Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 26
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Skiptir stærðin máli?
Flestar konur kann-
ast við það að vís-
asti vegurinn til að
móðga eða særa
karlmann djúpu
sári sé að gefa í skyn að hann sé
lítt vaxinn niður. Við fréttum af
vinnustaðapartíi hér í bæ þar
sem allt fór upp í loft vegna
frægrar myndar af David
Duchovny, aðalstjörnu X-Files
þáttanna. Sá stiliti sér upp fyrir
bandarískt tímarit nakinn að
öðru leyti en því að kaffibolli
skýldi því allra helgasta. Maður
nokkur í vinnustaðapartíinu
hafði á orði að ekki væri miklu
að skýla fyrst kaffibolli dygði,
sjálfur hallaðist hann að því að
vatnsfata væri lágmarksílát til
þess arna ef hann væri í sömu
aðstöðu. Samstarfskona hans
teygði sig þá í bolla úr örsmáu
bollastelli, sem var þar upp í
hillu, og sagðist viss um að fyrst
hann segði þetta væri þessi mun
nær lagi. Maðurinn móðgaðist
hroðalega, rauk á dyr eftir að
hafa ausið fúkyrðaflaum yfir
konuna og að sögn þeirra, sem
til þekkja, hefur enn ekki gróið
um heilt á milli þeirra. Konu-
greyið hefur margoft beðist af-
sökunar og segir að síst af öllu
hafi verið ætlun sín að særa
með þessu. Hún hafi verið að
gera að gamni sínu og alls ekki
búist við þessum viðbrögðum.
Getgátur eru hins vegar í gangi
á vinnustaðnum um að hún hafi
farið of nærri sannleikanum
með athugasemd sinni til að
það væri vel liðið.
Ef marka má sögusagnir er
ekki hægt að treysta því að stór-
ir og þrekvaxnir menn séu að
sama skapi vel kýldir. Frá því er
sagt í Grettis sögu þegar Grettir
Asmundarson og Illugi, bróðir
hans, urðu eldslausir í Drangey.
Grettir synti til lands eftir eldi
(hið fræga Drangeyjarsund).
Hann kom í land að Reykjum í
Skagafirði og lagðist þar í heita
laug til að hlýja sér. Síðan gekk
hann í bæ og sofnaði. Vinnu-
kona sem leið átti um skálann
daginn eftir sá kappann þar
sem hann lá og höfðu um nótt-
ina aflagast föt hans svo að
hann lá í rekkjunni nakinn.
Vinnukonan hafði þá orð á því
að víst væri Grettir þrekmikill
og breiður um brjóstkassann en
sér þyki það fádæmi hversu lítt
vaxinn niður hann sé. Grettir
reiddist þessum orðum vinnu-
konunar og þau tókust á um
stund í rekkjunni. Sagt er að
þeim viðskiptum hafi lokið
þannig að vinnukonan hafi látið
af stríðni sinni við Gretti.
Hugsanlega hefur vinnukon-
an þó gert Gretti rangt til því
hafa verður í huga að um nótt-
ina synti hann til lands í ísköld-
um sjó og sat síðan í sjóðheitri
laug til að hlýja sér á eftir.
Kuldi er sagður hafa þau áhrif á
líffæri þetta, sem Gretti var svo
sárt um að lítið væri gert úr, að
það dragist saman. Eftir baðið í
heitri lauginni kann kuldi híbýl-
anna að hafa átt greiðari að-
gang að Gretti en ella, sérstak-
lega ef fötin skýldu honum lítið.
Vinnukonan hefur því senni-
lega ekki hitt á góðan dag til að
dæma um hversu vel Grettir
samsvaraði sér í öllum líkams-
vexti.
Það virðist lfka algengur mis-
skilningur hjá körlum að
ánægja kvenna af kynlífi sé að
miklu leyti undir stærð limsins
komin. Staðreyndin er hins veg-
ar sú, og það hefur margoft
komið fram í rannsóknum, að
snípurinn og örvun hans skiptir
meginmáli en engum hefur þó
nokkru sinni dottið í hug að
velta þvf fyrir sér hvort stærð
hans sé á einhvern hátt tengd
hæfni kvenna til að njóta kyn-
lífs eða veita félaga sínum
ánægju.
Meðal frumstæðra þjóð-
flokka og í mörgum trúarbrögð-
um er reðurinn dýrkaður sem
tákn frjósemi. Yfirleitt er það
sammerkt með flestum slíkum
skurðgoðum að stærðin er ýkt
fram úr öllu hófi. Höggmyndir
af hvílubrögðum á hofum í
Taílandi og fornar japanskar
myndskreytingar við kynlífs-
bókina Kama Sutra eru sama
marki brenndar. Á einhvern
hátt virðist stærð höfða til fólks
og það fá aukna trú á mátt og
kraft þess sem er stórt. Líklegt
er að þaðan sé sprottin þessi
þráláta ofurtrú á magnið.
Kannski gengur konum betur
að skilja viðkvæmni karlmanna
fyrir þessum líkamshluta ef við
berum þetta saman við eilífðar-
óánægju flestra kvenna með
brjóst sín. Þeim þykir þau ýmist
of stór eða of lítil. Eiginmenn
og kærastar keppast við að
sannfæra þær um að brjóstin
séu akkúrat mátuleg í lófa
þeirra en konurnar eru engu að
síður vissar um að eitthvað
skorti eða sé um of. Myndir í
tímaritum af konurn með ber
brjóst bæta ekki úr skák því þar
eru þau einhvern veginn svo
fullkomin og flekklaus. Fæstum
konum finnst þær standast sam-
anburð. Hégómagirndin er ein
af dauðasyndunum sjö og ætli
hún stjórni ekki að mestu leyti
þessum látlausu vangaveltum
um gott eða slæmt útlit? Guð
skapaði manninn í sinni mynd
og taldi hann kórónu sköpunar-
verksins og þess vegna taldist
það synd að efast um dóm-
greind almættisins með éin- .
hverjum hætti. Fáir taka þau
orð Biblíunnar mjög alvarlega í
dag en kannski minna þau á að
mikil viska er falin í gömlum
bókum.