Vikan


Vikan - 12.10.1999, Síða 8

Vikan - 12.10.1999, Síða 8
um svona hégóma, eins og margir kalla tískuna. Fyrir mér er þetta eins og málverkasýn- ingar. Maður þarf að velja úr hvað sé fyrir almenning því það er ekki hægt að búa til svo dýra hluti að enginn hafi efni á að kaupa þá. Ég hef ekki aðgang að slíku fólki sem er tilbúið að borga hátt verð fyrir módei- hluti. Ég reyni þó að gera mód- el og finnst það ákaflega ánægjulegt að vinna við tösk- urnar." Amma í Ölduselsskóla Núna ertu orðin amma mörg hundruð skólabarna. Hvernig stendur á því? „A meðan ég var að kenna í Ölduselsskóla kom að máli við mig kennari sem vissi að ég hefði gaman af því að segja sög- ur og bað mig að segja bekkn- um sínum sögu. Ég gerði það og notaði gamaldags málfar. Með því fékk ég af stað umræð- ur þegar börnin fóru að spyrja út í orðin sem ég notaði. Upp frá því vaknaði sú hug- mynd hjá mér að leyfa börnun- um að njóta þess í meiri mæli að hlusta á sögur. Ég fór því á fund skólastjórans og sagði honum frá því að mér fyndist að allir grunnskólar landsins ættu að eiga eitt sett af ömmu og afa, ekki endilega gömul hjón, bara fólk sem væri tilbúið að koma og segja sögur. Þau gætu komið í heimsókn í skól- ann á ákveðnum tímapunktum, ekki of oft og ekki mætti hafa sögurnar of langar. Það má ekki tala um peninga því þetta þarf að vera gert ánægjunnar vegna. Launin eiga að vera virðing og vinátta barnanna. Skólastjóranum leist vel á hug- myndina svo núna er ég komin með nýtt hlutverk. Ég er orðin amma sem kemur og segir sög- ur einstöku sinnum. Ég vona að einhver afi finnist sem er til- búinn að koma líka. Þar kæmu fram öðruvísi viðhorf, kannski kæmu sögur af sjónum eða enn öðru sjónarhorni sem amman þekkir ekki. Ömmur og afar ættu að vera í öllum grunn- skólnum til að hjálpa börnun- um að koma á tengingu við líf- ið eins og það var. Sögurnar mega ekki vera í formi fortíð- arhyggju heldur þarf að tengja fortíðina við lífið í dag. Hvað sé eins og hvað sé breytt. Með þessu skapast umræður og krakkar þurfa að taka þátt í umræðum. Ég lét nemendur mína alltaf ræða hlutina og var dugleg að leyfa þeim að tjá sig. Opnaði gallerí á áttræðisaldri Ég nota hvert tækifæri sem ég get til að tala við ungt fólk. Ég starfa ekki lengur í nafni neins. Mér finnst skemmtilegast að hitta á unglinga. Ég byrja alltaf á að spyrja í hvaða skóla þeir séu, síðan hvernig þeim líði og svo tölum við um hlutina. Ég set mig aldrei úr færi að spjalla við unga fólkið. Ég hitti t.d. mikið af unglingum á meðan ég bíð eftir strætó. Stundum verða þeir svo hissa þegar ég segi þeim að þau eigi sinn rétt. Svo þegar við erum búin að ræða það þá segi ég: „Bíðið við, þið eigið líka skyldur." Það er jafn mikilvægt að hafa rétt og hafa skyldur. Þær mega ekki gleym- ast. Það verður að tala við börnin, ræða málin til hlítar. Það hefur allt að segja að tala við börn allt frá fæðingu. Eftir að ég hætti að kenna stofnaði ég ásamt fleiri lista- mönnum, Gallerí Hnoss. Við byrjuðum í kjallaranum í Hlað- varpanum við Vesturgötuna en þar vissu fáir af okkur, við vor- um niðurgrafinn ofan í kjallara. Við fluttum því Hnoss upp á Skólavörðustíg ári seinna. Um svipað leyti veiktist maðurinn minn alvarlega og ég sá að mín var þörf heima fyrir. Ég dró mig því út úr galleríinu og hef bara verið að vinna og selja hérna heima síðan. Ég hugsa ekki um mig sem listamann. Ég er einungis að skemmta sjálfri mér. Ég er haldin þeirri áráttu að vera aldrei ánægð með það sem ég geri. Það vantar alltaf eitthvað pínulítið upp á. Ég minnist þess að kennarinn minn frá Dan- mörku heimsótti mig í Gallerí Hnoss með ferðamannahóp. Ég heyrði að hún sagði við einn ferðamanninn: „Sjáðu, hún er vaxin frá mér." Þá hugsaði ég með mér. Já, ég er bara farin að skapa minn eigin stíl!" góðum notum. Ég kunni að fag- teikna og vinna frá grunni. Það hjálpaði mér gífurlega mikið. Þetta verður skemmtilegra með hverjum deginum sem líður. Ég fylgist vel með tískunni. Hún getur bæði verið hörð og krefjandi en getur líka verið skemmtileg. Af gömlum vana skoða ég alltaf tískublöð sem sýna tískuna ár fram í tímann. Ég fer á allar tískusýningar sem ég kemst á. Áður fyrr leigði ég spólur frá útlöndum en í dag fylgist ég með tískunni í sjón- varpinu. Á haustin sýndi ég nemendunum mínum alltaf hvernig haust- og vetrartískan yrði og leyfði þeim að búa til föt í samræmi við ríkjandi tísku. Ég leyfði þeim að vera á undan sinni samtíð. Ég fylgist ennþá vel með litum og formum. Það er svo gaman að geta verið með fingurinn á púlsi „tískunnar". Það trúir því enginn að þetta öldruð manneskja sé að hugsa „Ég fylgist ennþá vel með litum og formum. Það er svo gaman að geta verið með fingurinn á „púlsi tískunnar". Það trúir því enginn að þetta öldruð manneskja sé að hugsa um svona hégóma, eins og margir kalla tískuna. Fyrir mér er þetta eins og málverkasýningar.“ Edda með eina af töskunum sínum sem hún hefur unnið úr tiskroði. 8 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.