Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 23
Enginn sem kemur til Eyja má láta Eldfellið fram
hjá sér fara. Það er einstök upplifun að ganga í
vikrinum og að horfa þaðan yfir Vestmannaeyjabæ.
A Eldfelli er margt að skoða af náttúrunnar og
munnanna verkum og útsýnið þaðan er stórkostlegt.
(Mynd: Gísli Egiil)
I miðbænum eru nokkrir
samkomu- og veitingastaöir
sem vert er að heimsækja.
Einn af þeint er Café María,
en þar má meðal annars fá
Crépes (pönnukökur, t.d.
ineð hrísgrjóna- og rækju-
fyllingu). Einnig er þar piibb,
Lantema, og fleiri skemmti-
legir staðir. Munið eftir að
skoða Gallerí Hcimalist sem
er einnig í miðbænum.
Margar fallegar göngu-
leiðir eru á Heimaey og
víða hægt að virða fyrir
sér nálægar eyjar frá
ýmsunt sjónarhornum.
Stórhöfði er vel þess
virði að heimsækja, en
veljiö þokkalegt veður
því hann er eitt víð-
frægasta „rokrassgat" á
landinu.
Á Heimaey eru mörg gömul og vel við-
haidin hús. Aðkomumenn taka gjarna
eftir fallegum, útskornum skiltum sem
prýða mörg húsanna. Skiltin eru ekki
bara húsprýði heldur setja þau
skemmtilegan svip á bæinn.
Enn eru minjar úr gosinu í
Eyjum og þetta litla hús, sem
nú er vinnustofa Iistamanns,
var bráðabirgðahúsnæði sem
flutt var til Eyja af viðlaga-
sjóði. Það var þröngt um
margan Eyjamanninn í þess-
um húsum fyrst eftir gosið.
Þetta litla hús var flutt upp í
hraun á sínum tíma og var
þar miðstöð fyrir hraunhita-
veituna. Nú hefur það öðlast
nýtt líf og þjónar tilgangi sín-
um vel.