Vikan


Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 52

Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 52
Texti: Steingerður Steinarsdóttir lörnin ykkar á Átröskunarsjúkdómar eru sí- fellt að verða algengari og aldur þeirra sem þjást af þeim færist sífellt neðar með hverju árinu. Þess eru dæmi að 10 og 11 ára stúlkubörn séu með anorexíu og kennar- ar kvarta undan að sex til sjö ára börn tali um fituna utan á sér. Þetta eru alvarlegar frétt- ir því eins og við vitum er erfitt að losna við þau viðhorf sem okkur eru innrætt í æsku og sé sex ára barn farið að hafa áhyggjur af líkama sín- um á hverju má þá eiga von þegar þetta barn kemst á unglingsaldur. Sálfræðingur- inn Yeager, sem skrifaði mikið um börn og uppeldi, segir að börnin okkar læri af því sem fyrir þeim er haft. Það skipti engu hvernig við leiðbeinum þeim ef við förum ekki eftir þeim reglum sjálf. Margvísleg átröskunar- vandamál þekkjast og eru illviðráðanleg meðal barna í dag. Það má nefna anorexíu og búlimíu sem eru sjúkleg megrunarþörf. Helsti munurinn er að búlimíu- sjúklingar taka átköst og neyða sjálfa sig til að kasta upp matn- um en anorexíusjúklingar svelta sig langtímum saman. Matarvenjur nútímamannsins hafa mikið breyst frá því sem áður var og margt bendir til þess að það sé mikill missir að föstu máltíðunum sem við þekkjum frá því við vorum börn. A mörgum heimilum er fjölskyldan hætt að koma sam- an til að borða, hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin. Heim- ilisfólk kemur heim á mismun- andi tímum og hver og einn fær sér það sem hendi er næst þegar hann kemur. Þetta er ekki gott fyrir brennsluna í líkamanum og það sem meira er, allt bendir til að fólk sem borðar standandi við eldhúsvaskinn eða í hnipri yfir sjónvarpinu inni í stofu hafi óheilbrigðara viðhorf til matar en hinir. Því finnst það oft ekki hafa borðað nóg eða ekki fulla máltíð svo það hefur meiri til- hneigingu til að leita eftir auka- bitum milli mála. Barn velur óhollustu umfram hollustu sé því ekki stýrt Barn sem ekki sest niður með foreldrum sínum og borð- ar fjölbreytta, vel framreidda máltíð mun ekki venja sig á hollustu heldur leita að því sem hægt er að stinga upp í sig strax og því þykir gott. Oftast er það óhollt fæði eins og Cocoa Puffs, súkkulaðikex eða önnur sætindi sem það hefur aðgang að. Þetta barn er því líklegra til að verða of þungt og mun hafa meiri til- hneigingu til að gera sér áhyggj- ur úl af útliti sínu. Þegar fram líða stundir fer barnið svo að sleppa máltíðum, borða lítið sem ekkert eða fara langtímum saman í megrun en það eru fyrstu skrefin í átt að anorexíu. Til að kenna börnunum ykk- ar góðar matarvenjur skuluð þið aldrei láta þau sjá ykkur borða mat öðruvísi en sitjandi við borð. Gerið þeim ljóst að þau eigi að gera það sarna og þið munið ekki líða að borðað sé á hlaupum um alla íbúð. Það er einnig hollara að borða í ró- legheitum og gefa sér tíma til að sinna því og engu öðru á meðan. Ef fólk borðar á hlaup- um verður það síður vart við þegar líkaminn sendir skilaboð um að hann sé mettur og það eykur því líkurnar á offitu- vandamálum til muna. Flestir hafa þörf fyrir að hafa einhvers konar reglu á hlutun- um. Ein máltíð á dag þar sem fjölskyldan kemur saman og nýtur þess að borða góðan mat er ágæt regla. Að borða af og til af fallegu leirtaui, jafnvel við dúklagt og skreytt borð, er góð leið til að allir njóti þess að taka þátt í þessari athöfn. Fyrirhöfn- in og ræktin sem lögð er við þessar sameiginlegu máltíðir segir börnunum ekki bara að það sé gott og notalegt að borða heldur sé það að matast ekki síður félagsleg athöfn þar sem njóta má samneytis við aðra. Enginn ætti að flýta sér eða komast upp með að skófla í sig af diskinum og þjóta síðan út. Þetta eru ykkar stundir til að spjalla og rækta hvert annað. Látið ekkert trufla máltíðir Enginn fjölskyldumeðlimur ætti að taka að sér það hlutverk að borða leifarnar frá hinum og öllum ætti að vera leyft að leifa. Það að hætta þegar maður er orðinn saddur gefur barninu Nokkrar staðrevndir um átröskunarsjukdóma Um það bil 5% kvenna og 10% stúlkna eiga á hættu að sýkjast af búlimíu eða anorexíu. Anorexia nervosa lýsir sér í því að sjúk- lingur léttist mjög mikið og leggur ótrúlegt erfiði á sig til að halda þyngdartapinu áfram. Bulimia nervosa lýsir sér í átköslum sent koma nteð ákveðnu millibili og þegar sjúklingurinn hefur troðið sig út af mat frarn- kallar hann uppköst til að losa sig við matinn. Síðan er líklegt að hann endurtaki sarna ferlið aftur og aftur nteðan kastið varir. Sjúkleg átþörf var nýlega skilgreind sem sérstakur sjúkdómur og sker sig að því leyti frá búlintíu að sjúklingurinn fær átköst en kastar ekki upp. Mest hætta á að fá þessa sjúkdóma er á aldrinum 12,13 og 17 ára en þeirra getur orðið vart ntun fyrr. hættu að þínu til kynna að maður eigi ekki að borða yfir sig heldur aðeins nóg. Mæðurnar kláruðu venjulega leifarnar af diskunum í gamla daga og sögðust vera að draga hina að landi. Sannleik- urinn var hins vegar sá að oft var ekki of mikið til og móðirin var einfaldlega að borða sig sadda af leifunum. Nú á dögum er vandamálið frekar að of mik- ið sé til heldur en hitt og enginn þarf að hafa nagandi samvisku- bit yfir því að henda leifum. Ef menn hafa það samt sem áður er lag að koma sér upp safn- kassa og þá verða matarleifarn- ar smátt og smátt að áburði í garðinn eða mold fyrir potta- plöntur. Látið ekkert trufla máltíðir. Slökkvið sjónvarpinu og takið símann úr sambandi meðan á máltíðinni stendur. Utvarpið ætti ekki að vera í gangi nema ef menn vilja hlusta á rólega, fallega tónlist rneðan þeir mat- ast. Það er ljótur ósiður að lesa við matarborðið og Mogginn getur alveg beðið meðan morg- unmaturinn er snæddur. Gerið einnig vinum barnanna ykkar ljóst að heimsóknir séu ekki leyfðar á matartímum. Passið mataræðið. Ef þið fúlsið sjálf við spergilkáli, gul- rótum eða rófum getið þið ekki búist við að börnin þín borði slíkt. Látið alltaf meðlætið ganga hringinn við borðið og alla fá sér eitthvað smávegis af öllu. Látið barnið reyna eitthvað nýtt Gerið það að reglu að allir verði að reyna einn bita af nýj- um rétti áður en þeir hafna honum. Það er eðlilegt að mönnum þyki matur misgóður en stundum neitar fólk að prófa eitthvað bara vegna þess að þeir þekkja ekki tiltekinn mat. Þetta getur hins vegar orðið til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.