Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 32

Vikan - 21.09.1999, Side 32
Picasso Paloma Picasso er timmtug að aldri og á hátindi frægðar sinnar. Blcksvart hár, mjallahvít húð og hárauðar varir er sem fyrr hennar sterkustu einkenni. 32 Vikan Náttfatnaður úr silki og satíni sem ber merki Palomu Picasso. Paloma Picasso erfði listræna hæfi- leika föður síns en hún hefur sannað eigið ágæti og hefur ekki þurft að lifa i skugga hins fræga föður. Þessar glæsilegu handtöskur eru meðal þess Pal- oma Picasso hefur hannað. Hún segir að hönnun sín verði að vera falleg og nothæf. Hún vill gjarn- an blanda saman leðri og plasti eða öðrum gerviefnum.. Bleksvart hár, mjallahvít húð og hárrauðar varir eru einskonar vörumerki Pal- omu Picasso. Andlit hennar er nærri jafnþekkt um ver- öldina og andlit Monu Lisu. Hún er framúrskarandi hönnuður, tískufröm- uður, milljarðamæring- ur og dóttir spænska málarans Pablos Picasso, eins magnaðasta lista- manns á þessari öld. Paloma Picasso ber nafn föður síns og erfði 1.300 verk eftir hann. Það eitt hefði nægt henni til heims- frægðar en hún erfði líka mikla listamannshæfi- leika og geysileg- an viljastyrk. Þetta tvennt gerði útslagið. Þessi fremur smávaxna kona hef- ur byggt upp stórveldi í tískuheiminum síðustu tutt- ugu ár. Henni tókst að skapa sína eigin frægð og stendur nú jafnfætis föður sínum. „Er þessi Picasso eitthvað skyldur Palomu Picasso?" spurði bandarískur náms- maður þar sem hann stóð fyrir framan stórkostlegustu verk meistarans. Bernska meðal listamanna Nafnið Paloma rnerkir dúfa, tákn friðar. Sama ár og hún fæddist hafði faðir hennar hannað merki fyrir alþjóðlega friðarráðstefnu og notað dúfuna sem tákn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.