Vikan


Vikan - 21.09.1999, Page 2

Vikan - 21.09.1999, Page 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson jólin gátum við ekki annað en hlegið þegar búið var að taka upp pakkana á aðfangadags- kvöld og í ljós kom að ég hafði fengið eingöngu kerta- stjaka og bauka það árið. Engurn datt neitt annað í hug til að gefa mér. Þetta voru eft- irminnileg jól.“ Safnar þú einhverjum sér- stökum baukum fremur en öðrum eða komast allir bauk- ar í safnið? „Ég er hrifnari af gömlum baukum en nýjum. Ég á til dæmis saumabauk langömmu minnar. Hún notaði hann undir nálar og tvinna og ann- að tengt saumum. Hann er yfir 100 ára gamall og hefur varðveist í fjölskyldunni. Mér þykir óskaplega vænt um hann. Annan bauk undan talkúmi eða líkamspúðri kom systir mín með frá Bandaríkj- unum. Hann er einnig rúm- lega aldargamall en hún fékk hann hjá gamalli konu vestra. Nú er hann hingað kominn alla þessa leið og skipar heið- urssess í safninu mínu. Ann- ars eiga þeir svo sem margir sína sögu, baukarnir mínir.“ Vikan hefur mikla söfn- unaráráttu og eins og títt er um þá sem ná háum aldri metur hún mikils það sem gamalt er og tengt minningum. Steinunn Reynisdóttir á þetta sameiginlegt með Vikunni að því leyti, að hún safnar blikkbaukum af öllum stærðum og gerðum. Steinunn hefur verið að safna í yfir tíu ár og líkt og margir aðrir safn- arar byrjaði hún að safna nánast fyrir tilviljun. „Þetta byrjaði með því að mamma og systir mín fóru að gefa mér litla bauka með ilmkertum. Þær vissu sem var að mér þykir vænt um kertaljós. Mér þóttu bauk- arnir fallegir og hélt þeim því til haga þegar kertin voru brunnin upp. Síðan má eiginlega segja að baukar hafi orðið nær einu afmælis- og jólagjafirnar sem ég hef fengið. Ein

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.