Vikan


Vikan - 12.10.1999, Side 34

Vikan - 12.10.1999, Side 34
Umsjón: Fríða Sophia Bödvarsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Botninn 100 g salthnetur smátt saxaðar 100 g hesli- hnetur, smátt saxaðar 1/2 pakki hafrakex, smátt saxað 150 g smjör 1 tsk.vanillu- sykur 100 g sykitr Fylling 2 vœnar appelsínur 2 perur 1 mangó 1 banani 1 sítróna Lögur 100 g sykur 100 g smjör 1 peli kaffirjómi 1 tsk. vanillu- sykur 5 egg Ofnfast fat, 24 sm Aðferð: Botninn Setjið salthnetur, heslihnetur, hafrakex, sykur, vanillusyk- ur og bráðið smjör í ofnfasta fatið. Hnoðið öllu vel saman og þrýstið á botninn í ofnfasta fatinu. Afhýðið appelsínur, perur og mangó, skerið í tvennt, síðan í báta og setjið ávext- ina á hnetubotninn. Afhýðið einnig banana og dreifið yfir ávextina. Kreistið að lokum sítrónusafa yfir. Lögur Bræðið sykur við vægan hita þar til hann er orðinn ljós- brúnn og farinn að þykkna. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri, kaffirjóma og vanillusykri saman við. Setjið pottinn aftur á helluna og hrærið áfram þar til lögurinn verður fremur þykkur. Hrærið eggin þar til þau eru létt í sér og bætið þá leginum saman við. Hellið leginum yfir ávextina og bakið við 160°C í 40 mínútur. Berið réttinn fram með þeyttum rjóma.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.