Vikan


Vikan - 12.10.1999, Page 11

Vikan - 12.10.1999, Page 11
fylgir mikil skömm og það er erfitt að koma fram." Ekkert getur réttlætt ofbeldi „Þeir sem gera hluti sem þeir skammast sín fyrir og vita innst inni að eru rangir hafa auðvitað tilhneigingu til að gera sér svona óljósa mynd af því sem gerðist," segir Einar Gylfi. „Þess vegna förum við gegnum forsöguna í smáatriðum. Hvar var slegið og hversu oft, hvar var sparkað og hversu fast og þar fram eftir götunum. Næsta skref er ábyrgðin. Hver ber ábyrgð á ofbeld- inu. Það er til þess að af- hjúpa goðsagnir eins og: „Hún átti þetta skilið" eða „ég missti stjórn á mér" sem er ein lífsseigasta goðsögnin. Menn framkvæma flókið hegðunarmynstur en segjast gera það án þess að hafa stjórn á sér. Yfirleitt þegar menn segjast missa stjórn á sér eiga þeir við að þeir sjái enga aðra leið og þá taka þeir stjórnina með því að beita ofbeldi. Það að beita ofbeldi er í raun að taka mjög mikla stjórn á lífi ann- arrar manneskju. Fyrir þessa einstaklinga er vænlegra að segja ég sé ekki neina aðra leið í ákveðnum aðstæðum en að beita ofbeldi fremur en að segja ég missi stjórn á mér undir þessum kringum- stæðum. Menn eru einnig gjarnan að réttlæta verk sín. Þeir segja jafnvel hluti á borð við: „Ég kem úr svo skapstórri fjölskyldu." Þetta með ábyrgðina er því mjög, mjög mikilvægt. Ekkert get- ur réttlætt ofbeldi. " „Þá segjum við líka," segir Andrés, „að það sé í raun ekkert atferli eða áreiti til sem getur réttlætt ofbeldi. Abyrgðin liggur hjá þeim sem fremur það." Mikilvægt að taka skrefin í réttri röð „Þriðja skrefið er svo að skoða samhengið sem of- beldið á sér stað í og það er mikilvægt að taka þessi skref í þessari röð," segir Einar Gylfi. „Vissulega eru aðstæður bæði í samskiptum hjónanna og uppeldi við- komandi sem þarf að skoða. Hvernig stendur á því að þessi einstaklingur kann bara þessa einu leið þegar hann er kominn út í horn. Við getum sem sagt skoðað þessar aðstæður þegar að búið er að gera ofbeldið sýnilegt og búið er að tryggja að ljóst sé hver ber ábyrgðina. Við viðurkenn- um aðstæðurnar ekki sem skýringar heldur lítum á kringumstæður sem geta ýtt undir að ofbeldi sé beitt og er þess vegna áríðandi fyrir einstaklinginn að þekkja til og vita hvernig hann eigi að taka á." „I meðferðinni verður þetta auðvitað fyrst og fremst tæki til að breyta hegðun," segir Andrés. „Þarna erum við farnir að kortleggja mjög náið þessar kringumstæður sem virðast endurtaka sig. Það eru oft einslitar aðstæður sem end- urtaka sig og þá er þetta kannski orðið tæki sem við getum notað til að ná stjórn í einhverja aðra átt. Við erum að kenna nýja færni til að takast á við sömu kring- umstæður. Síðasta skrefið sem við tökum er að skoða afleiðingarnar fyrir einstak- linginn, makann og börnin." „Þá undirstrikast gjarnan að maður sem tekur völdin með þessum hætti, kúgar aðra manneskju og mis- þyrmir henni hefur í raun beðið ósigur." segir Einar Gylfi. „Þá kemur einnig í ljós hverjar afleiðingarnar eru fyrir alla aðra á heimil- inu. Akveðin hegðun sem í sjálfu sér er ekki alvarleg er túlkuð sem ógnandi. Sá sem hefur barið konuna sína er kominn í þá aðstöðu að ef hann hækkar röddina þá er það geigvænlegt. Þá er það sem við myndum kalla við aðrar aðstæður hversdags- legt hegðunarmynstur orðið dulið ofbeldi vegna þessarar forsögu." Hvers vegna beita menn ofbeldi Einar Gylfi nefndi áðan að þeir sem gerðu eitthvað sem þeir skömmuðust sín fyrir og vissu að væri rangt hefðu oft óljósa mynd af því sem gerðist. En ef menn vita að hegðun þeirra er röng og þeir virkilega skammast sín, hvers vegna endurtaka þeir Ofbeldisferli þessara manna er mismun- andi langt. Sumir koma eftir eitt eða tvö tilvik meðan aðrir hafa áralanga sögu. Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.