Vikan


Vikan - 21.09.1999, Page 8

Vikan - 21.09.1999, Page 8
„Ég hef séð svo margt fólk í laugunum sem beitir röngum aðferðum og mig langar þá að laga sundtökin aðeins til. Ég ákvað því að bjóða upp á þessi skriðsundsnámskeið og þau hafa verið mjög vinsæl.“ skeið kemur fólk frá tvítugs- aldri til rúmlega stjötugs þannig að segja má að ég sé með flesta aldurshópa í lauginni og það finnst mér mjög skemmtilegt. Mér líður Lóló scgir að litlu hiirnin styrkist mjög í sundlauginni. Hcr cr lnin incð Þórhildi litlu í æfingum ug ckki annað að sjá cn sii litla standi sig nijiig vcl. bara svo vel í vatni. Þetta er í genunum. Ég held að ég sé vatnsköttur í eðli mínu.“ Unaðsstundir fyrir fjöl- skylduna í sundlauginni í Breiðholti ríkir mikil gleði, bæði hjá litlu börnunum og ekki síður foreldrum þeirra. Lóló kennir þátttakendum ýmsar æfingar og litlu börnin standa sig eins og hetjur í vatninu. Lóló lætur þau meira að segja fara í kaf. Síðan er farið í siglingu á vindsæng og Lóló syngur af innlifun nokkur skemmtileg lög og foreldrarnir syngja með. Lóló skemmtir sér greinilega konunglega sjálf, ekkert síður en börnin og foreldrarnir. „Ég nýt þess að vera með börnunum og kenna þeim. Þetta er mjög skemmtilegt og börnin gefa mér ótrúlega mikið. Ég segi að þetta séu unaðsstundir fyrir fjölskyld- una. Fólki líður alltaf vel í vatni og það hefur róandi áhrif. Börnin slaka vel á í lauginni og foreldrarnir líka. Lfngbarnasundið er líka mjög mikilvægt fyrir börnin því það styrkir þau gríðar- lega mikið. Þau eru svo dug- leg og ótrúlega fljót að læra. Eftir þriðja eða fjórða tíma sér maður mikinn mun á þeim. Þá eru þau búin að öðlast öryggi og njóta hreyf- inganna í vatninu. Þau eru nefnilega ótrúlega sterk og það er mjög gaman að fylgj- ast með þeim. Þau koma mörg hingað til mín þriggja mánaða gömul og eru hjá mér þangað til þau eru farin að ganga. Þau eru miklir vin- ir mínir og það er ekki ama- legt að eiga slíka vini,“ segir hún og brosir. Lóló segir að vinsældir ungbarnasundsins hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og nú sé mjög mikil ásókn í tímana. Ótrúlegar uppákomur hjá krökkunum Lóló kennir einnig börn- um á leikskólaaldrinum. „Með þennan aldur vinn ég að mestu í gegnum leiki. Með því næst mjög góður árangur og við skemmtum okkur hið besta öll saman. Það eru oft ýmsar uppákom- ur í sundtímum og það koma alls konar gullkorn frá krökkunum. Þau eru svo fyndin og skemmtileg. Um daginn var ein fjögurra ára stúlka að fara stinga sér ofan í þegar hún allt í einu hætti við og sagði hátt: „Lóló, veistu hvað.“ Ég snéri mér við eins og öll börnin, sem verða alltaf gapandi af spenningi ef eitt- hvert þeirra ætlar að segja eitthvað. Sú stutta hélt áfram: „Lóló, það kom al- veg mikið, mikið blóð á hálsinn á mér um daginn." Ég spurði auðvitað forviða hvernig það hefði gerst og ekki stóð á svari frá þeirri stuttu: „Jú, sko ég var að raka mig!“ Þá hafði hún tek- ið rakvélasköfuna hjá pabba sínum, reynt að herma eftir honum í rakstrinum og skor- ið sig en sem betur fer ekki alvarlega. Ég sagði strax við hana að við stelpurnar þyrft- um ekki að raka okkur. Þá svaraði hún ansi brött: „Já, ég veit það núna. Það eru bara pabbi og afi sem þurfa þess.“ Fylgir strákunum sín- um í boltanum Hvernig kom til að þú ákvaðst að kenna fullorðnu fólki skriðsund? „Það var lítil áhersla lögð á skrið- sundskennslu í skólunum hér á árum áður. Margir hafa hins vegar gengið með það í maganum í gegnum tíðina að geta synt skrið- sund. Ég hef séð svo margt fólk í laugunum sem beitir röngum aðferðum og mig langar þá að laga sundtökin aðeins til. Ég ákvað því að prófa að bjóða upp á þessi skriðsundnámskeið og þau hafa verið mjög vinsæl. Það má segja að þetta vindi upp á sig því fólk hefur komið til að prófa námskeiðin og bent síðan vinum og vandamönn- um á þetta. Mér finnst af- skaplega gaman að geta miðlað þeirri þekkingu og reynslu sem ég hef öðlast í sundinu til annarra. Ég hef líka verið að aðstoða fólk sem á við vatnshræðslu að stríða." Lóló er einnig að kenna þolfimi í World Class og tek- ur að sér einkatíma þar. „Ég hef alltaf hreyft mig mjög mikið og verið í góðu formi. Það hefur alla tíð verið mitt lífsins áhugamál og ég gæti ekki hugsað mér annað. Strákarnir mínir eru einnig á fullu í íþróttum. Ég ætlaði að gera þá að afreksmönn- um í sundi en þeir voru spenntari fyrir boltaíþrótt- um. Þeir eru á fullu í fót- bolta og handbolta með Stjörnunni. Sumarfríið mitt fór alfarið í að elta þá á leiki. Ég hef mjög gaman af því og er gjarnan fararstjóri þegar liðin fara út á land eða til útlanda að keppa,“ segir hún og brosir. Lóló aft stjórna skrift- sundsætlngu lijá liillorðnuni í Kópavogslauginni. 8 Vikfin

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.