Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 52

Vikan - 21.09.1999, Síða 52
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Fyrir um það bil áratug máttu konursem þjáðust af stöð- ugum höfuðverk þola það oftar en ekki að lœknirþeirra, og jafnvel allt umhverfið, gerði lítið ár þjáningum þeirra og gerði því jafnvel skóna að verkurinn stafaði fyrst og fremst af ímyndun. Nýjar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að höfuðverk- ur er langt frá því að vera ímyndun og allmargir þjást af höfuðverk dag- iega. Stúlkur á kynþroska- aldri fá oft höfuðverkja- köst samfara líkamlegum breytingum sem verða á þeim aldri og þónokkuð er um að konur þjáist af höf- uðverk rétt fyrir blœðingar eða meðan á þeim stendur. Það er einnig algengt að konurfái höfuðverk á meðgöngu og að mígreni byrji þegar kona gengur með sitt fyrsta barn. Ný tækni hefur gert lækn- um kleift að mæla og skoða hreyfingar í heilanum með- an hann vinnur. Þetta hefur fært þá skrefi nær því að skilja hvað höfuðverkur er. Kona sem þjáðst hefur af höfuðverk í 24 ár segir að hún hafi byrjað að fá höfuð- verkjaköst þegar hún komst á kynþroskaaldur. „Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn urðu köstin al- varlegri og loks alveg óbæri- leg. Ég varð að loka mig inni með gluggtjöldin vand- lega dregin fyrir svo hvergi kæmist ljós inn og ekkert hljóð mátti heyrast. Þetta var mest vinstra megin í höfðinu, rétt við gagnaugað, Nokkrar jurtir og náttúrulyf eru til sem draga úr höfuðverk. Hafðu þó samband við iækni og fáðu ráðleggingar áður en þú reynir slíkt því sumar jurtir eru t.d. óæskilegar fyrir ófrískar konur. og verkurinn jókst og minnkaði til skiptis. Þessu fylgdi mikil ógleði og ég gat alls ekki staðið í fæturna. Oft var ég það slæm að ég gat ekki hreyft mig, varð bara að liggja stíf í þeirri stellingu sem ég var í. Eftir að barnið fæddist lagaðist ástandið lítillega, það er að segja það leið aðeins lengra á milli þess að ég fékk köst en þau voru tíð og mjög slæm. Ég leitaði mér hjálpar og var bent á að taka verkja- töflur og leggjast fyrir. Ég varð æf og langaði mest að garga á mennina hvort þeir virkilega héldu að mér hefði ekki dottið það ráð í hug fyrr. Ég mátti síðan þreyja þorrann og góuna allt þar til fyrir tólf árum að vinkona mín sendi mér grein úr bandarísku blaði um höfuð- verk. Þar sá ég að mataræði getur haft mikið að segja og þar var einnig fjallað um hin ýmsu verkjalyf, kosti þeirra og galla. Með því að prófa mig áfram með mataræði gat ég fækkað höfuðverkja- köstunum verulega. Ég er með mígreni og ég er ein af þeim sem sé litróf eins og renna yfir augu mín áður en kast byrjar. Ég hafði aldrei tengt þetta höfuðverknum fyrr en eftir lestur greinar- innar en eftir þetta lagðist ég strax fyrir um leið og lit- Þrján teg Streitutengdur höfuðverkur er verkur sem kemur eftir erfiðan vinnudag eða byrjar í eftirmið- daginn á hverjum degi og stendur yfir í allt frá hálftíma upp í nokkra sólar- hringa. Verkurinn byrjar oftast aftan í hálsinum og færist hægt upp eftir höfð- inu. Hann er stöðugur og jafn allan tímann sem hann varir. Aðalorsök slíkra verkja er vöðvabólga eða stífni í hálsvöðvum. Þetta má lækna með nuddi, heitum bökstrum, teygjuæfing- um og með því að huga að líkamsstöðu sinni við vinnuna og leiðrétta rangar stöður og hreyfingar. Það hjálpar einnig að slaka vel á í lok hvers vinnu- dags og taka sér tíma til að hugleiða einn í algjörri ró í einhvern tíma. Migreni er sjúkdómur sem ein af hverjum tíu konum þjáist af. Það er ólæknandi en ný lyf sem komið hafa á markaðinn á undanförnum árum, geta haldið verkjunum í skefjum. Mígreni- undir höf verkur er yfirleitt sár og staðbundinn verkur. Margir mígrenisjúklingar segj- ast sjá litróf flökta fyrir augum sér áður en verkjakast byrjar. Verkjunum fylgja ógleði, stundum sjóntruflanir og jafnvel truflanir á jafnvægisskyni. Með- an á köstunum stendur á sjúklingurinn mjög erfitt með að þola ljós og hávaði fer illa í hann. Stundum getur lykt auk- ið verkinn eða komið ógleði af stað. Mígrenisjúklingur getur ekki hreyft sig eða gert neitt meðan á kastinu stendur. Þrisvar sinnum fleiri konur en karlar þjást af mígreni og er það rakið til hormónabreytinga. Höfuðverkjaköst þegar kynþroski hefst, fyrir og á með- an á blæðingum stendur og á með- göngu eru því líklega mígreni. Mígreni er arfgengt og stafar af trufl- unum sem verða á taugaboðefnum í heilanum. Lyfin sem gefin eru við mígreni í dag, koma jafnvægi á serótín- framleiðsluna en of lítið serótínmagn u ð v e p k j a hefur þau áhrif að æðar í höfðinu drag- ast saman og blóðflæðið minnkar því; afleiðingin verður sár höfuðverkur. Helstu mígreni lyf eru : Sumatriptan, zolmitriptan, naratriptan og rizatript- an. Sár, daglegur höfuðverkur lýsir sér í látlausum verk í öllu höfðinu og byrjar yfirleitt alltaf á sama tíma. Honum fylgir oft ógleði og viðkvæmni fyrir ljósi og hávaða. Helsti munur á dagleg- um höfuðverk og mígreni er að verk- urinn er ekki eins staðbundinn og hann eykst ekki eða minnkar heldur helst stöðugur meðan hann varir. Dag- legur höfuðverkur er oft streitutengd- ur. Höfuðverk sem stafar af stíflu í ennis- og kinnbeinsholum er oft ruglað saman við daglegan höfuðverk. Þann síðarnefnda má helst þekkja á við- kvæmni og eymslum á ákveðnum svæðum á enninu fyrir ofan kinnbeins- holurnar. 52 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.