Vikan


Vikan - 21.09.1999, Qupperneq 50

Vikan - 21.09.1999, Qupperneq 50
Texti: Ásgeir H. Ingólfsson íóið Drauaasaaa um The Blair Witch Project riv rrrwr* Ivu r rT rn 11 r: i * i n rr Ismábænum Blair, sem er í miðhluta Maryland, stutt frá Washington, gerð- ust voveiflegir at- burðir fyrir rúmum tveim öldum. Það var árið 1785 að börn sem þar bjuggu báru konu, er Elly Kedward hét, þungum sök- um. Þau ásökuðu hana um að hafa lokkað þau inn til sín í þeim tilgangi einum að nærast á ungu blóði þeirra. Bæjarbúar hræddust sem von var mjög og að þeirra tíma sið var hún kærð fyrir galdra og útlæg gerð úr smá- bæ þessum, þannig hent út á guð og gaddinn. Sá gaddur var óvenju mikill þennan vetur og þótti mönnum full- víst að nornarskrattinn hefði ekki lifað veturinn. En að tveim vetrum liðnum hverfa allir þeir sem höfðu borið á hana sakir og að auki helm- ingur allra barna bæjarins - sporlaust, eins og sjálf jörðin hafi gleypt þau. Þeir sem eftir eru flýja í kjölfarið í of- boði miklu og strengja þess heit að nefna aldrei Elly Kedward á nafn aftur. Það heit hefur þó einhver rofið því árið 1809 er gefin út bók er nefnist „Saga nornarinnar frá Blair". Sú bók er almennt talin upp- spuni frá rótum af þeim er fróð- astir teljast og því er bærinn Burkittsville byggður á landi því er Blair stóð á áður fimmtán árum síðar. En ári síðar hverfur stúlka nokkur á tíunda ári. Ell- efu vitni halda því staðfastlega fram að hafa séð kvenmanns- hönd, föla sem ná, draga stúlk- una niður í vík eina skammt frá bænum. Það er svo meira en öld síðar, á meðan skálmöld geisar í Evrópu veturinn 1940-1941, sem sjö börn hverfa. Lík þessara barna finnast í kjall- ara sveitavargs nokkurs að nafni Rustin Parr. Parr játar á sig morðin en segir þó að gamall kvendraugur hafi lagt á ráðin með þau. Hann er dæmdur og hengdur. Það gerist síðan fyrir fimm árum, þann 20. október 1994, að háskólanemarnir Heather Donahue, Joshua Leonard og Michael Willi- ams koma ti! Burkittsville. Þau eru í kvikmyndaskóla og hafa fengið það verkefni að taka viðtal við bæjarbúa og spyrja þá út í goðsögnina unr nornina í Blair. Heather leikstýrir, Joshua stjórnar töku og Michael sér um hljóðið. Daginn eftir kom- una hitta þau gamla og að því er virðist geðveika konu að nafni Mary Brown. Mary þessi hefur búið á þessum slóðum allt sitt líf og segist eitt sinn hafa séð nornina við vík eina, „...og var hún hárug mjög, að hálfu mennsk og að hálfu dýr“. Daginn eftir halda kvik- myndagerðarmennirnir í könnunarleiðangur inn í Svörtuhæðaskóg. Síðan hef- ur ekkert spurst til þeirra, þrátt fyrir ítarlega leit fleiri hundruð leitarmanna. Ári síðar finna aftur á móti forn- leifafræðinemar poka með myndbandsupptökum sem seinna kemur í ljós að He- ather og félagar höfðu tekið. Lögreglan er ekki viss um að myndirnar séu ekta en foreldrar ungmennana berj- ast fyrir að þær séu viður- kenndar. Myndin er svo að lokurn klippt til og gefin út undir nafninu „The Blair Witch Project“. „Heimildarmynd11 Það sem er merkilegast við þessa draugasögu er hve ótrúlega margir hafa trúað henni, nú þegar aldamótin nálgast og fólk trúir helst ekki nokkrum sköpuðum hlut. Þessi mynd var tekin fyrir smápeninga, auglýst sem heimildarmynd og tekin sem slík en ku þó vera upp- spuni frá rótum - eða því er að minnsta kosti haldið fram. Bærinn Burkittsville er þó án nokkurs vafa til og skilaboðin á símsvara bæjar- skrifstofunnar eru á þessa leið: „Ef þú ert að hringja út af The Blair Witch Project, þá er myndin skáldskapur“. Kannski eru þau bara orðin pirruð á allri athyglinni en auðvitað veit maður aldrei nema þeir séu að leyna ein- hverju - en hvað sem öllum sögusögnum líður þá er fjár- málamönnum Vesturheims mörgum hverjum minnst umhugað um sannleiksgild- ið. Það sem vekur meiri at- hygli þeirra er að mynd þessi var gerð fyrir smápen- ing á Hollywood-mæli- kvarða - 2 milljónir króna - en mun að lokum skila þeim peningum 10 þúsundfallt inn að minnsta kosti. Til saman- burðar skilaði Titanic „bara“ inn níföldum gróða - og fyrst hræódýrar drauga- sögur eru nú orðnar stór- gróðafyrirtæki þá er spurn- ing hvort þessi atvinnugrein gæti ekki náð góðri fótfestu á Islandi með hjálp Hraun- dranga-Móra og hinna fjöl- mörgu ættingja hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.