Vikan


Vikan - 12.10.1999, Síða 6

Vikan - 12.10.1999, Síða 6
mmm æmy.m einstök kona sem eigi engan sinn líka, lífsgleðin ogjákvæðn- in geisli út frá henni. Edda er nýlega komin heim úr ensku- skóla en hún fer reglulega utan til að bæta við enskukunnátt- una. Bekkjarfélagar hennar komu alls staðar að úr heimin- um en Edda var elsti nemand- inn í bekknum. Þessi kraftmikla kona lítur ákaflega vel út og erfitt að trúa því að hún sé komin á áttræðisaldur. „Eg ætlaði alltaf að verða barnasálfræðingur eftir að ég las danskan pésa um barnasál- arfræði sem ömmubróðir minn færði mér. Ég komst líka í bók um dýrasálarfræði og mér fannst það sömuleiðis spenn- andi nám. Ég stundaði nám við í Núpsskóla í tvo vetur. Seinni veturinn var ákveðið að ég skyldi fara í Menntaskólann á Akureyri og ég bjó mig undir nám þar. Um miðjan vetur var mér tilkynnt að ekkert gæti orðið af þeim áformum. Það voru mestu von- eir eru fáir sem vita að Edda heitir Guðrún Guðfinna, enda notar hún ætíð Eddunafnið. Þeir sem til hennar þekkja eru sammála um að á ferðinni sé brigði lífs míns. Ég hef aldrei orðið eins sorgmædd og ég varð á þeirri stundu. Ástæðan var sú að það varð aflabrestur hjá föð- ur mínum sem átti útgerð og ýmisleg óhöpp urðu á sama tíma og því sá hann ekki fram á að geta kostað mig til náms. Það var ekki rætt um þetta meira. Ég syrgi það ennþá. Ég ákvað að læra eitthvað hagnýtt í staðinn. Ég fór suður til að læra að sauma. Ég fór líka í húsmæðraskóla úti á land einn vetur og lærði þar allt mögu- legt. Þegar ég kom aftur suður hélt ég áfram að vinna við saumaskap og á þeim tíma var ekki búið að stofna fataiðnað- ardeild Iðnskólans. Ég fór því aftur í sniðteikningar og jók við nám mitt í fatasaum." Bílslysið breytti mér „Um svipað leyti hitti ég eig- inmann minn, Ástvaid Stefáns- son. Við giftum okkur og eign- uðumst fjögur börn. Ég vildi vera heima hjá börnunum mín- um og saumaði því talsvert heima. Maðurinn minn er mál- ari að mennt og hann kunni ekki við að hafa fúskara á sínu heimili. Hann vildi að ég tæki fagpróf og hvatti mig til að fara með mín plögg og athuga hvort ég fengi ekki námið metið hjá Iðnfræðsluráði. Ég gerði það og tók fagprófið 1957 og fékk meistarabréfið 1964. Ég vann við sauma í tuttugu ár, fyrst hjá Ingibjörgu Hallgríms og síðan heima hjá mér með börnin mín. Samt sem áður blundaði þó alltaf í mér þrá eftir einhverju öðru, mig langaði að læra meira. Ég var reyndar dugleg að sækja tíma hjá Námsflokkun- um og á tímabili fór ég fimm kvöld í viku. Þá sótti ég tíma í sálarfræði hjá doktor Brodda Jóhannessyni auk annarra nám- skeiða. Þetta var afskaplega gefandi, sérstaklega sálarfræð- in. Hún var svo ný hérlendis og kennarinn nýkominn heim úr námi. Þetta var svo skemmti- lega sett fram hjá honum með Guðrún Guðfinna Jónsdótt- ir, Edda, lét sig dreyma um að verða barnasálfræðingur á unglingsárum sínum fyrir vestan. Hún hafði ekki tök á að fara í menntaskóla en fluttist til Reykjavíkur, lærði kjólasaum og hugsaði af natni um heimili, mann og fjögur börn. Drauminn um aukna menntun bar hún ætíð í brjósti og þegar hún var sextug settist hún á skólabekk í Kennarahá- skóla íslands. Á sjötugs- aldri útskrifaðist Edda sem kennari og við tóku bestu dagar lífs hennar. Edda er orðin sjötíu og sex ára og má ekki kenna lengur. í stað þess að sitja heima og láta sér leiðast hannar hún og saumar fallegar töskur úr alls kyns efnum, þar á meðal fiskroði. Vikan Glæsileg samkvæmistaska sem Edda hefur hannað og saumað. Taskan er unnin úr snáka- og lambaskinni. líkingum. Hann sagði okkur frá ýmsum kenningum og kom með útskýringar. Eftir tuttugu ár í fatasaumi langaði mig að breyta til og fór að vinna hjá BSI við upplýs- ingaþjónustu og miðasölu. Ég fann þó fyrir löngun til að fara að kenna í skóla. Ég mátti kenna einum og einum nema í einu í minni iðn en ég mátti ekki taka hóp af nemendum. Mig langaði að fara í Kennara- háskólann til að ná þessum rétt- indum. En til að kynnast innviðum skóla fór ég að vinna í grunnskóla, bæði sem ganga- vörður og við ýmis önnur störf. Ég vann þar í nokkur ár og ákvað síðan að fara í Kennara- háskólann því kennslan heillaði mig mjög. Um svipað leyti og ég tók þá ákvörðun lentum við hjónin í alvarlegu bílslysi þegar drukk- inn ökumaður ók á bíl sem við vorum í. Bíllinn hans lenti þeim megin sem ég sat í bílnum og ég slasaðist mikið, var vart hugað líf. Ég gekk í gegnum mikla endurhæfingu, þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. Á meðan á dvöl minni á Grensásdeild stóð kom „Ég hlustaði á kassettuna sem var yndisleg og á henni hljómaði boðskapur- inn hvernig maður ætti að njóta lífsins. Maður ætti að nota augnablikið og njóta þess því það kæmi aldrei aftur. Þetta snerti mig svo djúpt að þetta hefur verið mín lífssýn siðan. Maður nýtur ekki augnabliksins nema maður hafi notað það rétt.“ Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Baldur Bragason og úr einkasafni

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.