Vikan


Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 9

Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 9
 siálfeáiK9 ®r Þeíta ,íka endur sjaifeahtsuis sem var gjöreamle sem ýtir manni út í svona lagað. Mér fannst þetta bara vera gaman og sniðugt. í rauninni er það fyndin tilhugsun að ein- hvern tímann seinna á manns eftir að vera minnst sem einnar af fyrstu íslensku dömunum sem birtust í Playboy. Ég tel ekki ólíklegt að fleiri íslenskar stúlkur eigi eftir að sitja fyrir í blaðinu. Þetta hentaði tísku- straumum úti í Bandaríkjunum vel vegna þess að ísland hefur verið í tísku. Þeim fannst æðis- gengið að taka myndir af ís- lenskum stelpum. Um leið og ég var búin tala við forsvars- mennina þá sagði ég öllum að ég ætlaði að láta taka myndir af mér fyrir Playboy. Vinir mínir voru mjög jákvæðir. Ég heyrði ekki neinar neikvæðar raddir, ekki heldur eftir að myndirnar birtust." Helga verður hugsi á svip og bætir við: Jú, ég man eftir að ein eldri kona kom að máli við mig og spurði: „Hvernig getið þið ungu stúlkurnar gert þetta?" Þessi setning var sú neikvæðasta sem ég fékk að heyra. Samstarfs- menn mínir komu með skot eins og „ég sá myndir af þér?" og síðan var hlegið góðlátlega." Hvernig brást fjölskyldan þín við fréttunum? „Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára gömul. Faðir minn býr erlendis og ég hef mjög lítið samband við hann. Hann er víst að flytja til Sómal- íu með nýju eiginkonuna sína. Ég hitti hann í febrúar á þessu ári og þá hafði ég ekki hitt hann í fimm ár. Ég heyrði lítið frá honum vegna myndanna. Móðir mín býr hér í Reykjavík en gaf ekkert út á þessar fréttir. Helga trúlofaði sig nýlega og geislar af hamingju. Hverer hinn heppni? „Hann heitir Jón Ingi og er 27 ára tölvuforritari hjá Oz. Við erum nýlega búin að festa kaup á húsi í Árbænum og hlökkum til að flytja úr okkar 30 fm íbúð í 190 fm raðhús. Við erum frekar heimakær þar sem við vinnum bæði mjög mikið. Við eigum kött. Barneignir eru ekki á dagskrá alveg strax, kannski í kringum þrítugsaldur- inn. Gifting er fyrirhuguð á næst- unni og mig langar til að gifta mig erlendis á einhverjum mjög sérstökum stað, þess vegna í Kína eða Japan. Mig langar að gera þetta allt öðruvísi en allir aðrir." Hvað fannst kærastanum um myndbirtinguna í Playboy? „Á því tímabili vorum við einungis vinir og hann hluti af vinahópnum. Hann tók því mjög vel. Þetta er spurning um traust, eins og margt annað í samböndum. Þótt ég láti mynda mig léttklædda eða al- veg berrassaða einhvers staðar, þá er ekki þar með sagt að ég sé auðveld bráð fyrir karlmenn. Það er mikill misskilningur. Margir líta svo á að ég hljóti að vera létt á bárunni fyrst ég er tilbúin til að láta mynda mig nakta, ég hef fundið fyrir því. Kærastinn minn veit að ég geri það sem mér finnst rétt og styð- ur mig í því." Svæsnar myndatökur Ertu að sinna fyrirsætustörf- um um þessar mundir? „Já, ég er eitthvað svona að dútiaíþessu. Ég sat fyrir hjá Heimsmynd í haust og var jóla- stúlka Séð&Heyrt um síðustu jól. í janúar birtist aftur mynd af mér í sama blaði og þar sást nú svolítið meira af mér en til stóð fyrir mistök. Ég hafði bent ritstjórunum á að myndin mætti ekki birtast svona og þeir ætl- uðu að breyta því, en myndin birtist óbreytt. Ég er á skrá hjá Eskimo models og þaðan fékk ég verk- efni fyrir Bleikt&Blátt sem birt- ist í nýjasta tímaritinu. Þessar myndir eru mjög fagmannlega unnar og snyrtilegar. Ég hef verið heppin og ekki oft lent í einhverju bulli eins og fylgir bransanum. Ég minnist þess einu sinni að ég var eins og gripur á gripasýningu á meðan verið var að mynda mig og allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.