Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 20

Vikan - 21.09.1999, Side 20
Spilavítin hafa mikið aðdráttar- afl og fólk sækir Jniu griinmt. Sumir spila fyrir nokkra doll- ara, aðrir fyrir aleiguna. Götulífið í Las Vegas er mjög tjölskrúðugt og skemmtilegt. Glæsilegir „limmóar“ eru sennilega eitt algengasta samgöngu- tæki borgarinnar. thecityof entertainment ikan í Las Vega Borg synda og lystisemda Þær eru ófáar Hollywoodmynd- irnar sem gerast í Las Vegas og er skemmst að minnast kvik- myndanna Leaving Las Vegas, Honeymoon In Las Vegas og Las Vegas Vacation, að öðrum ólöst- uðum. Biaðamaður Vikunnar dvaldi nýlega i eina viku í þess- ari fjörugu og spennandi borg og naut alls þess besta sem borgin býður upp á. Það er hægur leikur fyrir íslendinga að skella sér til Vegas. Flugleiðir fljúga í beinu flugi til Minneapolis og eru oft með mjög hagstæð kjör á þeirri flugleið. Frá Minneapolis er hægt að fá mjög ódýrar pakka- ferðir til Las Vegas á vegum Sun Country flugfélagsins. Flug til og frá Las Vegas með gistingu í fjórar nætur á glæsilegu hóteli kostar u.þ.b. 25-30.000 krónur. Flugið frá Minneapolis til Las Ve- gas tekur um 3 klukkustundir. Skrautfjaðrir skemmtanalifsins Las Vegas er staðsett í miðri eyðimörk Nevadafylkis og þar __ 'jj slær hjarta borgarinnar ákaft af ~ 5 gleði og spennu. Fólk alls staðar = | að úr heiminum fer þangað til að E « freista gæfunnar í spilavítunum £ -o og til þess að skemmta sér á * § konunglegan máta. Borgin, með £ x öllu sínu glitri og glamúr, er hreinasta konfekt fyrir augað. Hafsjór marglitra Ijósaskilta er eitt helsta einkenni borgarinnar og þau setja afar sérstakan blæ á hana. Las Vegas er líka þekkt fyrir frábærar sýningar frægra skemmtikrafta og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim efnum. Þegar ég var þarna á ferð var Tom Jones með tón- leika nokkur kvöld í röð en hann er einn af sígildum skrautfjöðrum skemmtanalífsins og kemur reglulegatil LasVegas. Hinn gamli, góði Frank Sinatra átti borgina hér á árum áður, en oft er talað um Tom Jones sem arf- taka hans. Það var uppselt á alla tónleikaTomma. Það er því ráð- legt að kynna sér í tíma hvaða sýningar eru í gangi til þess að tryggja sér miða. Svokölluð „show“ eru eitt helsta aðals- merki Las Vegas og daglega eru fjölmargar sýningar í gangi. Það er eitthvað alveg sérstakt við að fara í sitt fínasta púss og fara á „show“ í Las Vegas. Það er ekki oft sem fólki gefst tækifæri til þess að klæðast galakjólum og smóking og njóta frábærrar skemmtunar þar sem atvinnu- mennskan er í hávegum höfð. Það er sama hvaða skemmti- kraftar eiga í hlut; stæltar dans- meyjar með gullinbrúna kroppa, fjaðraskraut og glimmer setja ávallt svip sinn á sýningarnar og auðvitað með tilheyrandi leggja- sveiflum! Það er ekki hægt annað en að hrífast með. Jafnólík skemmtun og tónleik- ar með Cher, uppistand með Andrew Dice og sýning hjá hinum stórkostlega Bolshoj ballett eru einmitt það sem gerir borgina svo fjölbreytilega. Meðal þeirra sem voru með tónleika meðan á dvöl minni stóð voru jafnólíkir tónlistarmenn og Iron Maiden, Tom Petty & The Heartbreakers, Steve Winwood, Joan Armatrading, BB . King, Peter K ^ * 4 Framton, Lyle Lovett, 4 Motley Crue, Neil Sedaka og Duran Dur- an. Fyrir utan að státa sig af heimsfrægum skemmtikröftum, þá er borgin einnig stútfull af skemmti- legum grínklúbbum („comic clubs“) og töframönnum. Allir eru að rembast við að slá í gegn í Ve- gas. Lúxor hótelið í Las Vegas er fjöldinn aliur af spennandi gistimöguleikum og mörg hótelin eru svokölluð þemahótel. í því sambandi er óhætt að mæla með Hard Rock Café hótelinu og Excalibur, en þar svífur andi riddaratímabilsins yfir vötnum. Lúxorhótelið er þó einn besti kosturinn því að dvölin þar er æv- intýri líkust og engu líkara en maður hverfi aftur til lifnaðar- hátta gullaldar forn-Egypta. Hót- elið er gríðarlega stórt og anddyri þess er helst hægt að líkja við stóra flugstöð. Herbergin eru 4400 talsins og ætti það að gefa nokkra mynd af stærð og um- fangi hótelsins. í risastórum garði hótelsins eru fimm sundlaugar. Meðfram bökkum laug- anna eru risavaxnar súlur, egypskar styttur og hávaxin pálmatré. Sú hugsun læðist að manni að svona hljóti Paradís að líta út. Tignarlegur pýramídinn, sem er hluti af gistiaðstöðunni, trónir svo með mikilfenglegum hætti yfir sundlaugarsvæðinu. Þjónar heilsa reglulega upp á sundlaugargesti og bjóða upp á ískalda, svalandi drykki sem eru nauðsynlegirtil að kæla sig niður í brennandi eyðimerkursólinni. Sólin skín í heiði í Las Vegas allan ársins hring og orðið snjór er ekki til í orðasafni borgarbúa. Það er mjög Það er eitthvað alveg sérstakt við að fara í 20 vikan sitt fínasta púss og Fara á „show“ í Las Uegas

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.