Vikan


Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 50
Texti: Asgeir T. Ingólfsson Myndlist í bíó þetta ekki eitthvað til að senda börnin á? munu einhverjir hugsa þegar þeir fara að sjá allar teikni- myndir komandi sumars streyma í bíóin. En nei, það eru jafn fárán- legir fordómar að segja að teikni- myndir séu bara fyrir börn og að ástarsögur séu aðeins fyrir konur og hasarmyndir eingöngu ætlaðar körlum. Flestir hafa gaman af öll- um þakkanum, sama hvort þeir viðurkennna það eða ekki, svo lengi sem vandað ertil verka. Svo eru teiknimyndir ársins 1999 líka eins misjafnar og þær eru margar. Tarzan Sú stærsta kemur þó vissulega frá Disney, það er sjálfur Tarzan, konungur apanna, sem sveiflar sér í bíó. Sjálfsagt finnst mörgum réttilega að saga Edgar Rice Burroughs hafi verið algerlega blóðmjólkuð nú þegar með enda- lausum kvikmyndum og mynda- sögum, en málið er að það hefur varla sést filmubútur um apa- bróðurinn besta í nærri fimmtán ár - og ég man ekki eftir að hafa séð nýttTarzan-blað úti í bóka- búð á þessum ára- tug. Konungurfrum- skógarins hefur því hlotið langþráða hvíld, enda orðinn hálfgerður gúmmí- Tarzan undir það síðasta, og tilbúin til að mæta endur- nærður til leiks. Þá er bara spurning hvort endurkoma lá- varðsins af Grey- stoke verður jafn mögnuð og hjá öðr- um sveiflukóngi, John Travolta, hér um árið.Við skulum þó vona að hann sé ekki jafn breiður um mittið og sá, enda líklegur til að eyða megninu af mynd- inni í lendarskýlu einni fata. Ef myndin nær sömu hæðum og bækur Burroughs náðu á sínum tíma er þó engu að kvíða. Sá sem talar - og öskrar sjálfsagt líka - fyrir apabróður heitir Tony Goldwyn, en einnig Ijá stórleikararnir Glenn Close og Nigel Hawthorne raddir sínar að ógleymdum þeim stöll- um Rosie O'Donnell og hinni íðil- fögru Minnie Driver sem talar fyr- ir Jane. South Park: Bigger, Longer & Uncut Það er þó merkilegt að sama daginn og Disney frumsýnir sína aðalmynd þetta árið skuli einhver annar dirfast að þora að frum- sýna teiknimynd. Það gera þó þeir félagar Trey Parker og Matt Stone, höfundar South Parkþátt- anna, enda ekki þekktir fyrir að láta segja sér fyrir verkum. Þar að auki er samkeppnin í raun lítil, fæstir fullorðnir þora sjálfsagt að láta sjá sig á Tarzan nema í fylgd barna sinna og börnin munu lík- lega ekki fá að sjá South Park: Bigger, Longer & Uncut nema í fylgd foreldra. Þannig að þetta verður sjálfsagt samkomulagsat- riði foreldra á milli úti í henni Am- eríku. Á meðan bíðum við og vonum að Kenny greyið lifi nú einu sinni af. Þau sem munu gera sitt besta til að veita þessum margdauða öðlingi hjálþarhönd eru George Clooney, Eric Idle og Mike Judge (höfundur Beavis And Butt-Head), sem ásamt Stone og Parkertala inn á myndina. Jú, og svo má ekki gleyma Jane hans Tarzans, Minnie Driver, sem verð- ur sjálfsagt á flakki á milli frum- sýningarpartíanna. Prinsessan Mononoke Þá kemur nokkuð merkileg mynd frá Japan, eina landinu sem hefur viðurkennt teikni- myndina sem listform. Sagan um prinsessuna Mononoke, Mononoke Hime áfrummálinu en Princess Mononoke upp á engil- saxnesku, sló í gegn í landi hinn- ar rísandi sólar fyrir einum tveim- ur árum - var jafnvel vinsælli en sjálf Titanic. Sagan minnir um margt á Tarzan apabróður, í þetta sinn er það stúlka sem alin er upp af úlfum og verður svo ein- hvers konar frelsishetja. Amerík- anarnir hafa tekið sig til og hljóð- sett hana og þar fara þau Gillian Anderson, Billy Crudup, Claire Danes, Matthew Lillard, Jada Pinkett og Billy Bob Thornton fremst í flokki, en rósin í hnappa- gatið er náttúrulega teiknimynda- drottningin Minnie Driver. Einu athugasemdirnar sem ég geri við það er að ég vil eiginlega frekar sjá hana en heyra bara í henni - og svo á náttúrlega að sjá mynd- ina á japönsku, ef svo vel vill til að bíómógúlar íslands sjá sér fært að taka þessa mynd upp á arma sína. Þá er eftir að telja Toy Story númer tvö, sem kemur með haustinu, þar sem þeirTom Hanks og Tim Allen hjálpa til við endur- holdgun Woody og Buzz. Þá reyndi Warner að eigna sér sneið af kök- unni með The King and I. Sú mynd kolféll en samt ætla ég að enda þetta með gömlum frasa þeirra Warner-manna; "That'sAII Folks!" AÐ LITAGARN, SKILNINGSRÍKIR FORELDRAR,FORELDRAR © B11.I.S GENGUR ORUGGLEGA MEÐ GARNIÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.