyjum um daginn og mér
varð hugsað til þess hversu illa við stöndum okkur íþeirri ábyrgð sem
okkur erfalin gagnvart öðrum lifandi verum.
Veslings Keikó, sá víðfrægi hvalur, er gott dœmi um tvískinnunginn. Að-
standendur Keikós voru í einhverjum vandrœðum með hann í búrinu sínu
í Oregon. Einhver snillingur fékk þá frábœru hugmynd að leysa vandann
með þvíað „frelsa“ hann og koma honum heim til fjölskyldunnar á nýjan
leik. Stórkostleg lausn!
Islendingar voru nógu vitlausir (eða kœrulausir) til að taka þátt í þessum
skrípaleik og hingað er hvalgarmurinn kominn og því verður ekki breytt.
Fúlgum fjár, miklum tíma og vinnu hefur verið eytt til að „þjálfa“ hvalinn fyrir þá stóru stundþegar á að sleppa
honum lausum til fjölskyldu sinnar (sem vœntanlega bíður eftir honum rétt utan við Klettsvíkina!) en allt kemur
fyrir ekki. Keikó fer ekkert fram.
Hvernig gat nokkrum heilvita manni dottið þessi dómadags vitleysa í hug? Keikó er eins og hvert annað gœludýr.
Hann hefur ekki þurft að veiða sér til matar, það hefur verið gœlt og leikið við hann alla hans ævi og hann kann
ekki, og mun aldrei læra, að bjarga sér í hafinu.
Vita aðstandendur Keikós ekki að ef maðurinn tekur villt dýr úr náttúrulegu umhverfi sínu verður þvíþaðan ífrá
hafnað afvilltum meðbrœðrum sínum? Petta gerist meðal allra dýrategunda. Nú er búið að banna gœslumönnum
Keikós að gœla við hann eða skipta sér afhonum. Það á með öllum ráðum að venja hann afumsjón mannsins.
Ég spyr: Er það fallega gert að taka dýr og gera það háð sér á allan hátt og klippa svo allt í einu á böndin og vísa
dýrinu aftur út á „mörkina" þar sem útilokað er að það geti bjargað sér?
Gamall maður, sem ég þekkti, átti hund sem hann elskaði mikið. Gamli maðurinn varð veikur og sá fram á að geta
ekki sjálfur sinnt hundinum. Hann brá á það ráð að láta svæfa hundinn. Ég spurðiþennan aldna vin minn hvort
þetta hefði ekki verið sársaukafull ákvörðun og hann svaraði: „Jú, en þetta var það bestafyrir okkur báða. Hann
var ofháður mér til að geta verið hamingjusamur án mín. Ég hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér að láta hann
frá mér. “ Þetta er sönn mannúð.
En það er komin ný Vika. Enn sem fyrr er hún full affrábœru lesefni og við vonum og trúum að allir geti fundið
eitthvað við sitt hœfi. Við heimsœkjum Eyjar, skoðum sálarlíf landans ísönnum lífsreynslusögum og kynnumst nýj-
um rabarbarauppskriftum. í Vikunni má einnig finna greinar um umönnun sjúkra, fallegt skraut í garðinn og nátt-
úrulegar snyrtivörur og svo mœtti lengi telja.
Og enn og aftur... njóttu Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir
Steingerður Hrund Margrét V.
Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir
dóttir blaðamaður blaðamaður
blaðamaður
Kristín Anna B. Guðmundur
Guðmunds- Þorsteins- Ragnar
dóttir dóttir Steingrímsson
auglýsinga- auglýsinga- Grafískur
stjóri stjóri hönnuður
Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal-
ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515
Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515
5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími:
515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður
Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V.
Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds-
dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is
Grafískur bönnuður Guðmundur Ragnar Stein-
grímsson Verð I lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef
greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef
greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í
Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir