Vikan


Vikan - 21.09.1999, Page 46

Vikan - 21.09.1999, Page 46
Framhaldssaga þín, sagði Frú Minstrell. Emma Gledhill er í síman- um. Hún spyr hvort þú viljir borða með þeim í klúbbnum í kvöld. Ekkert gæti komið sér betur. Emma Gledhill vissi allt um Ferrare-fjölskyld- una. Kvöldið gæti orðið spennandi! Emma og Sam Gledhill voru á sextugsaldri. Sam var fámæltur maður en það sama var ekki hægt að segja um konuna hans. Hún var jafn orkumikil nú og þegar hún var þrítug. Hún kom sér beint að efninu og vildi vita allt um skilnaðinn og Toby en Kaiser nennti ekki að reyna að útskýra það. Hjónabandið hafði mis- heppnast og það var ekkert meira um það að segja. Eg var algjör asni, Emma, sagði hann. Og ekki orð um það meir! Bull og vitleysa, sagði hún ákveðin. Toby hlýtur að hafa misst vitið! Henry Crandall af öllum mönnum! Ótrúlegt! Hvers vegna þurfa þeir alltaf að eyðileggja salatið með því að setja í það sesamfræ? sagði Sam von- svikinn. Þú gast beðið þá um að sleppa þeim þegar þú pant- aðir salatið, sagði Emma. Þú hefðir átt að minna mig á það! Hún klappaði honum á kinnina. Eg skal muna það næst, sagði hún og sneri sér aftur að Kaiser. Hvernig fannst þér veislan í gær? Þetta er furðuleg fjöl- skylda, sagði hann. Hvað veist þú um þau hjónin? Spurðu heldur hvað hún veit ekki um þau, skaut Sam inni í. Emma leit illilega á hann. Kvöldið er rétt að byrja, sagði hún við Kaiser. Hvar viltu að ég byrji? Hefur þú þekkt þau lengi? Ég hef þekkt Julian frá því að við vorum krakkar. Ég kynntist Francescu eftir að þau giftu sig. Það urðu allir mjög hissa, því allir voru vissir um að hann væri hinn dæmigerði piparsveinn. Hann var 47 ára þegar þau kynntust og hún var 19 ára. Hún var nemandi gamla kennarans hans í Helsinki og Julian féll fyrir henni urn leið og hann sá hana. Er hún líka píanóleikari? Emma kinkaði kolli. Þeg- ar þau kynntust hafði hún unnið margar alþjóðlegar tónlistarkeppnir. En eftir að þau giftu sig hætti hún alveg að koma fram. Ég kynntist henni vel þegar við bjuggum í New York. Allir kunnu vel við Francescu og þau hjónin voru mjög ástfangin. Hún var alveg einstaklega góð við börnin sín án þess að of- dekra þau. Hún reyndi bara að drepa þau, sagði Sam. Emma hrukkaði ennið. Hún var veik af sorg, Sam! Hún var kannski veik, en af hvaða sjúkdómi? Þetta er allt svo furðulegt, sagði Kaiser. Hvernig breyttist þessi ást í hatur? Ég veit að stjúpi hennar dó og allt það. En voru þau hamingjusöm áður en allt þetta gerðist? Emma yppti öxlum. Það leit alla vega út fyrir það, en við höfum aldrei getað skilið hvernig hann kemur fram við Christian litla. Hún gerir sitt besta til þess að vernda hann, en samt... Og hvar kemur hin furðu- lega Elise inn í myndina? Julian kom með hana til þess að gæta Francescu, sagði Emma, eftir að Francesca hafði reynt að fyrirfara sér og börnunum. Haltur leiðir blindan myndi ég segja, tautaði Sam. Já, sagði Kaiser. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt í lagi með hana. Ekki í lagi með hana, sagði Sam og hló. Það er vægt til orða tekið. Það lítur út fyrir að aðal- verkefni Elise sé að halda öllum frá húsinu þegar Juli- an er að heiman, sagði Emma hugsi. Hún hleypir ekki nokkurri lifandi sálu inn í húsið. Og þeir sem hafa séð til Francescu þegar Julian er að heiman segja að hún líti út eins og svefn- gengill. Eiturlyf? Spurðu Francescu, sagði Sam. Hún var einmitt að koma. Kaiser sneri sér við og sá Julian, Francescu og Hildy setjast við borð innst í veit- ingasalnum. Hvar var Christian? Höfðu þau skilið hann einan eftir heima? Einan með Elise? Hildy gekk á eftir Julian og mömmu sinni og óskaði þess að hún hefði fengið að vera heima hjá Christian. Hann hafði verið skelfingu lostinn og sagt að hann væri viss um að Elise mundi gera honum eitthvað illt. Julian rétti henni matseð- ilinn og brosti til hennar. Það lá vel á honum. Fáðu þér það sem þú vilt. Aðeins það besta er nógu gott fyrir dóttur mína. Ég er ekki svöng, sagði Hildy lágum rómi. Þú hefur ekkert borðað í allan dag, sagði Francesca áhyggjufull. Vitið þið hvað? sagði Juli- an. Ég skal panta fyrir okk- ur öll. Ég ætla að panta mál- tíð sem sómir kóngafjöl- skyldu. Hvað segir þú um það elskan? Hann leit á Francescu. Hildy sá að móður hennar leið illa. Ekki panta neitt handa mér, sagði Francesca. Við erum hér aðeins vegna þess að þú krafðist þess að við kæmum með þér. Ég gat nú ómögulega skil- ið ykkur eftir heima mín kæra, sagði Julian rólega. Hildy fann að eitthvað vont lá í loftinu og hún velti því fyrir sér hvort það hefði eitt- hvað að gera með það sem gerðist á eyjunni. Þar fyrir utan leið Elise ekki vel svo ég bað elda- buskuna að gæta Christians svo hún gæti lagt sig. Hildy andaði léttar. Christian þurfti ekki að vera hræddur ef Elise var sofnuð. Hvað meinar þú með því að Elise hafi ekki liðið vel? spurði Francesca. Hún er bara þreytt. Ertu viss um það? Francesca ætlaði að fara að segja eitthvað meira en þá sá hún hræðslusvipinn á dóttur sinni og þagði. Er eitthvað að Elise? spurði Hildy. Ekkert sem góður nætur- svefn fær ekki læknað, svar- aði Julian. Þau borðuðu þögul. Pí- anóleikarinn lék gamalt, vinsælt lag og Julian hallaði sér að Hildy. Hvernig væri að þú dansaðir við pabba gamla, sagði hann og áður en Hildy gat svarað tók hann hönd hennar og leiddi hana að píanóinu. 46 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.