Vikan - 21.09.1999, Síða 54
Texti og myndir: Kristján Frimann
Að ganga með voginni uni lendtir ástarinnar er
dramni líkast.
in/Libra
(24. september - 23. október)
Vogun vinnur, vogun tap-
ar. Vogin er vel í sveit sett
millí sumars og veturs,
þegar tekist er á um hvort
sumarið skuli teygjast
fram á haustið eða hvort
vetrinum sé stætt á því að
skunda snemma í bæinn.
Þarna stendur hún sem
tákn jöfnunar og reynir að
miðla málum milli ólíkra
afla og ná sáttum um hið
ósættanlega, því bæði
vilja sitt, drottning sum-
ars og vetur konungur.
Goðsögnin um þessi ólíku
öfl sem togast á um vöid í
Voginni skýrist í sögunni
um Venus (Afródíte) og
Adonis. Venus lagði ást á
Adonis og tók upp sam-
band við hann í óþökk
hinna goðanna. Þá var
Mars gerður út af örkinni
til að koma Adonis ffyrir
kattarnef, hann breytti sér
í gölt og drap Adonis.
Venus var ósátt við þessa
gjörð og reyndi að ná
Adonis aftur úr helju og
bar mál sitt undir Seif. Á
meðan varð Persefóna
drottning undirheima
hugfangin af í sveininum
unga og neitaði að sleppa
honum. Adonis, sem nú
var orðinn maður tveggja
kvenna, átti sjálfur i
mesta basli með að gera
upp hug sinn um vista-
bönd og allt var í steik.
Eftir mikið japl, jaml og
fuður ákvað Seifur að
leysa málið með þvi að
láta Adonis dvelja sinn
árshelminginn hjá hvorri
konu og urðu þá allir
Eðli og eiginleikar
Þessi tvístígandi sem kem-
ur fram hjá Adonis er eitt
aðaleinkenni Vogarinnar og
gerir það að verkum að hún
á erfitt með að gera upp hug
sinn um hvaðeina í lífinu;
hvers eðlis hún sé, hvers
kyns eða hvort
halda skuli til Eg-
yptalands eða Isa-
fjarðar um ára-
/aldamótin.Vogin
skiptist að mestu
leyti í tvær ólíkar
manngerðir: Þá
innhverfu
(haust/vetur) sem
dregur dám af Sat-
úrnusi og er næm-
ur einstaklingur
með brothættar
taugar, fínlegt úlit
og fágaða fram-
komu. Sú gerð
Vogarinnar hefur
auðugt ímyndun-
arafl, skáldlegt
innsæi og sækir í
kvöldið og nóttina
þegar tími og frið-
ur gefst til pælinga.
Hin gerðin, sem
einnig hefur fín-
legar taugar, er út
og suður, daðrandi
við allt og alla.
Hún velur yfir-
borðið frekar en dýptina og
flögrar líkt og fiðrildi um líf-
ið. Vogin sú hefur stórt
hjarta, er göfuglynd og fljót
að fá umhverfið á sitt band.
Báðar gerðirnar eru félags-
lega þenkjandi og mannúð
er þeim í blóð borin. Þær
Vogir sem fæðast á miðri
vogarstönginni og erfa jafna
eiginleika þeirrar innhverfu
og þeirra útopnu verða stór-
brotnir einstaklingar sem
vinna stór og mikil verk.
Indverska frelsishetjan Ma-
hatma Gandhi er talandi
dæmi um slíka Vog en hann
fæddist 2. október 1869.
Hugur og hjarta
Vogin, sem er loftmerki
eins og Tvíburinn og Vatns-
berinn, er andlega þenkj-
ándi og félagslega sinnuð
líkt og þau. Þetta tvinnast
saman á þann sérstæða hált
í Voginni að hugur og hjarta
verða sem eitt og gera hana
að einstaklega aðlaðandi
persónuleika og eftirtektar-
verðum. Félagsþroski er
mikill og hagur heildarinnar
verður að markmiði. John
heitinn Lennon sem fæddist
9. október hafði þessa eigi-
leika framar öðrum og sjást
þeir vel í textum hans og
gjörðum eins og „Give
peace a chance".
Þar sem Vogin er
félagsvera stefnir
hugur hennar
öðru fremur til
mannúðar, sáttfýsi
og tillitssemi og
speglast verk
hennar af því.
Hún getur náð
langt á þeim svið-
um, hvort sem er
upp eða niður
vogarstöngina, og
orðið að andleg-
um leiðtoga eða
smjaðurslegri
daðurdrós enda
er taugakerfi
hennar þannig
uppbyggt að lítið
þarf til að sveigja
stöngina upp eða
niður. En hjarta
Vogarinnar er
stórt og bætir það
upp þessa agnúa
hjá mörgum. Hins
vegar getur hjarta
og tvíeðli Vogar-
innar hlaupið með hana í
gönur þegar hún er viljug að
kanna nýjar lendur ástarinn-
ar og þá lent í alvarlegum
hremmingum. Þær Vogir
sem fundið hafa hinn eina
og sanna maka eru aftur á
móti nánast sértrúa um val
sitt og leggja allt í sölurnar
fyrir ástina stóru.