Vikan


Vikan - 21.09.1999, Side 33

Vikan - 21.09.1999, Side 33
Rúmfatnaður sem Paloma hannaði fyrir svissncska vefnaðar- fyrirtækið KBC. Rautt er hennar uppáhaldslitur og kemur fram víða í hönnun hennar. „Mon Parfum“ er heiti á ilmvatni hennar. Hér fer saman sér- stakur ilmur og framúrskarandi hönnun á umbúðum. VÍkclIl 33 góður ilmur og sérlega falleg hönnun umbúða. í kjölfarið kom á markað rauði varalit- urinn -Paloma rauður- sem er svo einkennandi fyrir hana. Milljónir kvenna um allan heim tóku þessum hreina rauða lit fegins hendi. Síðustu ár hefur Pal- oma hannað ýmsa glæsihluti fyrir ýmis fyrirtæki. Meðal annars rúmfatnað fyrir KBC og kristall, postulín og leir- tau fyrir Villeroy & Boch. Nýjasta hönnun undir merkjum Palomu er nýr ilm- ur og skartgripir. Öll hönnun Palomu Picasso ber sterk einkenni hvort sem það er saltstaukur eða silkiklútur. Línur eru ákveðnar og dregnar sterk- um dráttum. „Annað hvort líkar fólki við mig eður ei. Það sama er að segja um hönnun mína,“ segir hún. Svarta hárið, hvíta húðin og rauðu varirnar eru ennþá einkennandi en hefur þó ekki eins mikið vægi og áður. Hönnunin sjálf hefur skapað henni nafn. skapa list heldur reyni að gæða okkar daglega líf meiri fegurð." Að námi loknu starfaði hún um tíma sem aðstoðar- maður sviðsstjóra í leikhúsi í París. Það var svo árið 1970 að franski tískukóngurinn Yves Saint Laurent bað Pal- omu að hanna skartgripi fyr- ir tískuhús sitt. Paloma var aðeins tvítug þegar hún fékk þetta gullna tækifæri. Þessi hönnun kom þó ekki fram í hennar nafni heldur í nafni tískuhússins. Hún þurfti að bíða í tíu ár eftir heimsat- hygli. Þessi ár notaði hún til að undirbúa jarðveginn. Á framabraut Paloma Picasso varð heimsþekktur skartgripa- hönnuður árið 1980 þegar hún gerði einkasamning við fyrirtækið Tiffany’s. Stórir og áberandi gullskartgripir, með og án steina, náðu sam- stundis hylli kaupenda. Fjórum árum síðar kom á markað fyrsta af þremur ilmvötnum í hennar nafni. Þar fór saman einstaklega mala. Merk og storgerö torm; svartur litur með þykkri gylltri skreytingu. Móðir Palomu var franski listmálarinn Francoise Gilot en samband foreldranna var stormasamt. Þegar Paloma var fjögurra ára gömul yfirgaf Francoise barnsföður sinn, hélt til Parísar og tók Pal- omu með sér. Framan af naut hún reglulegra samvista við föðurinn í skólaleyfum. Þegar hún var ellefu ára sleit hann öllu sambandi við þær mægður þegar móðir hennar gaf út endur- minningar sínar um árin sín með Picasso. Samkvæmt þeim var Picasso vissulega snillingur en að öðru leyti ómögulegur maður. Paloma Picasso ólst því upp í heimi lista og menn- ingar. „List var ósköp venju- legt fyrirbæri, hluti af okkar daglega lífi,“ sagði hún síðar um bernsku sína. Af föður sínum lærði hún veigamikla lexíu sem hann var þekktur af: Skapaðu þinn eigin stíl! Uppgötvuð af YSL Paloma átti erfitt upp- dráttar í byrjun síns ferils þar sem nafn Pablos Picasso var henni vissulega fjötur um fót. Smátt og smátt tókst henni að koma fram sem heilsteyptur og ákveðinn listamaður en ekki afsprengi snillings. Einkunnarorð hennnar eru: „Ég er ekki að

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.