Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 30

Vikan - 21.09.1999, Side 30
Mörg blöð og bækur eru full af staðhæfing- um um ástina og kynlíf- ið. Þessar staðhæfing- ar eru settar fram eins og þær séu stóri sann- leikurinn, eitthvað sem henti öllum og allir eigi að lifa eftir. Siikar staðhæfingar geta verið stórhættu- legar því ósjálfrátt móta þær afstöðu fólks og það vill ekki breyta gegn þeim. En málið er ekki svona einfalt, það má oft líta á það frá öðru sjónar- horni: Maður á aldrei að fara að sofa án þess að ræða vandamálin sem koma upp í hjónaband- inu og útkljá þau. Það getur verið beinlínis nauðsynlegt að sofa á hugs- unum sínum og tilfinning- um. Mörg deilumál rísa vegna smávægilegra hluta sem skipta litlu máli og jafn- vel vegna misskilnings. Þeg- ar báðir aðilar eru þreyttir eftir daginn getur verið erfitt að sjá hlutina í réttu ljósi og góður nætursvefn getur gert kraftaverk. Það er mun auðveldara að ræða málin úthvíldur og eftir að fyrstu áhrif reiði eða pirr- ings eru liðin hjá. Hjón sem eíga sameig- inleg áhugamál eru hamingjusamari í hjónabandinu. Fyrir marga passar þessi staðhæfing vel, en reynslan hefur sýnt að þetta stenst alls ekki í öllum tilfellum. Sum hjón þola einfaldlega ekki of miklar samvistir og fari þau að eyða öllum frí- stundum saman getur það orðið hjónabandinu um megn. Konur þarfnast ein- veru og karlar þarfnast sam- vista við aðra karlmenn og sé þessum þörfum ekki full- nægt er enn meiri hætta á að of langar samvistir hjóna geti komið af stað leiðindum í hjónabandinu. Ef hjón raunverulega elska hvort annað koma aldrei upp vandamál í hjónaband- inu. Því miður,- fyrr eða síðar koma upp vandamál í öllum hjónaböndum. Jafnvel í hjónaböndum þar sem aðilarnir elska hvorn annan geta annar hvor, eða báðir, orðið leiðir, fundið til einmanakenndar og langað til að hlaupast í burtu frá öllu. Þegar þannig stendur á reynir á ástina og þau sem elska hvort annað í raun og veru eiga meiri möguleika á að finna sam- eiginlega lausn og hjálpa hvort öðru í gegnum erfið- leikana. Öllu máli skiptir að vera fullkomlega heið- arlegur og segja alltaf sannleikann. Það er falleg hugsun á bakvið þessi orð, en því mið- ur er sannleikurinn stundum ekki sagna bestur og engum til góðs. Að sjálfsögðu eiga elskendur að vera heiðarleg- ir hver við annan en það er óþarfi að særa maka sinn og gera hann áhyggjufullan yfir einhverju sem ekki skiptir neinu máli í sambandi ykkar. Það er illa gert að láta misklíð bitna á kynlíf- inu. Hver vegna? Það er ekki hægt að ætlast til þess að manneskja sem ekki er sátt við maka sinn geti átt nota- leg kynmök með honum. Kynlíf á að vera báðum til ánægju og sá sem ekki er upplagður fyrir kynlíf á að sjálfsögðu ekki að taka þátt íþví. Ræddu vandamálin í hjónabandinu fyrst við góðan vin ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að snúa þér gagnvart makanum. Aldeilis ekki. Hjónaband- ið er ekki líkt neinum venju- legum vinasamböndum og jafnvel mjög náinn vinur getur ekki séð vandann frá báðum hliðum. Vanda milli hjóna getur enginn leyst nema hjónin sjálf, en það er hugsanlegt að leita aðstoðar félagsráðgjafa eða prests ef hjón eiga erfitt með að koma á sáttum hjálparlaust. Látið börnin aldrei heyra ef þið eruð ekki sammáia. Börn verða að fá rétta mynd af lífinu og þurfa að fá að upplifa að því miður er fólk ekki alltaf sammála um alla skapaða hluti. Börn sem kynnast því ekki að hjónum verði sundurorða geta orðið hrædd þegar þau seinna meir í lífinu lenda sjálf í deilum við maka sinn. 30 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.