Vikan


Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 38

Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 38
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Keiluliölliii er gkesi- legt inumtvirki. Hr- ' r.i ■ Keiluhöllin í Oskjuhlíð er komin á unglingsár- in, hún var fyrst opnuð árið 1985 og er því fjórtán ára um þessar mundir. Fyrir nokkrum vikum síðan lauk end- urbyggingu og stækk- un Keiluhallarinnar. Þar má líta glæsilegt og aðlaðandi mann- virki þar sem fjölskyld- Fjölskyldur hafa sífellt minni tíma til samveru og því mikilvægt að nota tím- ann vel. Ein af þeim tómstundaiðjum sem allir fjölskyldumeðlimir geta sam- einast í er keila. Þar eru engin aldurstakmörk, ungir sem aldnir geta fengið lánaða skó og kúlu og svo er bara að byrja. Leikurinn snýst að mikl- urn hiuta um heppni frekar en hæfni og því ætti enginn að neita boði um keiluleik á þeim for- sendunt að hann kunni ekki að spila keilu. Keiluhöllin vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Islendingar höfðu einungis séð keiluspil í bíómyndum. Að- sóknin varð góð og fljótlega fór að bera á keppnisandanum og menn söfnuðust í lið og fóru að keppa í keilu. Að sögn Guð- nýjar Guðjónsdóttur framkvæmdastj óra Keiluhailarinnar eru keppnismennirnir hættir að spila í Öskjuhlíðinni því erfitt var að sameina leik atvinnumanna og almennings. Keppnisfólkið pirraðist á al- menningi sem kunni ekki umgengnisreglurnar og því var ástandið þannig að allir voru pirraðir. í dag notar keppnisfólkið annan keilusal en fjölskyldufólkið getur verið í friði í Keiluhöllinni. Börn og unglingar eru dugleg að kíkja í Öskju- hlíðina. Þau koma ásamt foreldrum sínum og skólafélögum, sem þátttakendur á leikjanám- skeiðum og svo er fjöldi barna sem heldur upp á afmælið sitt á staðnum. Afmælisveislurnar standa yfir í tvo klukkutíma og í þeim er innifalinn einn keiluleikur, gyllt keila sem afmælisbarnið fær að gjöf, pizza eða pylsa, ásamt gosi og frönskum kartöflum. Lágmarks- fjöldinn er sex börn en hámarkið er þrjátíu. Kostnaðurinn er á bilinu 570-700 krónur á hvert barn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í KeiluhöIIinni. Fyrir þá sem ekki nenna að kasta kúlum og reyna að fella keil- ur er upplagt að bregða sér í ballskák, þythokkí eða í spilakassa. Nýjasta trompið sem Keiluhöllin býður upp á er diskó keila. Þá eru öll ljós salarins slökkt nema við keilubrautirnar. Um salinn hljómar diskótón- list og börn, unglingar og fullorðnir geta dansað hvar sem þeir standa. Diskó keilan er opin á föstudags- og laugardagskvöldum frá miðnætti til þrjú og á laugardögum í hádeginu frá tólf til tvö. Diskó keilan nýtur mikilla vinsælda meðal unga fólksins. Næst þegar fjölskyldan er að velta því fyrir sér hvað eigi að gera á laugardagseftirmiðdegi, af hverju ekki að skreppa í keilu og taka nokkra leiki? Innlit i Keiluhöllina an getur átt góðar stundir saman, allan ársins hring. Börnin eru fljót að tileinka sér keppnisaðferðir keilunnar og eru í sigurvímu ef þau ná að vinna foreldra sína í leiknuni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.