Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 4

Vikan - 21.09.1999, Síða 4
Laus við fíknina Ég er orðin frjáls! Ég get lifað heilu dagana án þess að hlusta áfréttir eða sjá þœr. Ég þurfti ekki einu sinni að fara í með- ferð eins og hinir fíklarnir. Pótt batinn vœri stundum sársaukafull- ur rjátlaðist þetta afmér sjálfkrafa, þökk sé yfirmönnum RÚV. Fréttafíkn er ekkert til að grínast með. Einu sinni var ég þannig að ég gat helst ekki lifað án þess að hlusta fyrst á morgunfréttir, klukk- an átta (helst á báðum stöðvum í einu), síðan hádegisfréttir bœði á Bylgjunni og RUV, þá hlustaði ég næst á kvöldfréttir RUV og lauk neyslu dagsins með því að Itorfa fyrst á kvöldfrétt- ir Stöðvar 2 og síðan Ríkissjónvarpsins. Þegar verst lét reyndi ég að ná líka seinni fréttunum, helst á báðum stöðv- um. Þessi fréttafíkn var gersamlega óbœrileg og alltaf fylgdist ég með, hlustaði og horfði á sömu fréttina í mörgum útgáf- um, aftur og aftur, daginn út og inn ogfannst ég ekki með nokkru móti mega missa afeinu orði. En svo breyttist allt og nú er mér alveg sama þótt ég heyri bara morgunfréttir klukkan átta með öðru eyranu og sjái kvöldfréttir Stöðvar tvö. Ég get varla sagt að ég heyri há- degisfréttir lengur, ég er farin að gleyma að kveikja á þeim! Breytingin varð þegar mér var tilkynnt að aðstœður mínar hefðu breyst svo mikið (skv. skoðanakönnun) að ég œtti framvegis að hlusta á mínar kvöldfréttir klukkan sex. Og ekki nóg með það, ég átti líka að byrja að horfa á kvöld- fréttirnar klukkan sjö, það hentaði mér betur! Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég er nánast aldrei komin heim úr vinnu klukkan sex til að hlusta á kvöldfréttir. Klukkan sjö er ég ekki tilbúin til áð fara að horfa á sjón- varp, það vill nefnilega þannig til, að þegar ég kem heim eru garnirnar farnar að gaula hjá heimilisfólkinu ogfólk sameinast í eldhússtússi sem endar með kvöldverði. Ég get vel hlustað á kvöldfréttir meðan ég elda eða borða, en það er útilokað að ég geri það yfir sjónvarpinu. Ogþað er alveg sama hvað ég reyni, ég get ekki með nokkru móti notað mér þessa nýju útsendingartíma ríkis- fréttastofanna. Ekki einu sinni fyrir ríkið. Ég heyri að ég er ekki eina manneskjan sem hefur hlotið lækningu. Það er almenn ánœgja ríkjandi með þessar breytingar í þjóðfélaginu. Fjölmargar konur sem ég þekki heyra aldrei kvöldfréttir lengur, þœr hætta flestar að vinna klukkan fimm, þá á eftir að versla, sœkja börnin og redda liinu og þessu áður en farið er heim. Engin þeirra er kom- in í ró til að hlusta á fréttir klukkan sex hvað þá horfa á sjónvarpsfréttir klukkan sjö. Flestar mega hafa sig alla við að ná fréttum klukkan hálfátta. Og staðreyndin er þessi, flestum er orðið alveg sama. Það er búið að kenna okkur að vera ekkert að stressa okkur yfir þessu. Við verðum náttúrlega að gegna og breyta lífsmynstri okkar þannig að henti þeim sem ráða fréttatímunum. - Sem sagt losa okkur við fréttafíknina. En það má alltaf finna sér eitthvað að dunda við, til dœmis að lesa Vikuna sína. Og það er nóg að lesa að vanda; viðtal við Lólu, sund- kennara með meiru, sem kennir bœði ungum og öldnum, grein um kynþokkafyllstu karla aldarinnar sem er að renna sitt skeið og hvernig megi halda lífi í gömlum glæð- um. Hér er líka að fmna grein um ilmvötn, kynþáttahatur á íslandi og œvintýraborgina Las Vegas. Það er handa- vinna, matur og fallegir sófar í blaðinu, svo ekki sé nú tal- að umföstu þœttina eins og lífsreynslusögurnar ogfram- haldssöguna, og margt, margt fleira - þessi œtti svo sannar- lega að endast í viku. Njóttu Vikunnar Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B. Guðmundur Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins- Ragnar dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- Grafiskur stjóri stjóri hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristin Guðmunds- dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með giróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.