Vikan - 29.06.1999, Blaðsíða 16
Hættulegasti
tími sólahringsins!
Höl'undur:
María Solveig
Héðinsdóttir
Það er alveg merkilegt hvað
sólarhringurinn er kostu-
legur. Við sofnum, vökn-
um, vinnum, borðum, skemmt-
um okkur og guð má vita hvað.
En sumir hlutir ganga betur en
aðrir og ákveðinn tími sólar-
hringsins getur bara verið stór-
hættulegur.
Morgunstund gefur gull í
mund og sá er árla rís verður
margs vís - þetta vita nú allir og
þess vegna erum við öll svo glöð
þegar við vöknum á morgnana.
Við förum í vinnuna, börnin fara
á leikskólann eða unglingavinn-
una og allt er þetta svo ágætt.
Fundir eru gjarnan síðdegis og
svona rétt áður skutlum við
krökkunum í hina og þessa tím-
ana, s.s. myndlistartíma, íþrótta-
æfingar, dans og eitthvað í þeim
dúr. Síðdegisafmælin hjá yngstu
kynslóðinni eru reyndar á þess-
um sama tíma. Svo þegar öllu þessu er lokið fara
fjölskyldumeðlimir, einn af öðrum, að tínast heim.
Dagur er þá að kveldi kominn, klukkan langt geng-
in í sjö og einmitt þá er hættulegasti tími sólar-
hringsins. Erill dagsins fylgir öllum heim og streit-
an smýgur inn um útidyrnar. Allir eru tættir og
svangir og maturinn er auðvitað ekki tilbúinn. Fjöl-
skyldufriðurinn hangir á bláþræði þangað til sagt er
"gjörið þið svo vel" það er kominn kvöldmatur
(reyndar hefur kexskápurinn verið lagður í einelti
frá því fólk fór að koma heim - en skítt með það).
Svo skyndilega gerist eitthvað. Fólk fer að slappa
af; sögur úr vinnunni og skólanum eru sagðar við
kvöldmatarborðið og allir (nema þeir sem verða að
fá að borða fyrir framan sjónvarpið vegna þess að
uppáhaldsþátturinn var að byrja) njóta þess að
ræða málin. Værð færist yfir alla og hættulegasti
tíminn er liðinn hjá en einmitt á þessari stundu er
kjörið fyrir unga fólkið á heimilinu að bera upp sín
mál; eða svo finnst allavega litlum vini mínum. Sá
stutti veit alveg hvað klukkan slær. Um daginn
hringdi vinur hans í hann, á virkum degi, rétt fyrir
kvöldmat og spurði hvort þeir ættu ekki að fara á
völlinn um kvöldið. Sá stutti sagði: "Heyrðu, ég get
örugglega komið, en ég ætla bara að spurja þegar
pabbi er búinn að borða, hann er svo svakalega
pirraður núna. En á eftir þegar hann verður búinn
að borða og fréttirnar á Stöð 2 fara að byrja þá seg-
ir hann örugglega já. Mamma er sko farin á Rotary
fund svo þetta verður allt í lagi. Ég hringi bara á
eftir - bæ,bæ." Til að gera langa sögu stutta þá
gekk áætlunin upp. Drengurinn fékk jáið, enda
valdi hann kjöraðstæður til að bera upp spurning-
una. Sjálfur virtist hann ekki í neinum vafa um að
svarið hefði orðið nei EF hann hefði spurt á hættu-
legasta tíma sólarhringsins, nefnilega rétt fyrir
kvöldmat!
Ekki veit ég hvort félagsfræðingar eða félagsráð-
gjafar hafa rannsakað tíðni árekstra í mannlegum
samskiptum inni á heimilum og þá einmitt með til-
liti til þess á hvaða tímum sólarhringsins árekstr-
arnir eru flestir. Ef ég tek mið af sjálfri mér og vin-
konum mínum er það tíminn frá klukkan 17:00 til
19:00 sem er hættulegastur. Eftir þennan tíma (og
eftir kvöldmáltíð fjölskyldunnar gengur allt eins og
í sögu)...þangað til kemur að því verkefni að koma
hálf fullorðnum unglingum í rúmið. A einu heimili
liggur við að eftirfarandi sé kvöldbæn húsbóndans:
"Early to bed an early to rise-
makes a man
healthy, wealthy and wise."
Allt kemur fyrir ekki, unga fólkið (og stundum
þetta eldra líka) fer yfirleitt allt of seint að sofa og
þá verður hættulegasti tími sólarhringsins ennþá
hættulegri.
16 Vikan