Vikan


Vikan - 12.10.1999, Page 45

Vikan - 12.10.1999, Page 45
sagði. En hvers vegna í ósköpun- um? spurði hann. Það skiptir ekki máli. Ég verð að bíða með það þar til Hildy og Christian eru nógu gömul til þess að sjá um sig sjálf. Kaiser tók utan um hana og þrýsti henni að sér. Ég er svo hjálparvana. Ef þú bara vissir hvað mér þykir það leiðinlegt. Ég vildi óska þess að ég gæti skilið um hvað málið snýst. Hann fann reið- ina blossa upp í sér. Hann langaði að drepa manninn sem olli henni þessu hugar- angri. Hvers vegna gerir hann þér þetta? spurði hann. Það sem er sársaukafyllst, sagði hún stillilega, er að ég get aldrei sagt frá því. Getur þú ekki verið hérna hjá okkur smá stund, sagði Elise. Mig langar til þess að halda okkur veislu og það liggur svo vel á öllum þegar þú ert hérna hjá okkur! Elise hafði beðið þeirra í dyrunum, klædd bláum silki- kjól og sagðist áköf ætla að koma þeim á óvart. Hún vís- aði þeim inn í borðstofuna. Þar beið þeirra borð sem svignaði undan alls kyns kræsingum. Það var samt skreytingin sem kom Kaiser mest á óvart. Stofan leit út eins og leikmynd í hryllings- mynd. Músastigar, pappírs- blóm og blöðrur hengu þvers og kruss niður úr loft- inu og minntu á köngulóar- vefi. Elise ætlar að halda veislu, hrópaði Christian og klapp- aði saman lófunum. Hvers vegna? Veislan er til heiðurs þér, Christian, sagði Elise. Við erum öll svo glöð að þú slappst heilu og höldnu í gær. Hvað segir þú um það? Gerðu það fyrir okkur að stansa, þó ekki væri nema smá stund, sagði Francesca við Kaiser. Elise er búin að hafa svo mikið fyrir okkur. Hún brosti til mágkonu sinnar. Þetta var aldeilis óvænt gleði Elise, sagði hún vingjarnlega. Sérstaklega fyrir Christian. Kaiser sá að Elise roðnaði. Nú getur veislan byrjað! sagði hún og brosti út að eyrum. Maturinn var góður en Kaiser leið eins og Lísu í Undralandi. Elise sagði ekki margt og í hvert sinn sem hún sagði eitthvað hikaði hún, eins og hún væri ekki viss um hvað hún ætlaði að segja. Ekki vissi ég að þú værir svona frábær kokkur Elise, sagði Francesca. Það er nú orðum aukið. Ekki þetta lítillæti! Hvar lærðir þú að elda svona góð- an mat? Ég lærði það þegar ég var lítil. Hver kenndi þér það? spurði Francesca brosandi. Anna, sagði Elise eftir langa þögn. Hún reis snögglega á fætur. Á ég að kenna þér að búa til marsípanblóm? spurði hún Christian. Christian leit á mömmu sína. Hann átti erfitt með að átta sig á þessari breytingu á frænku sinni. Francesca brosti uppörvandi til hans. Þú hefur örugglega gaman af því, sagið hún. Þú getur svo seinna kennt Hildy að gera það. Christian hikaði. Við verðum hér, sagði Francesca. Kallaðu í okkur ef eitthvað er að. Christian fór á eftir frænku sinni. Ég á ekki eitt einasta orð, sagði Kaiser þegar þau voru ein eftir. Ég vorkenni henni, sagði Francesca. Hún gerir þetta til þess að gleða Julian. Hún gerir sér ekki grein fyrir því að Julian er alveg nákvæm- lega sama um son sinn. Hún andvarpaði. Julian er eina mannveran sem skiptir Elise máli. Veit hann það sjálfur? Julian er alveg sama um Elise, eins og reyndar alla aðra, svaraði hún. Hann notfærir sér hana; hún er ráðskona, barnapía og guð veit hvað. Hún fær að vera hér svo lengi sem hann hef- ur not fyrir hana. Eftir það kemur hann henni aftur fyr- ir á einhverri stofnun. Síminn hringdi og hún fór fram til þess að svara. Hún kom til baka og sagði að það væri verið að spyrja um hann. Frú Minstrell var í símanum. Hank hafði hringt og sagt að viðgerðinni væri

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.