Vikan


Vikan - 12.10.1999, Side 18

Vikan - 12.10.1999, Side 18
Texti: Margrét V. Helgadóttir Hrotur, sængur og hitastig eru meðal algengustu ágreiningsefna í svefnher- berginu. Er ekki kominn tími til að grafa strísöxina og finna lausn á vandamál- unum? Sífelldur pirringur yfir smáatriðunum getur orsakað stórt rifrildi og því borgar sig að ná sáttum í helgustu véum heimilisins. Eftir að þú ert búin að skríða undir köldu sæng- ina þína hefst stríðið fyrir alvöru. Maðurinn þinn byrjar á því að opna gluggann áður en hann kemur upp í rúm en þú skelfur af kulda undir sæng- inni. Hann leggst upp í rúm og áður en þú veist af er hann ekki bara með sína eigin sæng heldur búinn að næla sér í hornið á þinni. Þið lesið bæði í smá stund en síðan ætlar hann að fara að sofa. Af þinni einstöku tillitssemi slekkur þú á lampanum jafnvel þótt þú sért niðursokkin í spennandi kafla í bókinni. Eftir þrjár mínútur er hann farinn að hrjóta svo hátt að hljóðin hljóta að berast út á stétt. Sem betur fer er dæmisagan örlítið ýkt um átökin í svefnherberginu. Sum- ar konur geta lagst hjá sínum heittelskaða og sofið í friði og ró alla nóttina og fá líka að halda sænginni. Til að kanna stöðuna í þínu svefnher- bergi, skaltu svara eftirfarandi spurn- ingum: í rúminu er einungis eins sæng. Hvar er hana að finna í morg- unsárið? a) Sængin liggur ofan á mér og heldur á mér hita. b) Sængin liggur vafin utan um mann- inn minn, ég fæ ekki svo mikið sem eitt horn af henni. c) A gólfinu. d) Til fóta. Af hverju ræðst hitastigið í her- berginu? a) Það er sameiginleg ákvörðun okkar beggja. b) Maðurinn minn stillir ofninn niður á núll. 18 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.