Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 62

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 62
 Hertoginn af Charnwood leit upp úr bréfinu sem hann hafði verið að lesa og leit á eigin- konu sína sem sat á móti honum við morgunverðar- borðið. Þetta bréf er frá Elizabeth Strathvegon, sagði hann. Það var boðsent og er merkt áríðandi. Hvað stendur í bréfinu? spurði hertogaynjan spennt. I raun og veru fannst henni meira spennandi hvað Beryl dóttir þeirra hafði vakið mikla athygli í veisl- unni í Devonshire House kvöldið áður. Það lék eng- inn vafi á því að Beryl yrði að eignast fleiri ballkjóla ef hún ætlaði að mæta á alla dansleikina sem búið var að bjóða henni á. Hertoginn sat þögull með- an hann lauk við bréfið. Síð- an sagði hann sigri hrósandi: Nú veit ég hvað klukkan slær. Wallington hefur kom- ist að þessu með Strath- vegon og Hermione og nú reynir Stralhvegon að bjarga skinninu. Um hvað ertu að tala? spurði hertogaynjan. Hertoginn las lengra áður en hann svaraði: Elizabeth Strathvegon býður Beryl til Skotlands á dansleik sem hún ætlar að halda í byrjun næstu viku. Ætlunin er að Beryl búi í höllinni hjá þeim. Til Skotlands? endurtók m h a l d s s í HÁLÖNDUNUM hertogaynjan undrandi. Á miðju samkvæmistímabilinu. Ég hef nú aldrei heyrt ann- að eins! Málið er einfalt, sagði her- toginn. I þetta sinn hefur hinn ungi Strathvegon geng- ið of langt og Elizabeth mun sjá til þess að hann opinberi trúlofun sína á dansleiknum. Kona hans horfði orðlaus á hann: Ég hef ekki hug- mynd um hvað þú ert að tala. Þessi ofdekraði, ungi maður hefur hingað til aldrei verið ástfanginn af öðrum en sjálfum sér en nú er hann yfir sig ástfanginn af Hermione Wallington. Hitt er svo annað mál að mér finnst framkoma hennar fyr- ir neðan allar hellur. Það finnst öllum, svaraði hertoginn. En ef þú hefur áhuga á því að fá að sjá dóttur þína í brúðarskarti þá skaltu flýta þér að pakka niður í töskurnar hennar og senda hana með einkalest- inni sem Elizabeth Strath- vegon segir að fari frá ... Hann þagnaði og leit á bréf- ið áður en hann hélt áfram... King's Cross brautarstöð- inni klukkan hálf tólf á morgun. Það heyrðist hálfkæft óp frá lady Beryl Wood sem sat við hlið föður síns. Hún hafði ekki fylgst grannt með umræðunum. Hún leit á föð- ur sinn hræðslulegu augna- ráði og sagði: Ert þú að segja að hertoginn af Strath- vegon ætli sér að biðja mín? Það liggur í augum uppi, svaraði hertoginn. Hertoga- ynjan er orðin hrædd og ég þori að veðja að hægt verð- ur að lesa um trúlofun Strat- hvegon í Gazette í næstu viku. Hann getur ekki trúlofast mér! sagði Beryl. Hvers vegna ekki? spurði hertoginn. Það er ekki hægt að neita því að það hefur tekið hertogann langan tíma af hlaupa af sér hornin, en hann á stórar landareignir í Skotlandi og veðhlaupahest- ar hans hafa þegar unnið til margra verðlauna þetta árið. Lady Beryl hrópaði aftur upp yfir sig og nú hærra en áður: En pabbi, þú lofaðir mér því að við Roland gæt- um opinberað trúlofun okk- ar í haust ef honurn gengi vel með nauta- og hesta- ræktina. Ég sagðist skyldu hugsa um það, leiðrétti hertoginn hana yfirlætislega. En Strat- hvegon er í allt annarri stöðu en ungur, fátækur maður. Þetta er óréttlátt, sagði lady Beryl æst. Roland er ekki fátækur. Um þessar mundir er hann illa staddur fjárhagslega vegna erfða- skattsins sem hann þarf að borga af landareign föður síns. Þú hefur sjálfur sagt að fjölskylda hans sé með þeim elstu á Englandi. Enginn getur haldið því fram að hann hafi ekki blátt blóð í æðum. Hann stenst samt ekki samanburð við Strathvegon, sagði hertoginn ákveðinn. En pabbi, ég elska hann. Ég elska Roland og ég get ekki hugsað mér að giftast öðrum en honum. Þú giftist þeim sem ég segi, sagði hertoginn. Og ef Strathvegon biður þín, eins og hann greinilega hefur í hyggju, þá er eins gott fyrir þig að segjajá! Lady Beryl henti frá sér hnífapörunum. Ég giftist engum öðrum en Roland, hvæsti hún. Það er grimmdarlegt og ómerki- legt af þér að ganga á bak orða þinna. Hún hljóp hágrátandi upp frá borðinu og skellti á eftir sér. Hertogaynjan horfði undrandi á eftir dóttur sinni. Svo sagði hún: í hreinskilni sagt, William, þá get ég ekki skilið hvers vegna þú lætur svona. Þegar haft er í huga hvað hertoginn er ástfang- inn af Hermione Wallington get ég ekki ímyndað mér að hann geti hugsað sér að gift- ast annarri konu. Hertoginn sá að hann yrði að útskýra þetta í stuttu máli fyrir konu sinni. Hann hugsaði með sér að hertog- inn af Strathvegon væri of gott mannsefni til þess að láta hann sleppa. Það olli honum vonbrigðum að dótt- ir hans hafði ekki fundið sér auðugt mannsefni, jafnvel þótt hann kynni vel við unga manninn sem hún elskaði. Ef hún giftist hertoganum af Strathvegon kæmist hún í innsta hring aðalsfólksins og yrði ein af hirðmeyjum drottningarinnar. Upphátt sagði hann: Nú skal ég útskýra þetta allt fyr- ir þér, mín kæra. Síðan verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.