Vikan


Vikan - 12.10.1999, Síða 10

Vikan - 12.10.1999, Síða 10
Texti: Steingerður Steinarsdóttir, myndir Gunnar Gunnarsson Sá sem beítir Þegar Kvennaathvarf- ið opnaði á sínum tíma heyrðust þær raddir að varla væri mikii þörf á slíku at- hvarfi. Annað kom í Ijós. Mun fleiri konur komu í athvarfið fyrsta árið en nokkur reiknaði með og þeim sem þangað leita fjölgar stöðugt. Við- brögð flestra við því hafa verið á þá lund að þyngja þurfi refs- ingar ofbeldismanna og þá muni vandinn leystur. Karlanefnd Jafnréttisráðs var því sammála að eitthvað þyrfti að gera en refsivöndur samfé- lagsins væri ekki endilega heppileg- asta lausnin. Á ráð- stefnu Karlanefndar- innar, Karlar gegn of- beldi, kviknaði sú hugmynd að skapa meðferðarúrræði fyrir ofbeldismenn sem vildu láta af ofbeld- inu. Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnars- son voru síðar fengn- ir tii að skipuleggja slíkt meðferðarúr- ræði. Þeir félagar hafa nú veitt nokkrum karlmönn- um meðferð í rúmt ár og voru tilbúnir til að kynna hvernig með- ferðin er skipulögð og uppbyggð. Það má segja að þetta hafi verið fyrsta verk Karla- nefndarinnar," segir Einar Gylfi. „Á ráðstefnuna Karlar gegn ofbeldi voru fengnir fyrirlesarar frá Nor- egi og Svíþjóð sem sögðu frá meðferð fyrir ofbeldismenn sem vildu hætta að beita of- beldi. Karlanefndin beitti sér síðan fyrir því að slíku meðferðarúrræði yrði komið á fót hér á landi. Málið var ákveðinn tíma að veltast í kerfinu en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og Rauði krossinn eru fjárhags- legir bakhjarlar verkefnis- ins. Við Andrés vorum síð- an kallaðir til leiks og fórum erlendis til að kynna okkur þau meðferðarúrræði sem boðið var upp á fyrir karla sem beita ofbeldi og mótuð- um síðan okkar áherslur með hliðsjón af því." „Þetta var formlega sett á stofn sem meðferðartilboð í lok apríl á síðastliðnu ári,11 segir Andrés. „Þá var úr- ræðið kynnt fyrir þeim sem við töldum að væru mögu- legir tilvísunaraðilar. Þetta byrjaði með talsverðu trukki því það voru strax margar fyrirspurnir og margt fólk sem skilaði sér í viðtöl. Á þessum tíma sem við höfum verið starfandi hafa 36 tekið fullan þátt í meðferðinni en margir fleiri komið í viðtöl og haft samband í síma. Meðferðin byggist á að allir byrja á greiningarvið- tölum, þremur eða fleirum. Þar taka menn þau próf sem þarf að taka, fara yfir sög- una og greina það sem er á ferðinni. Síðan er tekin ákvörðun í kjölfarið á því hvort menn haldi áfram í einstaklingsmeðferð eða fari íhóp." „Það er lágmark að vera sex mánuði og hámark er ekki til," heldur Einar Gylfi áfram. „Sá sem fer inn í hópinn skuldbindur sig til þess að mæta vikulega næsta hálfa árið. Menn eru látnir borga fyrir einstaklingsvið- tölin og hópmeðferðina lág- marksupphæð sem er mikið niðurgreidd en greiðslan er hugsuð sem hvati til að menn standi við skuldbind- ingar sínar." Það þarf tvo til að deila en einn til að beita of- beldi Taka makar þessara manna þátt í meðferðinni? „Meðferðin er eingöngu fyrir karla sem vilja taka ábyrgð á eigin ofbeldi," seg- ir Andrés. „Samskipti okkar við maka takmarkast við al- mennar upplýsingar um út á hvað meðferðin gengur og hvort viðkomandi maður stundar meðferðina eða ekki," bætir Einar Gylfi við. „Með því að vinna fyrst og fremst með karlmönnum þá erum við að undirstrika hvar ábyrgðin á ofbeldinu liggur. Sumir mannanna sem hing- að koma eru ekki í sambúð heldur hafa gengið í gegnum sambönd sem hugsanlega hafa slitnað vegna ofbeldis." „Það er ágætissetning sem Einar Gylfi notar gjarnan sem hljóðar svo: „Það þarf vissulega tvo til að deila en aðeins einn til að beita of- beldi." „Við vísum því ekkert á bug og höfum vissulega skilning á því að það geta verið erfiðleikar í sambúð- inni og við vinnum með okkar skjólstæðingum í því," skýtur Einar Gylfi inn í. „En það er og verður alltaf sá sem beitir ofbeldi sem ber ábyrgð á því." „Meðferðin er fjórskipt. Þá á ég við hún fer í grund- vallaratriðum eftir fjórum þrepum," segir Andrés. „Byrjað er á því að gera of- beldið sýnilegt. Þá er farið í smáatriðum ofan í kjölinn á því sem hefur gerst. Við reynum að forða því að gert sé lítið úr ofbeldinu með því að setja það sem hefur gerst í ákveðið dulargervi. Þessu 10 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.